Innherji

Skilur gagn­rýnina en Seðla­bankinn þurfi að ná niður háum verð­bólgu­væntingum

Hörður Ægisson skrifar
„Við vonumst bara eftir því að fá sem mesta hjálp í þetta mikilvæga verkefni – og við þurfum þá ekki að grípa til frekari aðgerða. Ég hef alltaf trú á skynsemi fólks,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
„Við vonumst bara eftir því að fá sem mesta hjálp í þetta mikilvæga verkefni – og við þurfum þá ekki að grípa til frekari aðgerða. Ég hef alltaf trú á skynsemi fólks,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm

„Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð.


Tengdar fréttir

Hækkar vextina um 50 punkta og sendir harðan tón vegna hættu á „þrálátri“ verðbólgu

Peningastefnunefnd Seðlabankans gekk lengra en flestir greinendur og markaðsaðilar höfðu spáð fyrir um þegar hún hækkaði meginvexti bankans um 50 punkta í morgun, úr 8,75 prósentum í 9,25 prósent, og vísaði til þess að þrátt fyrir að mæld verðbólga hafi komið niður að undanförnu þá eru verðbólguhorfur til lengri tíma nánast óbreyttar. Hætta er á þrálátri verðbólgu og nefndin telur því nauðsynlegt að herða taumhaldið enn frekar á næstunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×