Þetta segir í tilkynningu á vef sveitarstjórnar Bolungarvíkur.
Í staðinn verður hægt að sækja og senda pakka í póstbox við Krambúðina í Bolungarvík. Sendingar sem komast ekki í póstbox verða sóttar af póstbílnum sem verður á ferðinni alla virka daga milli klukkan 10:30 og 11:30. Hægt er að óska eftir þeirri þjónustu með síma eða nepósti.
Þá er pósthúsið á Ísafirði opið virka daga frá 10 til 16.
Þá kemur fram að bréfum verði dreift tvisvar í viku, frímerkjasala sé í Bjarnabúð og póstkassi við Aðalstræti 14. Hvað varðar landpóst verður dreifing bréfa og pakka tvo daga í viku í nærliggjandi sveitir.
Pósturinn búinn að loka fjölda pósthúsa
Pósturinn hefur á undanförnum ári lokað fjölda pósthúsa víða um land. Í september 2022 var greint frá því að Pósturinn hygðist loka pósthúsum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri. Þá var greint frá því í febrúar síðastliðnum að pósthúsunum í Mjódd og í Ólafsvík yrði lokað.
Samhliða þeim lokunum var sagt að verið væri að gera breytingar á samstarfssamningum Póstsins við aðila á nokkrum stöðum á landinu. Póstafgreiðslu í Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, Laugar og Reykjahlíð yrði þá sömuleiðis lokað.
Forstjóri Póstsins, Þórhildur Helga Ólafsdóttir, sagði þá að breytingarnar væru í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda.