„Ógerlegt“ að auglýsa lóð lúxusíbúða á Kársnesi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2023 21:33 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Vísir/Vilhelm Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. „Þessi afstaða minnihlutans gengur gegn hagsmunum bæjarbúa og er með öllu óskiljanleg,“ segir í skriflegu svari Ásdísar við fyrirspurn Vísis um málið. Fyrr í dag greindi DV frá því að bæjaryfirvöld væru sökuð um að færa „einum ríkustu systkinum landsins lúxus-lóðir á silfurfati án útboðs.“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata sagði í samtali við fréttastofu að úthlutunin fari algjörlega á skjön við reglur um úthlutun lóða en fyrir liggur að lóðin var ekki auglýst fyrir úthlutun. Ásdís segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu. „Við töldum nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa fyrir auglýsingu til að tryggja þátttöku þeirra í kostnaði við innviðauppbyggingu á svæðinu en framundan er mikil uppbygging eins og til dæmis í kringum hafnarsvæðið. Með því samkomulagi sem nú liggur fyrir er tryggt að uppbyggingaraðili taki þátt í kostnaði við þá innviðauppbyggingu. Hér var því einfaldlega verið að standa vörð um hagsmuni bæjarbúa og ekkert annað,“ segir Ásdís. Þá segir hún minnihlutann slíta það úr samhengi, hvers vegna hluti svæðisins hafi verið úthlutað til Fjallasólar ehf. sem er í eigu Langasjávar ehf. Félagið er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna, sem kennd eru við Mata-veldið. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. „Það var nauðsynlegt vegna skörunar hluta bæjarlands og fasteigna í eigu félagsins. Þá fer Borgarlínan í gegnum reitinn og var hluti af lausninni. Við hins vegar fórum vel yfir forsendur og tryggt var að markaðsverð fékkst fyrir lóðirnar.“ Ásdís Kristjánsdóttir.Vísir Sökuð um að vinna gegn markmiðum bæjarins Meginreglan sé sú, segir Ásdís, að úthlutað sé eftir auglýsingu. „Það verður gert eins og til dæmis hvað aðrar lóðir varðar á svæðinu, í þessu tiltekna tilviki var það einfaldlega ógerlegt.“ Annað sem hefur sætt gagnrýni er að úthlutunin gangi gegn markmiði bæjarins um fjölbreytt húsnæði og kvöð um að tíu prósent íbúða á svæðinu verði ætlaðar fyrstu kaupendum, leigjendum, stúdentum og eða öldruðum. Sigurbjörg Erla segir að um sé að ræða uppbyggingu á „dýrum íbúðum fyrir ríkt fólk“. Ásdís segir að gætt hafi verið að fyrrgreindri kvöð. „Mikilvægt er að hafa í huga að aðalskipulag bæjarins á við um allt svæðið en reitirnir eru alls þrettán og þessi reitur er einn þeirra. Markmiðið er 10% samkvæmt aðalskipulagi og við horfum til meðaltals alls svæðisins,“ segir Ásdís. Mikilvægt að horfa á heildarsamhengi Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar höfnuðu samkomulaginu á fundi bæjarstjórnar og fordæmdu samkomulagið sem byggist á deiliskipulagi sem hafi ekki gengið í gildi. „Kaupréttur bæjarins á félagslegum íbúðum á markaðsverði er markleysa í ljósi þess að fyrir liggur að íbúðir á svæðinu verða mjög dýrar. Samningurinn felur í sér að öll áhætta liggur hjá Kópavogsbæ.“ Spurð út í þessi orð minnihlutans segir Ásdís: „Við leitumst við að kaupa félagslegar íbúðir á hagkvæmu verði. Varðandi þennan tiltekna reit þá mun tíminn leiða það í ljós og markaðurinn stýrir því. Þá á eftir að skipuleggja hluta af Kársnesinu og við munum að sjálfsögðu horfa til aðalskipulagsins og stefnu bæjarins. Mikilvægt er að horfa á heildarsamhengi svæðisins en ekki einstaka reiti.“ Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Þessi afstaða minnihlutans gengur gegn hagsmunum bæjarbúa og er með öllu óskiljanleg,“ segir í skriflegu svari Ásdísar við fyrirspurn Vísis um málið. Fyrr í dag greindi DV frá því að bæjaryfirvöld væru sökuð um að færa „einum ríkustu systkinum landsins lúxus-lóðir á silfurfati án útboðs.“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata sagði í samtali við fréttastofu að úthlutunin fari algjörlega á skjön við reglur um úthlutun lóða en fyrir liggur að lóðin var ekki auglýst fyrir úthlutun. Ásdís segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu. „Við töldum nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa fyrir auglýsingu til að tryggja þátttöku þeirra í kostnaði við innviðauppbyggingu á svæðinu en framundan er mikil uppbygging eins og til dæmis í kringum hafnarsvæðið. Með því samkomulagi sem nú liggur fyrir er tryggt að uppbyggingaraðili taki þátt í kostnaði við þá innviðauppbyggingu. Hér var því einfaldlega verið að standa vörð um hagsmuni bæjarbúa og ekkert annað,“ segir Ásdís. Þá segir hún minnihlutann slíta það úr samhengi, hvers vegna hluti svæðisins hafi verið úthlutað til Fjallasólar ehf. sem er í eigu Langasjávar ehf. Félagið er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna, sem kennd eru við Mata-veldið. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. „Það var nauðsynlegt vegna skörunar hluta bæjarlands og fasteigna í eigu félagsins. Þá fer Borgarlínan í gegnum reitinn og var hluti af lausninni. Við hins vegar fórum vel yfir forsendur og tryggt var að markaðsverð fékkst fyrir lóðirnar.“ Ásdís Kristjánsdóttir.Vísir Sökuð um að vinna gegn markmiðum bæjarins Meginreglan sé sú, segir Ásdís, að úthlutað sé eftir auglýsingu. „Það verður gert eins og til dæmis hvað aðrar lóðir varðar á svæðinu, í þessu tiltekna tilviki var það einfaldlega ógerlegt.“ Annað sem hefur sætt gagnrýni er að úthlutunin gangi gegn markmiði bæjarins um fjölbreytt húsnæði og kvöð um að tíu prósent íbúða á svæðinu verði ætlaðar fyrstu kaupendum, leigjendum, stúdentum og eða öldruðum. Sigurbjörg Erla segir að um sé að ræða uppbyggingu á „dýrum íbúðum fyrir ríkt fólk“. Ásdís segir að gætt hafi verið að fyrrgreindri kvöð. „Mikilvægt er að hafa í huga að aðalskipulag bæjarins á við um allt svæðið en reitirnir eru alls þrettán og þessi reitur er einn þeirra. Markmiðið er 10% samkvæmt aðalskipulagi og við horfum til meðaltals alls svæðisins,“ segir Ásdís. Mikilvægt að horfa á heildarsamhengi Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar höfnuðu samkomulaginu á fundi bæjarstjórnar og fordæmdu samkomulagið sem byggist á deiliskipulagi sem hafi ekki gengið í gildi. „Kaupréttur bæjarins á félagslegum íbúðum á markaðsverði er markleysa í ljósi þess að fyrir liggur að íbúðir á svæðinu verða mjög dýrar. Samningurinn felur í sér að öll áhætta liggur hjá Kópavogsbæ.“ Spurð út í þessi orð minnihlutans segir Ásdís: „Við leitumst við að kaupa félagslegar íbúðir á hagkvæmu verði. Varðandi þennan tiltekna reit þá mun tíminn leiða það í ljós og markaðurinn stýrir því. Þá á eftir að skipuleggja hluta af Kársnesinu og við munum að sjálfsögðu horfa til aðalskipulagsins og stefnu bæjarins. Mikilvægt er að horfa á heildarsamhengi svæðisins en ekki einstaka reiti.“
Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20