Verðtrygging er ástæðan fyrir þrálátri verðbólgu í íslenska hagkerfinu Jón Frímann Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 10:00 Ég ætla ekki að skrifa flókna og langa grein um þetta mál. Enda engin þörf á því. Ástæðan fyrir því að íslendingar eru alltaf að eiga við langtíma verðbólgu og hagkerfi sem er stöðugt í vandræðum er vegna þess að stór hluti íslenska lána, bæði til húsnæðis og annara hluta (lán til sveitarfélaga, fyrirtækja, námslán) eru verðtryggð. Verðtryggð lán eru léleg lán. Þetta eru lán sem engin í raun nær að borga niður vegna þess að þau hækka stöðugt í samræmi við verðbólgu og eftir því hveru hratt íslenska krónan rýrnar á hverjum tíma. Það sem húsnæðislán og síðan lán eru almennt er framleiðsla á pening. Þegar lán eru greidd upp, þá er sá peningur sem var búinn til eytt úr hagkerfinu. Vextir eru síðan hagnaðurinn af láninu og helst í hagkerfinu. Þannig er hægt að skapa jafnvægi í þessu öllu saman án þess að velta öllu hagkerfinu um koll og gera fyrirtæki, sveitarfélög og stóran hluta almennings gjaldþrota í kjölfarið. Af þessum ástæðum þá hafa aðgerðir Seðlabanka Evrópu virkað svona ljómandi vel án þess að setja stóran hluta almenninga á evru svæðinu í stórfelld vandræði vegna vaxtahækkana og þá eru vextir á húsnæðislánum ennþá mjög sæmilegir þar. Þetta er ekki saga á Íslandi. Þar sem sökinni er skellt á allt og alla nema verðtrygginguna sem er stóra vandamálið hérna. Verðtryggingin er einnig að valda því að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru mjög háir. Þegar vextir á verðtryggðum húsnæðislánum eru langt undir stýrivöxtum, þá er af þessum lánum talsvert tap og hefur alltaf verið í skamman tíma. Í dag (samkvæmt vefsíðu Landsbankans) þá eru verðtryggð húsnæðislán með 2,85% vexti á meðan óverðtryggð húsnæðislán eru með 10,25% vexti. Þetta er vaxtamunur upp á 7,40%. Það er því einstaklega snargalið að Seðlabanki Íslands skuli vera að hvetja fólk til þess að fara í verðtryggð lán í þessu ástandi sem Seðlabanki Íslands sjálfur bjó til með þessum ákvörðunum sínum og vaxtahækkunum. Seðlabanki Íslands ætti að fylgja vöxtum Seðlabanka Evrópu með vikur mörkum upp á 0,25% til 0,50% og aldrei meira en það. Ef íslendingar vilja stöðugan efnahag. Þá er fyrsta og stærsta skrefið að losna við verðtrygginguna úr hagkerfinu hjá almenningi. Úr húsnæðislánum, lánum til fyrirtækja og sveitarfélaga og annara. Seinna skrefið er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Íslenska krónan verður aldrei mjög stöðugur gjaldmiðill, þó svo að hægt sé að bæta stöðuna með skynsamlegum aðgerðum. Fólk sem tekur húsnæðislán ætti einnig að athuga að „jafnar afborganir“ og „jafnar greiðslur“ eru ekki það sama. Í „jöfnum afborgunum“ er greiðslan á láninu alltaf föst auk vaxta en í „jafnar greiðslur“ er fyrst byrjað á því að greiða vexti og þá er á sama tíma greitt lágmark inn á höfuðstól lánsins. Lán sem er greitt með „jafnar greiðslur“ greiðist niður hraðar en lán sem er í „jafnar greiðslur“ kerfinu. Þetta er hægt að sjá á vefsíðum bankana í reiknivélum sem þar eru. Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um einföld kerfi eins og hagkerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að skrifa flókna og langa grein um þetta mál. Enda engin þörf á því. Ástæðan fyrir því að íslendingar eru alltaf að eiga við langtíma verðbólgu og hagkerfi sem er stöðugt í vandræðum er vegna þess að stór hluti íslenska lána, bæði til húsnæðis og annara hluta (lán til sveitarfélaga, fyrirtækja, námslán) eru verðtryggð. Verðtryggð lán eru léleg lán. Þetta eru lán sem engin í raun nær að borga niður vegna þess að þau hækka stöðugt í samræmi við verðbólgu og eftir því hveru hratt íslenska krónan rýrnar á hverjum tíma. Það sem húsnæðislán og síðan lán eru almennt er framleiðsla á pening. Þegar lán eru greidd upp, þá er sá peningur sem var búinn til eytt úr hagkerfinu. Vextir eru síðan hagnaðurinn af láninu og helst í hagkerfinu. Þannig er hægt að skapa jafnvægi í þessu öllu saman án þess að velta öllu hagkerfinu um koll og gera fyrirtæki, sveitarfélög og stóran hluta almennings gjaldþrota í kjölfarið. Af þessum ástæðum þá hafa aðgerðir Seðlabanka Evrópu virkað svona ljómandi vel án þess að setja stóran hluta almenninga á evru svæðinu í stórfelld vandræði vegna vaxtahækkana og þá eru vextir á húsnæðislánum ennþá mjög sæmilegir þar. Þetta er ekki saga á Íslandi. Þar sem sökinni er skellt á allt og alla nema verðtrygginguna sem er stóra vandamálið hérna. Verðtryggingin er einnig að valda því að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru mjög háir. Þegar vextir á verðtryggðum húsnæðislánum eru langt undir stýrivöxtum, þá er af þessum lánum talsvert tap og hefur alltaf verið í skamman tíma. Í dag (samkvæmt vefsíðu Landsbankans) þá eru verðtryggð húsnæðislán með 2,85% vexti á meðan óverðtryggð húsnæðislán eru með 10,25% vexti. Þetta er vaxtamunur upp á 7,40%. Það er því einstaklega snargalið að Seðlabanki Íslands skuli vera að hvetja fólk til þess að fara í verðtryggð lán í þessu ástandi sem Seðlabanki Íslands sjálfur bjó til með þessum ákvörðunum sínum og vaxtahækkunum. Seðlabanki Íslands ætti að fylgja vöxtum Seðlabanka Evrópu með vikur mörkum upp á 0,25% til 0,50% og aldrei meira en það. Ef íslendingar vilja stöðugan efnahag. Þá er fyrsta og stærsta skrefið að losna við verðtrygginguna úr hagkerfinu hjá almenningi. Úr húsnæðislánum, lánum til fyrirtækja og sveitarfélaga og annara. Seinna skrefið er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Íslenska krónan verður aldrei mjög stöðugur gjaldmiðill, þó svo að hægt sé að bæta stöðuna með skynsamlegum aðgerðum. Fólk sem tekur húsnæðislán ætti einnig að athuga að „jafnar afborganir“ og „jafnar greiðslur“ eru ekki það sama. Í „jöfnum afborgunum“ er greiðslan á láninu alltaf föst auk vaxta en í „jafnar greiðslur“ er fyrst byrjað á því að greiða vexti og þá er á sama tíma greitt lágmark inn á höfuðstól lánsins. Lán sem er greitt með „jafnar greiðslur“ greiðist niður hraðar en lán sem er í „jafnar greiðslur“ kerfinu. Þetta er hægt að sjá á vefsíðum bankana í reiknivélum sem þar eru. Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um einföld kerfi eins og hagkerfi.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun