HK tók á móti Grindavík í Kórnum í kvöld. Fyrir leikinn var HK í þriðja sæti Lengjudeildarinnar, með jafn mörg stig og Fylkir.
Það var aldrei spurning hvar sigurinn í kvöld myndi enda. Grindavík hélt í við HK fyrsta hálftímann en þó var HK 3-0 yfir í hálfleik. Emma Sól Aradóttir skoraði á 33. mínútu og Brookelyn Entz bætti tveimur mörkum við fyrir hálfleik.
Í síðari hálfleik hélst staðan 3-0 lengi vel en tvö mörk frá Örnu Sól Sævarsdóttur og Guðmundu Brynju Óladóttur tryggðu HK 5-0 sigur.
HK fer upp í annað sætið eftir sigurinn. Liðið er með 32 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Víkings og þremur stigum á undan Fylki. HK hefur leikið sextán leiki, Víkingur fimmtán en Fylkir fjórtán. Fylkir spilar á morgun gegn Fram og getur þá náð öðru sætinu á nýjan leik.
Grindavík er um miðja deild og siglir fremur lygnan sjó.
Í Mosfellsbænum vann Afturelding 3-1 sigur á Augnabliki sem þegar er fallið úr deildinni. Díana Ásta Guðmundsdóttir kom Augnabliki í 1-0 en Alexandra Emilsdóttir jafnaði metin fyrir gestina undir lok fyrri hálfleiks.
Í síðari hálfleik tryggðu svo þær Sigrún Eva Sigurðardóttir og Meghan Root Aftureldingu 3-1 sigur. Afturelding er í 5. sæti deildarinnar, með jafn mörg stig en Grótta sem er með betri markatölu og hefur leikið einum leik færra. Augnablik er neðst í deildinni og þegar fallið.