Óskar Hrafn: Stærri leikur en nokkur annar hjá Breiðabliki í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 13:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson getur farið með Breiðablik í riðlakeppnina fyrst íslenskra félagsliða. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson fór yfir leik dagsins hjá Breiðabliki en liðið spilar þá fyrri leik sinn á móti Struga í baráttu um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Blikar eru komnir til Norður Makedóníu en það er stutt á milli leikja hjá félaginu. Liðið spilaði við Keflavík á sunnudaginn og spilar við Víkinga á sunnudaginn kemur. Leikurinn í dag mun örugglega ráða miklu um möguleika Breiðabliksliðsins að taka þetta sögulega skref og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Völlurinn ekki sléttur „Æfing sem slík var fín. Völlurinn er ekki sléttur og ekki frábærlega góður en það var eitthvað sem við vorum undirbúnir fyrir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali á samfélagsmiðlum Breiðabliks „Ég held að þetta Struga lið sé betra en margir vilja láta. Það væri hættulegt fyrir okkur að halda það að við völtum yfir þetta lið. Þetta er lið sem er búið að ná fínum úrslitum í Evrópu og vann deildina heima fyrir með töluverðum yfirburðum í fyrra,“ sagði Óskar Hrafn. Að fara að spila við gott lið „Þeir eru með gott lið og með vel skipulagt lið. Þeir eru með mjög góða einstaklinga og þá sérstaklega fram á við. Menn sem við þurfum að passa vel upp á. Þeir eru sérstaklega hættulegir ef þeir geta unnið boltann og sótt hratt. Það þurfum við að passa vel,“ sagði Óskar. Þessi leikur er stór í sögulegu samhengi fyrir félagið en hversu stór er hann að mati Óskars Hrafns. „Hann er auðvitað mjög stór og sennilega stærri en nokkur annar leikur sem Breiðablik hefur spilað í Evrópu vegna þess hvað er undir. Auðvitað hefur Breiðablik spilað leiki í Evrópu eins og á móti Aktobe 2013. Seinni leikurinn þar var mjög stór. Það er gríðarlega mikið undir,“ sagði Óskar. Jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni „Ég held að menn geri sér alveg grein fyrir því en reynslan sem er komin í þennan hóp gerir það að verkum að menn eru meira spenntir og jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni frekar en að menn upplifi einhverja pressu og upplifi neikvæðari hluti að spila svona stóra leiki,“ sagði Óskar. „Mér finnst menn vera fókuseraðir og með rétt hugarfar. Það er margt hérna í Norður Makedóníu sem er öðruvísi heldur en heima fyrir og það hefði verið auðvelt að láta það fara í taugarnar á sér en menn hafa ekki gert það. Enda er það hluti að vera í liði sem er að spila í Evrópu, að geta einhvern veginn tekist á við ólíkar aðstæður. Það er ekki alltaf einhver brjálaður glamúr,“ sagði Óskar. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Í beinni: Fulham - Brentford | Lundúnaslagur á Craven Cottage Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Sjá meira
Blikar eru komnir til Norður Makedóníu en það er stutt á milli leikja hjá félaginu. Liðið spilaði við Keflavík á sunnudaginn og spilar við Víkinga á sunnudaginn kemur. Leikurinn í dag mun örugglega ráða miklu um möguleika Breiðabliksliðsins að taka þetta sögulega skref og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Völlurinn ekki sléttur „Æfing sem slík var fín. Völlurinn er ekki sléttur og ekki frábærlega góður en það var eitthvað sem við vorum undirbúnir fyrir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali á samfélagsmiðlum Breiðabliks „Ég held að þetta Struga lið sé betra en margir vilja láta. Það væri hættulegt fyrir okkur að halda það að við völtum yfir þetta lið. Þetta er lið sem er búið að ná fínum úrslitum í Evrópu og vann deildina heima fyrir með töluverðum yfirburðum í fyrra,“ sagði Óskar Hrafn. Að fara að spila við gott lið „Þeir eru með gott lið og með vel skipulagt lið. Þeir eru með mjög góða einstaklinga og þá sérstaklega fram á við. Menn sem við þurfum að passa vel upp á. Þeir eru sérstaklega hættulegir ef þeir geta unnið boltann og sótt hratt. Það þurfum við að passa vel,“ sagði Óskar. Þessi leikur er stór í sögulegu samhengi fyrir félagið en hversu stór er hann að mati Óskars Hrafns. „Hann er auðvitað mjög stór og sennilega stærri en nokkur annar leikur sem Breiðablik hefur spilað í Evrópu vegna þess hvað er undir. Auðvitað hefur Breiðablik spilað leiki í Evrópu eins og á móti Aktobe 2013. Seinni leikurinn þar var mjög stór. Það er gríðarlega mikið undir,“ sagði Óskar. Jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni „Ég held að menn geri sér alveg grein fyrir því en reynslan sem er komin í þennan hóp gerir það að verkum að menn eru meira spenntir og jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni frekar en að menn upplifi einhverja pressu og upplifi neikvæðari hluti að spila svona stóra leiki,“ sagði Óskar. „Mér finnst menn vera fókuseraðir og með rétt hugarfar. Það er margt hérna í Norður Makedóníu sem er öðruvísi heldur en heima fyrir og það hefði verið auðvelt að láta það fara í taugarnar á sér en menn hafa ekki gert það. Enda er það hluti að vera í liði sem er að spila í Evrópu, að geta einhvern veginn tekist á við ólíkar aðstæður. Það er ekki alltaf einhver brjálaður glamúr,“ sagði Óskar. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Í beinni: Fulham - Brentford | Lundúnaslagur á Craven Cottage Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Sjá meira