Keppa um bikar sem hefur farið oftar en einu sinni til Asíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 15:31 Ragnhildur Kristinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrra en hér má sjá þessa glæsilegu bikara. Keilir Keppnin um Hvaleyrarbikarinn í golfi hófst í dag og klárast um helgina en mótið er það næstsíðasta á stigamótaröð GSÍ á þessu ári og því er mikil spenna um stigameistaratitlana. Kylfingarnir leika samtals 54 holur í dag, á morgun og sunnudag eða átján holur á dag. Keppnin um Hvaleyrarbikarinn var endurvakin árið 2017 en undanfarin ár hefur mótið verið haldið í júlí eða áður en Íslandsmótið fer fram. Mótið er sterkt þótt nokkrir íslenskir afrekskylfingar séu erlendis við störf ef þannig má að orði komast. Nýbakaður Íslandsmeistari Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja er til að mynda á meðal keppenda. Íslandsmeistari kvenna Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er erlendis en hún kann vel við sig á Hvaleyrinni og hefur unnið bikarinn þrívegis á síðustu fjórum árum. Hún sigraði í fyrra og Guðmundur Ágúst Kristjánsson sigraði í karlaflokki. Mótshaldarar hjá Golfklúbbnum Keili leggja mikla áherslu á að umgjörð Hvaleyrarbikarsins sé eins og best verður á kostið og aðbúnaður keppenda sé góður. Öllum keppendum er boðið í morgunmat fyrir alla keppnisdagana sem dæmi og að mótinu loknu verður einnig boðið upp á veitingar. Keppt er um Hvaleyrarbikarinn og á verðlaunagripurinn sér nokkra sögu. Hann er einn af elstu bikurunum í safninu hjá golfklúbbnum Keili. Toyota umboðið gaf bikarinn árið 1979 eða tólf árum eftir að klúbburinn var stofnaður. Þá var keppt um bikarinn á opnu móti hjá Keili sem var haldið var í nokkur ár. Bikarinn er veglegur og fremur óvenjulegur í útliti. Var hann hannaður og sérsmíðaður í listgallerí í Japan á sínum tíma. Þegar stigamótinu Hvaleyrarbikarnum var komið á fót árið 2016 þurfti að búa til annað eintak enda keppt í tveimur flokkum í Hvaleyrarbikarnum. Keilisfólk sendi þá bikarinn til Kína með það fyrir augum að búa til eftirlíkingu en Kínverjarnir, sem ætluðu að taka verkið að sér, treystu sér ekki til þess. Höfðu Keilismenn þá upp á listagalleríinu í Japan og var þar smíðaður annar bikar sem gefinn var af Icewear. Þá þurfti raunar einnig að gera lítillega við bikarinn sem hafði skemmst á heimleiðinni frá Japan. Bikarinn hefur því farið nokkrar ferðir á milli Íslands og Asíu. Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Kylfingarnir leika samtals 54 holur í dag, á morgun og sunnudag eða átján holur á dag. Keppnin um Hvaleyrarbikarinn var endurvakin árið 2017 en undanfarin ár hefur mótið verið haldið í júlí eða áður en Íslandsmótið fer fram. Mótið er sterkt þótt nokkrir íslenskir afrekskylfingar séu erlendis við störf ef þannig má að orði komast. Nýbakaður Íslandsmeistari Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja er til að mynda á meðal keppenda. Íslandsmeistari kvenna Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er erlendis en hún kann vel við sig á Hvaleyrinni og hefur unnið bikarinn þrívegis á síðustu fjórum árum. Hún sigraði í fyrra og Guðmundur Ágúst Kristjánsson sigraði í karlaflokki. Mótshaldarar hjá Golfklúbbnum Keili leggja mikla áherslu á að umgjörð Hvaleyrarbikarsins sé eins og best verður á kostið og aðbúnaður keppenda sé góður. Öllum keppendum er boðið í morgunmat fyrir alla keppnisdagana sem dæmi og að mótinu loknu verður einnig boðið upp á veitingar. Keppt er um Hvaleyrarbikarinn og á verðlaunagripurinn sér nokkra sögu. Hann er einn af elstu bikurunum í safninu hjá golfklúbbnum Keili. Toyota umboðið gaf bikarinn árið 1979 eða tólf árum eftir að klúbburinn var stofnaður. Þá var keppt um bikarinn á opnu móti hjá Keili sem var haldið var í nokkur ár. Bikarinn er veglegur og fremur óvenjulegur í útliti. Var hann hannaður og sérsmíðaður í listgallerí í Japan á sínum tíma. Þegar stigamótinu Hvaleyrarbikarnum var komið á fót árið 2016 þurfti að búa til annað eintak enda keppt í tveimur flokkum í Hvaleyrarbikarnum. Keilisfólk sendi þá bikarinn til Kína með það fyrir augum að búa til eftirlíkingu en Kínverjarnir, sem ætluðu að taka verkið að sér, treystu sér ekki til þess. Höfðu Keilismenn þá upp á listagalleríinu í Japan og var þar smíðaður annar bikar sem gefinn var af Icewear. Þá þurfti raunar einnig að gera lítillega við bikarinn sem hafði skemmst á heimleiðinni frá Japan. Bikarinn hefur því farið nokkrar ferðir á milli Íslands og Asíu.
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira