United björguðu sér frá niðurlægingu á heimavelli 26. ágúst 2023 16:05 Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United fagnar marki sínu í dag sem tryggði United sigurinn. Vísir/Getty Manchester United tapaði á móti Tottenham í síðasta leik og marði sigur á Wolves í fyrstu umferð. Það var því pressa á heimamönnum að sýna eitthvað á móti Forest á Old Trafford í dag en gestirnir fengu sannkallaða draumabyrjun. Eftir aðeins fjögurra mínútna leik var staðan orðin 0-2 gestunum í vil. Skrýtnar ákvarðanir varnarlega færðu Forest mörkin á silfurfati og virtist stefna í algjöra niðurlægingu Manchester United á heimavelli. En leikmenn United sýndu mikla yfirvegun og baráttuþrek og unnu sig hratt og örugglega inn í leikinn á ný og Christian Eriksen minnkaði muninn í 1-2 áður en flautað var til hálfleiks. Heimamenn voru miklu sterkara liðið á vellinum í seinni hálfleik og tóku öll völd á honum. Casemiro jafnaði leikinn með skallmarki á 52. mínútu eftir góðan undirbúning frá Bruno Fernandes sem tryggði United öll stigin með marki úr vítaspyrnu á 76. mínútu. Fimm mínútum áður hafði fyrirliði Forest, Joe Worrall, fengið að líta rauða spjaldið þegar hann tók títtnefndan Bruno Fernandes niður þegar hann var að sleppa einn í gegn. Stuðningsmenn United geta því varpað öndina ögn léttar en margir þeirra voru eflaust farnir að örvænta í upphafi leiks í dag. Enski boltinn
Manchester United tapaði á móti Tottenham í síðasta leik og marði sigur á Wolves í fyrstu umferð. Það var því pressa á heimamönnum að sýna eitthvað á móti Forest á Old Trafford í dag en gestirnir fengu sannkallaða draumabyrjun. Eftir aðeins fjögurra mínútna leik var staðan orðin 0-2 gestunum í vil. Skrýtnar ákvarðanir varnarlega færðu Forest mörkin á silfurfati og virtist stefna í algjöra niðurlægingu Manchester United á heimavelli. En leikmenn United sýndu mikla yfirvegun og baráttuþrek og unnu sig hratt og örugglega inn í leikinn á ný og Christian Eriksen minnkaði muninn í 1-2 áður en flautað var til hálfleiks. Heimamenn voru miklu sterkara liðið á vellinum í seinni hálfleik og tóku öll völd á honum. Casemiro jafnaði leikinn með skallmarki á 52. mínútu eftir góðan undirbúning frá Bruno Fernandes sem tryggði United öll stigin með marki úr vítaspyrnu á 76. mínútu. Fimm mínútum áður hafði fyrirliði Forest, Joe Worrall, fengið að líta rauða spjaldið þegar hann tók títtnefndan Bruno Fernandes niður þegar hann var að sleppa einn í gegn. Stuðningsmenn United geta því varpað öndina ögn léttar en margir þeirra voru eflaust farnir að örvænta í upphafi leiks í dag.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti