Innlent

Albert segist sak­laus af á­sökunum um kyn­ferðis­brot

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Albert hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot og má ekki leika með landsliðinu.
Albert hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot og má ekki leika með landsliðinu. Vísir/Vilhelm

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson hefur hafnað ásökunum um kynferðisbrot. Hann hefur verið kærður og fær ekki að koma fram fyrir Íslands hönd á meðan.

„Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ segir Albert í stuttri yfirlýsingu til fjölmiðla í morgun.

Albert er staddur í Genúa á Ítalíu þar sem hann leikur með liðinu Genoa CFC.

KSÍ fékk óljósar upplýsingar um málið í júli að sögn Vöndu Sigurgeirsdóttur formanns. Var þeim vísað til samskiptaráðgjafa í samræmi við verklagsreglur sambandsins. Síðar fékk KSÍ staðfest frá lögmanni kæranda að kæran hafi verið lögð fram og stígur Albert þá til hliðar í landsliðinu á meðan rannsókn fer fram.


Tengdar fréttir

Albert Guð­munds­son kærður fyrir kyn­ferðis­brot

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×