Albert Guðmundsson kærður fyrir kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2023 15:26 Albert Guðmundsson í landsleik á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir við Vísi að sambandið hafi fengið staðfest frá lögmanni kærandans í morgun að kæran á hendur landsliðsmanni hafi verið lögð fram. Málið sé nú á borði lögreglunnar og samskiptaráðgjafa KSÍ. DV sagði fyrst frá kærunni. Vanda gat ekki tjáð sig frekar um málið né hver leikmaðurinn væri en leikmaðurinn sem er kærður er Albert Guðmundsson samkvæmt heimildum Vísis. Sambandið fékk fyrst það sem Vanda segir óljósar upplýsingar um málið í júlí. Þeim hafi strax verið vísað á samskiptaráðgjafa í samræmi við verklagsreglur sambandsins. Ekkert formlegt mál hafi þá verið í gangi. Leikmaðurinn sem um ræðir stígur til hliðar á meðan rannsókn málsins er í gangi, að sögn Vöndu. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um hvort að fulltrúar sambandsins hefðu rætt við leikmanninn vegna málsins. Fjöldi landsliðsmanna sakaður um brot Nokkur fjöldi liðsmanna karlalandsliðsins hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og ofbeldi gegn konum á undanförnum árum. Gylfi Sigurðsson, skærasta stjarna liðsins til fjölda ára, sætti farbanni á Englandi í tæp tvö ár á meðan hann sætti rannsókn vegna kynferðisbrots þar. Málið var fellt niður fyrr á þessu ári. Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, og Eggert Gunnþór Jónsson, voru kærðir fyrir gróft kynferðisbrot gegn þrítugri konu sem sakaði þá um að hafa nauðgað sér. Rannsókn á þeim var felld niður í maí í fyrra. Þá sökuðu tvær konur Kolbein Sigþórsson, fyrrverandi framherja landsliðsins, um að hafa veist að sér á skemmtistað árið 2017. Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi miðvörður liðsins, var rannsakaður vegna heimilisofbeldis og skemmdarverka sama sumar og landsliðið keppti á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Það mál var ekki kært. Fréttin hefur verið uppfærð. Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Tengdar fréttir Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47 Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25 „Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir við Vísi að sambandið hafi fengið staðfest frá lögmanni kærandans í morgun að kæran á hendur landsliðsmanni hafi verið lögð fram. Málið sé nú á borði lögreglunnar og samskiptaráðgjafa KSÍ. DV sagði fyrst frá kærunni. Vanda gat ekki tjáð sig frekar um málið né hver leikmaðurinn væri en leikmaðurinn sem er kærður er Albert Guðmundsson samkvæmt heimildum Vísis. Sambandið fékk fyrst það sem Vanda segir óljósar upplýsingar um málið í júlí. Þeim hafi strax verið vísað á samskiptaráðgjafa í samræmi við verklagsreglur sambandsins. Ekkert formlegt mál hafi þá verið í gangi. Leikmaðurinn sem um ræðir stígur til hliðar á meðan rannsókn málsins er í gangi, að sögn Vöndu. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um hvort að fulltrúar sambandsins hefðu rætt við leikmanninn vegna málsins. Fjöldi landsliðsmanna sakaður um brot Nokkur fjöldi liðsmanna karlalandsliðsins hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og ofbeldi gegn konum á undanförnum árum. Gylfi Sigurðsson, skærasta stjarna liðsins til fjölda ára, sætti farbanni á Englandi í tæp tvö ár á meðan hann sætti rannsókn vegna kynferðisbrots þar. Málið var fellt niður fyrr á þessu ári. Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, og Eggert Gunnþór Jónsson, voru kærðir fyrir gróft kynferðisbrot gegn þrítugri konu sem sakaði þá um að hafa nauðgað sér. Rannsókn á þeim var felld niður í maí í fyrra. Þá sökuðu tvær konur Kolbein Sigþórsson, fyrrverandi framherja landsliðsins, um að hafa veist að sér á skemmtistað árið 2017. Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi miðvörður liðsins, var rannsakaður vegna heimilisofbeldis og skemmdarverka sama sumar og landsliðið keppti á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Það mál var ekki kært. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Tengdar fréttir Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47 Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25 „Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47
Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25
„Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54