Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 08:06 Heineken verður ekki settur á flöskur framar í Rússlandi. LEX VAN LIESHOUT/EPA Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. Heineken tilkynnti í fyrra að fyrirtækið hefði hætt sölu Heineken bjórsins í Rússlandi og myndi hætta allri framleiðslu í landinu. Nú hefur það tilkynnt að kaupandi hafi fundist að allri starfseminni í Rússlandi, sem telur sjö brugghús og 1.800 starfsmenn. Kaupandinn Arnest, stór framleiðandi á sviði úðabrúsa, greiðir aðeins eina evru fyrir. Heineken gerir ráð fyrir því að heildartap af því að hætta framleiðslu í Rússlandi sé um 300 milljónir evra. „Nú höfum við klárað brottför okkar frá Rússlandi. Nýjustu vendingar sýna fram á þær veigamiklu áskoranir sem mæta stórum framleiðslufyrirtækjum sem yfirgefa landið. Þó að ferlið hafi tekið mun lengri tíma en við höfðum gert ráð fyrir, þá tryggja þessi viðskipti lífsviðurværi starfsmanna okkar og gerir okkur kleift að yfirgefa landið á ábyrgan máta,“ er haft eftir Dolf van den Brink, framkvæmdarstjóra og stjórnarformanni Heineken. Arnest hefur skuldbundið sig til þess að veita öllum starfsmönnunum 1.800 atvinnu til þriggja ára hið minnsta. Hluti starfseminnar keyptur af Íslendingum Starfsemi Heineken í Rússlandi hefur áður ratað í fréttir hér á landi. Árið 2002 keypti Heineken bruggverksmiðjuna Bravo í Sankti Pétursborg af þeim Björgólfi Guðmundssyni, Björgólfi Thor, syni hans, og Magnúsi Þorsteinssyni. Kaupverðið var um 41 milljarður króna, sem á núvirði eru um 110 milljarðar. Mennirnir þrír högnuðust gríðarlega á sölunni og byggðu mikið viðskiptaveldi á gróðanum. Björgólfsfeðgar eignuðust meðal annars stóran hluta Landsbankans skömmu eftir söluna og Magnús flugfélagið Atlanta, ásamt hópi fjárfesta. Björgólfur Thor er enn ríkasti Íslendingurinn. Innrás Rússa í Úkraínu Áfengi og tóbak Rússland Tengdar fréttir Rússneska mafían fjármagni útrás? Er það rússneska mafían sem fjármagnar útrás íslenskra kaupahéðna? Því er velt upp í hinu virta, breska dagblaði Guardian í dag. Árangur sumra Íslendinga í samkeppni við mafíuna þykir undraverður. 16. júní 2005 00:01 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Heineken tilkynnti í fyrra að fyrirtækið hefði hætt sölu Heineken bjórsins í Rússlandi og myndi hætta allri framleiðslu í landinu. Nú hefur það tilkynnt að kaupandi hafi fundist að allri starfseminni í Rússlandi, sem telur sjö brugghús og 1.800 starfsmenn. Kaupandinn Arnest, stór framleiðandi á sviði úðabrúsa, greiðir aðeins eina evru fyrir. Heineken gerir ráð fyrir því að heildartap af því að hætta framleiðslu í Rússlandi sé um 300 milljónir evra. „Nú höfum við klárað brottför okkar frá Rússlandi. Nýjustu vendingar sýna fram á þær veigamiklu áskoranir sem mæta stórum framleiðslufyrirtækjum sem yfirgefa landið. Þó að ferlið hafi tekið mun lengri tíma en við höfðum gert ráð fyrir, þá tryggja þessi viðskipti lífsviðurværi starfsmanna okkar og gerir okkur kleift að yfirgefa landið á ábyrgan máta,“ er haft eftir Dolf van den Brink, framkvæmdarstjóra og stjórnarformanni Heineken. Arnest hefur skuldbundið sig til þess að veita öllum starfsmönnunum 1.800 atvinnu til þriggja ára hið minnsta. Hluti starfseminnar keyptur af Íslendingum Starfsemi Heineken í Rússlandi hefur áður ratað í fréttir hér á landi. Árið 2002 keypti Heineken bruggverksmiðjuna Bravo í Sankti Pétursborg af þeim Björgólfi Guðmundssyni, Björgólfi Thor, syni hans, og Magnúsi Þorsteinssyni. Kaupverðið var um 41 milljarður króna, sem á núvirði eru um 110 milljarðar. Mennirnir þrír högnuðust gríðarlega á sölunni og byggðu mikið viðskiptaveldi á gróðanum. Björgólfsfeðgar eignuðust meðal annars stóran hluta Landsbankans skömmu eftir söluna og Magnús flugfélagið Atlanta, ásamt hópi fjárfesta. Björgólfur Thor er enn ríkasti Íslendingurinn.
Innrás Rússa í Úkraínu Áfengi og tóbak Rússland Tengdar fréttir Rússneska mafían fjármagni útrás? Er það rússneska mafían sem fjármagnar útrás íslenskra kaupahéðna? Því er velt upp í hinu virta, breska dagblaði Guardian í dag. Árangur sumra Íslendinga í samkeppni við mafíuna þykir undraverður. 16. júní 2005 00:01 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rússneska mafían fjármagni útrás? Er það rússneska mafían sem fjármagnar útrás íslenskra kaupahéðna? Því er velt upp í hinu virta, breska dagblaði Guardian í dag. Árangur sumra Íslendinga í samkeppni við mafíuna þykir undraverður. 16. júní 2005 00:01