Þögull um Prigozhin en fagnar fyrirhugaðri stækkun BRICS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 11:15 Pútín ávarpar fund BRICS-ríkjanna gegnum fjarfundarbúnað. AP/Marco Longari Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um fregnir af dauða Yevgeny Prigozhin né hafa stjórnvöld í Moskvu viljað gefa út formlega yfirlýsingu um málið. Prigozhin, sem fór fyrir Wagner-málaliðahópnum og gerði skammvinna uppreisn gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi, er sagður hafa látist í flugslysi í gær. Hvað varðar orsakir slyssins beinast sjónir flestra að Pútín. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði meðal annars í gær að fregnirnar kæmu ekki á óvart og að fátt gerðist í Rússlandi án aðkomu forsetans. Pútín hefur flutt tvö erindi opinberlega frá því að greint var frá dauða Prigozhin. Hann flutti ræðu í Moskvu til að minnast þess að 80 ár væru liðinn frá orrustunni við Kursk og þá ávarpaði hann leiðtogafund BRICS-ríkjanna. Prigozhin kom hvergi við sögu en margir höfðu spáð því að uppreisnarforinginn ætti skammt eftir þegar hann lét af fyrirætlunum sínum um að ráðast inn í Moskvu. Menn spyrja sig nú, ekki að því hvort Pútín ber ábyrgð á dauða hans, heldur hvers vegna forsetinn beið svo lengi með að beita refsivendinum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í morgun að það væri engin tilviljun að menn horfðu til Kreml þegar fyrrverandi bandamaður Pútín félli skyndilega til jarðar. Um væri að ræða þekkta atburðarás í kringum andstæðinga forsetans; dauðsföll, dularfull sjálfsvíg, fall úr glugga. Pútín birtist öðrum leiðtogum BRICS-fundarins í gegnum fjarfundabúnað en fundurinn fer fram í Suður-Afríku. Forsetinn er lítt á faraldsfæti vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar. Hann þakkaði Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, fyrir fundinn og fyrir framgöngu sína í fyrirhugaðri stækkun BRICS. Bandalagið samanstendur nú af Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku en ríkin hafa ákveðið að bjóða sex ríkjum til viðbótar að vera með: Argentínu, Egyptalandi, Íran, Eþíópíu, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Prigozhin, sem fór fyrir Wagner-málaliðahópnum og gerði skammvinna uppreisn gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi, er sagður hafa látist í flugslysi í gær. Hvað varðar orsakir slyssins beinast sjónir flestra að Pútín. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði meðal annars í gær að fregnirnar kæmu ekki á óvart og að fátt gerðist í Rússlandi án aðkomu forsetans. Pútín hefur flutt tvö erindi opinberlega frá því að greint var frá dauða Prigozhin. Hann flutti ræðu í Moskvu til að minnast þess að 80 ár væru liðinn frá orrustunni við Kursk og þá ávarpaði hann leiðtogafund BRICS-ríkjanna. Prigozhin kom hvergi við sögu en margir höfðu spáð því að uppreisnarforinginn ætti skammt eftir þegar hann lét af fyrirætlunum sínum um að ráðast inn í Moskvu. Menn spyrja sig nú, ekki að því hvort Pútín ber ábyrgð á dauða hans, heldur hvers vegna forsetinn beið svo lengi með að beita refsivendinum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í morgun að það væri engin tilviljun að menn horfðu til Kreml þegar fyrrverandi bandamaður Pútín félli skyndilega til jarðar. Um væri að ræða þekkta atburðarás í kringum andstæðinga forsetans; dauðsföll, dularfull sjálfsvíg, fall úr glugga. Pútín birtist öðrum leiðtogum BRICS-fundarins í gegnum fjarfundabúnað en fundurinn fer fram í Suður-Afríku. Forsetinn er lítt á faraldsfæti vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar. Hann þakkaði Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, fyrir fundinn og fyrir framgöngu sína í fyrirhugaðri stækkun BRICS. Bandalagið samanstendur nú af Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku en ríkin hafa ákveðið að bjóða sex ríkjum til viðbótar að vera með: Argentínu, Egyptalandi, Íran, Eþíópíu, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira