Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri rekstrar hjá Justikal

Atli Ísleifsson skrifar
Salóme Guðmundsdóttir.
Salóme Guðmundsdóttir. Aðsend

Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal og kemur þar með inn í stjórnendateymi félagsins. Hún kemur til fyrirtækisins frá PayAnalytics.

Í tilkynningu segir að Salóme muni leiða sókn og stefnu fyrirtækisins inn á erlenda markaði og bera ábyrgð á daglegum rekstri og uppbyggingu starfseminnar. Salóme hefur störf nú um mánaðamótin.

„Salóme starfaði áður sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics. Hún hefur frá árinu 2021 einnig starfað sem stjórnarmaður og ráðgjafi hjá Eyri Venture Managment og leiðbeinandi við MBA nám Háskólans í Reykjavík. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri Icelandic Startups árin 2014 til 2021. Þar áður var hún forstöðumaður Opna háskólans í HR. Salóme er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. Salóme hefur víðtæka reynslu af nefndar- og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og situr m.a. í stjórn Sýnar hf., Viðskiptaráðs Íslands og Eyrir Ventures ehf.,“ segir í tilkynningunni.

Justikal gerir lögmönnum og öðrum aðilum meðal annars kleift að senda gögn rafrænt til dómstóla og er hannað til að hraða meðferð mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×