Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir byrja á slaginu tólf.
Hádegisfréttir byrja á slaginu tólf.

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í morgun, fjórtánda skiptið í röð. Þeir hafa ekki verið hærri í tuttugu og þrjú ár. Fjallað verður ítarlega um málið í hádegisfréttum.

Formaður stærsta verkalýðsfélags landsins segir hækkanir vinna gegn markmiðum Seðlabankans. Verjandi sakbornings í Selfossmálinu segir lögreglu halda honum í gæsluvarðhaldi á veikum grunni.

Félagsmálaráðherra hefur boðað komu sína á fund um stöðu flóttafólks hér á landi. Dómsmálaráðherra hefur ekki svarað boðinu.

Spænska knattspyrnusambandið hefur boðað til krísufundar vegna ósæmilegrar hegðunar Luis Rubiales, forseta sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×