Danir banna brennslu trúar- og helgirita Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. ágúst 2023 10:34 Mótmælendur í Beirút í Líbanon brenna fána Svíþjóðar og Hollands vegna Kóran-brenna í ríkjunum. AP/Hassan Ammar Stjórnvöld í Danmörku hyggjast banna brennur trúar- og helgirita á opinberum stöðum, það er að segja á almannafæri. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra brenna fyrir utan erlend sendiráð nú í sumar. Frá þessu greindu utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen, dómsmálaráðherrann Peter Hummelgaard og efnahagsmálaráðherrann Jakob Ellemann-Jensen á blaðamannafundi í morgun. Þeir sögðu brennslu trúarrita tilgangslausa lítilsvirðingu og að koma þyrfti í veg fyrir slíka gjörninga. Hummelgaard sagði að lögin myndu fela í sér bann gegn því að höndla trúarlega mikilvæg rit eða muni með ótilhlýðilegum hætti. Það verður til að mynda ólöglegt að brenna Kóraninn, Biblíuna og Tóruna; trúarrit gyðinga. Þeir sem brjóta gegn lögunum munu eiga yfir höfði sér sekt eða allt að tveggja ára fangelsi. Hummelgaard vildi ekki fara nánar út í það hvað myndi flokkast til vanvirðingar á trúarlegum munum en sagði það myndu skýrast í meðförum dómstóla. Hann sagði lögunum ekki beint gegn tjáningarfrelsinu, heldur snérist málið um það hvernig skoðanir væru tjáðar. Jensen sagði tjáningarfrelsið enn hornstein lýðræðisins í Danmörku. Rasmussen sagði mikilvæg skilaboð felast í lögunum og benti á að hryðjuverkaógnin í landinu hefði stigmagnast í kjölfar Kóran-brenna. Áður hefur verið greint frá hótunum al-Kaída gegn Dönum og Svíum og auknum viðbúnaði í Svíþjóð. Danmörk Trúmál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Frá þessu greindu utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen, dómsmálaráðherrann Peter Hummelgaard og efnahagsmálaráðherrann Jakob Ellemann-Jensen á blaðamannafundi í morgun. Þeir sögðu brennslu trúarrita tilgangslausa lítilsvirðingu og að koma þyrfti í veg fyrir slíka gjörninga. Hummelgaard sagði að lögin myndu fela í sér bann gegn því að höndla trúarlega mikilvæg rit eða muni með ótilhlýðilegum hætti. Það verður til að mynda ólöglegt að brenna Kóraninn, Biblíuna og Tóruna; trúarrit gyðinga. Þeir sem brjóta gegn lögunum munu eiga yfir höfði sér sekt eða allt að tveggja ára fangelsi. Hummelgaard vildi ekki fara nánar út í það hvað myndi flokkast til vanvirðingar á trúarlegum munum en sagði það myndu skýrast í meðförum dómstóla. Hann sagði lögunum ekki beint gegn tjáningarfrelsinu, heldur snérist málið um það hvernig skoðanir væru tjáðar. Jensen sagði tjáningarfrelsið enn hornstein lýðræðisins í Danmörku. Rasmussen sagði mikilvæg skilaboð felast í lögunum og benti á að hryðjuverkaógnin í landinu hefði stigmagnast í kjölfar Kóran-brenna. Áður hefur verið greint frá hótunum al-Kaída gegn Dönum og Svíum og auknum viðbúnaði í Svíþjóð.
Danmörk Trúmál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira