Arsenal tapaði dýrmætum stigum

Declan Rice í baráttunni gegn Fulham í dag.
Declan Rice í baráttunni gegn Fulham í dag. Vísir/Getty

Arsenal tapaði tveimur stigum á heimavelli þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Fulham í dag. Arsenal lenti undir snemma leiks en missti síðan niður eigin forystu í síðari hálfleiknum.

Það blés ekki byrlega fyrir heimamönnum í upphafi leiks á Emirates-leikvanginum í dag. Andreas Pereira kom gestunum úr Fulham yfir strax á fyrstu mínútu leiksins eftir mistök Bukayo Saka.

Fyrir leikinn í dag var Arsenal búið að vinna sigur í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni en búist er við liðinu í toppbaráttunni á tímabilinu. Staðan í hálfleik í dag var 1-0 Fulham í vil.

Í síðari hálfleiknum tókst Arsenal hins vegar að snúa leiknum sér í vil á tveggja mínútna kafla. Bukayo Saka jafnaði metin á 70. mínútu og Eddie Nketiah kom Arsenal síðan yfir tveimur mínútum síðar.

Þegar allt stefndi í sigur Arsenal náði Joao Palinha hins vegar að jafna metin fyrir Fulham þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Harrison Reed.

Bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið. Adama Traore komst í gott færi í uppbótartíma og þá komst Fabio Vieira nálægt því að skora á síðustu sekúndunum en Bernd Leno varði í marki gestanna. Vieira kom inn af hálfleik hjá Arsenal og átti þátt í báðum mörkum liðsins.

Lokatölur 2-2 og leikmenn Arsenal gengu svekktir af velli í Lundúnaslagnum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira