Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 08:06 Heineken verður ekki settur á flöskur framar í Rússlandi. LEX VAN LIESHOUT/EPA Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. Heineken tilkynnti í fyrra að fyrirtækið hefði hætt sölu Heineken bjórsins í Rússlandi og myndi hætta allri framleiðslu í landinu. Nú hefur það tilkynnt að kaupandi hafi fundist að allri starfseminni í Rússlandi, sem telur sjö brugghús og 1.800 starfsmenn. Kaupandinn Arnest, stór framleiðandi á sviði úðabrúsa, greiðir aðeins eina evru fyrir. Heineken gerir ráð fyrir því að heildartap af því að hætta framleiðslu í Rússlandi sé um 300 milljónir evra. „Nú höfum við klárað brottför okkar frá Rússlandi. Nýjustu vendingar sýna fram á þær veigamiklu áskoranir sem mæta stórum framleiðslufyrirtækjum sem yfirgefa landið. Þó að ferlið hafi tekið mun lengri tíma en við höfðum gert ráð fyrir, þá tryggja þessi viðskipti lífsviðurværi starfsmanna okkar og gerir okkur kleift að yfirgefa landið á ábyrgan máta,“ er haft eftir Dolf van den Brink, framkvæmdarstjóra og stjórnarformanni Heineken. Arnest hefur skuldbundið sig til þess að veita öllum starfsmönnunum 1.800 atvinnu til þriggja ára hið minnsta. Hluti starfseminnar keyptur af Íslendingum Starfsemi Heineken í Rússlandi hefur áður ratað í fréttir hér á landi. Árið 2002 keypti Heineken bruggverksmiðjuna Bravo í Sankti Pétursborg af þeim Björgólfi Guðmundssyni, Björgólfi Thor, syni hans, og Magnúsi Þorsteinssyni. Kaupverðið var um 41 milljarður króna, sem á núvirði eru um 110 milljarðar. Mennirnir þrír högnuðust gríðarlega á sölunni og byggðu mikið viðskiptaveldi á gróðanum. Björgólfsfeðgar eignuðust meðal annars stóran hluta Landsbankans skömmu eftir söluna og Magnús flugfélagið Atlanta, ásamt hópi fjárfesta. Björgólfur Thor er enn ríkasti Íslendingurinn. Innrás Rússa í Úkraínu Áfengi og tóbak Rússland Tengdar fréttir Rússneska mafían fjármagni útrás? Er það rússneska mafían sem fjármagnar útrás íslenskra kaupahéðna? Því er velt upp í hinu virta, breska dagblaði Guardian í dag. Árangur sumra Íslendinga í samkeppni við mafíuna þykir undraverður. 16. júní 2005 00:01 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heineken tilkynnti í fyrra að fyrirtækið hefði hætt sölu Heineken bjórsins í Rússlandi og myndi hætta allri framleiðslu í landinu. Nú hefur það tilkynnt að kaupandi hafi fundist að allri starfseminni í Rússlandi, sem telur sjö brugghús og 1.800 starfsmenn. Kaupandinn Arnest, stór framleiðandi á sviði úðabrúsa, greiðir aðeins eina evru fyrir. Heineken gerir ráð fyrir því að heildartap af því að hætta framleiðslu í Rússlandi sé um 300 milljónir evra. „Nú höfum við klárað brottför okkar frá Rússlandi. Nýjustu vendingar sýna fram á þær veigamiklu áskoranir sem mæta stórum framleiðslufyrirtækjum sem yfirgefa landið. Þó að ferlið hafi tekið mun lengri tíma en við höfðum gert ráð fyrir, þá tryggja þessi viðskipti lífsviðurværi starfsmanna okkar og gerir okkur kleift að yfirgefa landið á ábyrgan máta,“ er haft eftir Dolf van den Brink, framkvæmdarstjóra og stjórnarformanni Heineken. Arnest hefur skuldbundið sig til þess að veita öllum starfsmönnunum 1.800 atvinnu til þriggja ára hið minnsta. Hluti starfseminnar keyptur af Íslendingum Starfsemi Heineken í Rússlandi hefur áður ratað í fréttir hér á landi. Árið 2002 keypti Heineken bruggverksmiðjuna Bravo í Sankti Pétursborg af þeim Björgólfi Guðmundssyni, Björgólfi Thor, syni hans, og Magnúsi Þorsteinssyni. Kaupverðið var um 41 milljarður króna, sem á núvirði eru um 110 milljarðar. Mennirnir þrír högnuðust gríðarlega á sölunni og byggðu mikið viðskiptaveldi á gróðanum. Björgólfsfeðgar eignuðust meðal annars stóran hluta Landsbankans skömmu eftir söluna og Magnús flugfélagið Atlanta, ásamt hópi fjárfesta. Björgólfur Thor er enn ríkasti Íslendingurinn.
Innrás Rússa í Úkraínu Áfengi og tóbak Rússland Tengdar fréttir Rússneska mafían fjármagni útrás? Er það rússneska mafían sem fjármagnar útrás íslenskra kaupahéðna? Því er velt upp í hinu virta, breska dagblaði Guardian í dag. Árangur sumra Íslendinga í samkeppni við mafíuna þykir undraverður. 16. júní 2005 00:01 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rússneska mafían fjármagni útrás? Er það rússneska mafían sem fjármagnar útrás íslenskra kaupahéðna? Því er velt upp í hinu virta, breska dagblaði Guardian í dag. Árangur sumra Íslendinga í samkeppni við mafíuna þykir undraverður. 16. júní 2005 00:01