Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 10:14 Christie, Pence, DeSantis og Ramaswamy spjalla í hléi. Þeir tókust ansi hart á þegar kappræðurnar voru í gangi. Morry Gash/AP Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að mæta ekki í kappræðurnar fór drjúgur hluti þeirra í að ræða hann. Þáttastjórnendur Fox reyndu þó eftir fremsta megni að takmarka umræður um hann og spurðu bara einnar spurningar um hann, hvort frambjóðendur myndu styðja hann ef til þess kæmi að hann yrði sakfelldur. Allir frambjóðendur nema einn, Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, réttu upp hönd til þess að gefa stuðning sinn til kynna. Athygli vekur að meira að segja Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og einn háværasti gagnrýnandi Trumps innan Repúblikanaflokksins, rétti upp hönd. Það gerði Ron DeSantis einnig. Christie sagði þó að framferði Trumps sæmdi ekki embætti forseta Bandaríkjanna. „Einhver þarf að koma í veg fyrir að misferli verði talið eðlilegt. Hvort sem þú telur ákærurnar vera réttlætanlegar eða ekki.“ Auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem mælist með þriðja mesta fylgið, rétt á eftir Ron DeSantis og langt á eftir Trump, dró ekki úr stuðningi sínum við forsetann fyrrverandi. Trump forseti, tel ég, var besti forseti 21. aldarinnar. Það er staðreynd,“ sagði hann. Hart tekist á um Úkraínu Meðal umræðuefna í kappræðunum var stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. DeSantis og Ramaswamy sögðu báðir að þeir væru andvígir frekari fjárstuðningi við Úkraínumenn. Frekar ætti að verja fjármunum í að verja landamæri Bandaríkjanna við Mexíkó gegn smygli fíkniefna og fólks. „Sem forseti Bandaríkjanna er helsta skylda þín að verja landið okkar og íbúa þess,“ sagði DeSantis. Ramaswamy líkti stuðningi við Úkraínu við afskipti Bandaríkjanna af Írak og Víetnam. Christie, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, og Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra og eina konan í framboði, sögðust öll styðja stuðning heilshugar. Þau sögðu hann vera siðferðislega skyldu og nauðsynlegan þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Hver sem heldur að við getum ekki leyst vandamál hér í Bandaríkjum og verið leiðtogi hins frjálsa heims hefur ekki rétt mynd af máttugustu þjóð heimsins,“ sagði Pence. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að mæta ekki í kappræðurnar fór drjúgur hluti þeirra í að ræða hann. Þáttastjórnendur Fox reyndu þó eftir fremsta megni að takmarka umræður um hann og spurðu bara einnar spurningar um hann, hvort frambjóðendur myndu styðja hann ef til þess kæmi að hann yrði sakfelldur. Allir frambjóðendur nema einn, Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, réttu upp hönd til þess að gefa stuðning sinn til kynna. Athygli vekur að meira að segja Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og einn háværasti gagnrýnandi Trumps innan Repúblikanaflokksins, rétti upp hönd. Það gerði Ron DeSantis einnig. Christie sagði þó að framferði Trumps sæmdi ekki embætti forseta Bandaríkjanna. „Einhver þarf að koma í veg fyrir að misferli verði talið eðlilegt. Hvort sem þú telur ákærurnar vera réttlætanlegar eða ekki.“ Auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem mælist með þriðja mesta fylgið, rétt á eftir Ron DeSantis og langt á eftir Trump, dró ekki úr stuðningi sínum við forsetann fyrrverandi. Trump forseti, tel ég, var besti forseti 21. aldarinnar. Það er staðreynd,“ sagði hann. Hart tekist á um Úkraínu Meðal umræðuefna í kappræðunum var stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. DeSantis og Ramaswamy sögðu báðir að þeir væru andvígir frekari fjárstuðningi við Úkraínumenn. Frekar ætti að verja fjármunum í að verja landamæri Bandaríkjanna við Mexíkó gegn smygli fíkniefna og fólks. „Sem forseti Bandaríkjanna er helsta skylda þín að verja landið okkar og íbúa þess,“ sagði DeSantis. Ramaswamy líkti stuðningi við Úkraínu við afskipti Bandaríkjanna af Írak og Víetnam. Christie, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, og Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra og eina konan í framboði, sögðust öll styðja stuðning heilshugar. Þau sögðu hann vera siðferðislega skyldu og nauðsynlegan þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Hver sem heldur að við getum ekki leyst vandamál hér í Bandaríkjum og verið leiðtogi hins frjálsa heims hefur ekki rétt mynd af máttugustu þjóð heimsins,“ sagði Pence.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira