Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM fyrr í dag en hljómsveitin sendi frá sér tvö lög fyrr í ágúst sem eru eins konar ástarbréf til hins íslenska sumars.
„Ég samdi Andalúsíu á kassagítar og var að reyna að færa í stílinn þessa ævarandi leit okkar að réttu stemningunni,“ segir Jónfrí um lagið. „Við fundum svo frekar fljótt á hljómsveitaræfingum að við yrðum að klæða lagið í einhverskonar 70’s diskóbúning.“
Hér má hlusta á JónFrí á streymisveitunni Spotify.

Strákabandið Iceguys er mætt í fyrsta sæti Íslenska listans á FM með lagið Rúlletta en lagið þeirra Krumla stökk sömuleiðis upp í fjórða sæti listans. Herra Hnetusmjör situr í öðru sæti með lagið sitt All In og Patrik og Luigi fylgja fast á eftir í þriðja sæti með lagið Skína.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: