Fékk ekki fyrirliðabandið og fór í fýlu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 20:31 Karim Benzema er ósáttur hjá Al-Ittihad. Vísir/Getty Karim Benzema gekk til liðs við sádíarabíska félagið Al-Ittihad í byrjun júní. Hann virtist þá hinn ánægðasti en nú virðist vera komið annað hljóð í strokkinn. Karim Benzema er ein af allra stærstu stjörnunum sem hefur fært sig til Sádi Arabíu á síðustu mánuðum en hann gekk til liðs við Al-Ittihad í sumar frá Real Madrid. Hann skoraði 354 mörk í 648 leikjum fyrir Real Madrid og er næstmarkahæsti leikmaður félagsins í sögunni. Aðeins Cristiano Ronaldo hefur skorað meira. Benzema hefur verið í byrjunarliði Al-Ittihad í tveimur fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu. Leikirnir hafa báðir unnist en Benzema þó ekki náð að skora. Samkvæmt fjölmiðlinum Asharq Al-Aswat, sem staðsettur er í London, er samband Benzema og þjálfarans Nuno Espirito Santo alls ekki gott. Samkvæmt fjölmiðlinum á Santo að hafa sagt yfirmönnum félagsins að Benzema passi ekki í leikkerfi hans. Santo hefur meðal annars stýrt Tottenham, Wolves og Porto á sínum ferli. Nuno Espirito Santo og Karim Benzema virðast vera komnir í hár saman.Vísir/Getty Þá á Benzema sjálfur að hafa lýst yfir óánægju með að hann hafi fengið ófaglega meðferð af hálfu þjálfarans. Benzema var neitað um fyrirliðaband Al-Ittihad þegar hann óskaði eftir því við komuna til félagsins. Brasilíumaðurinn Romarinho var skipaður fyrirliði, Benzema til mikillar gremju. Samkvæmt Asharq Al-Aswat er gjáin á milli Benzema og Santo orðin svo djúp að Frakkinn tók ekki þátt í síðustu æfingu liðsins. Þá fylgir sögunni að Benzema íhugi að yfirgefa félagið ef Santo verður áfram knattspyrnustjóri. Ólíklegt verður þó að teljast að félagið velji Santo fram yfir Benzema sem vann Ballon D´or árið 2022. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Karim Benzema er ein af allra stærstu stjörnunum sem hefur fært sig til Sádi Arabíu á síðustu mánuðum en hann gekk til liðs við Al-Ittihad í sumar frá Real Madrid. Hann skoraði 354 mörk í 648 leikjum fyrir Real Madrid og er næstmarkahæsti leikmaður félagsins í sögunni. Aðeins Cristiano Ronaldo hefur skorað meira. Benzema hefur verið í byrjunarliði Al-Ittihad í tveimur fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu. Leikirnir hafa báðir unnist en Benzema þó ekki náð að skora. Samkvæmt fjölmiðlinum Asharq Al-Aswat, sem staðsettur er í London, er samband Benzema og þjálfarans Nuno Espirito Santo alls ekki gott. Samkvæmt fjölmiðlinum á Santo að hafa sagt yfirmönnum félagsins að Benzema passi ekki í leikkerfi hans. Santo hefur meðal annars stýrt Tottenham, Wolves og Porto á sínum ferli. Nuno Espirito Santo og Karim Benzema virðast vera komnir í hár saman.Vísir/Getty Þá á Benzema sjálfur að hafa lýst yfir óánægju með að hann hafi fengið ófaglega meðferð af hálfu þjálfarans. Benzema var neitað um fyrirliðaband Al-Ittihad þegar hann óskaði eftir því við komuna til félagsins. Brasilíumaðurinn Romarinho var skipaður fyrirliði, Benzema til mikillar gremju. Samkvæmt Asharq Al-Aswat er gjáin á milli Benzema og Santo orðin svo djúp að Frakkinn tók ekki þátt í síðustu æfingu liðsins. Þá fylgir sögunni að Benzema íhugi að yfirgefa félagið ef Santo verður áfram knattspyrnustjóri. Ólíklegt verður þó að teljast að félagið velji Santo fram yfir Benzema sem vann Ballon D´or árið 2022.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira