Viðskipti innlent

Sam­sett hlut­fall VÍS allt að 100 prósent eftir brunann

Árni Sæberg skrifar
Ljóst er að mikið tjón varð þegar hús að Hvaleyrarbraut 22 brann á dögunum.
Ljóst er að mikið tjón varð þegar hús að Hvaleyrarbraut 22 brann á dögunum. Vísir/Vilhelm

Eftir brunann á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og áætlaðan hlut VÍS í því tjóni er nú reiknað með að samsett hlutfall ársins verði á bilinu 98 til 100 prósent.

Þetta segir í tilkynningu vátryggingafélagsins til kauphallar. Þar segir að fram hafi komið hjá Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, forstjóra VÍS, að á uppgjörsfundi fyrir annan ársfjórðung 2023 þegar hún fjallaði um horfur ársins, hafi hún sagt líklegt að samsett hlutfall fyrir árið væri í efri mörkum bilsins 96 til 98 prósent.

Þá segir að rétt sé að taka fram að um frumáætlun tjóns er að ræða, en endanlegt mat hafi ekki farið fram.

Samsett hlutfall sýnir hlutfall ið­gjalda ann­ars veg­ar og út­gjalda vegna vá­trygg­inga hins veg­ar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×