Þetta staðfestir Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi sem fer fyrir rannsókn brunans, í samtali við Vísi. Hann segir að málið sé, sem betur fer, ekki rannsakað sem sakamál.
Þá segir hann að eldurinn hafi komið upp í iðnaðarbili, ekki einni af íbúðum þeirra þrettán íbúa sem bjuggu í húsinu í óleyfisbúsetu.
Helgi segir að það eigi eftir að taka skýrslur af eigendum og íbúum en það verði gert eftir helgi. Þá muni líklega koma skýrari mynd af atvikum.