Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2023 19:16 Vladímír Pútín hefur skipað öllum starfsmönnum Wagner-hópsins sem og öðrum málaliðum að sverja hollustueið. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. Pútín skrifaði undir tilskipunina í gær, tveimur dögum eftir að Jevgení Prígósjín, leiðtogi Wagner-hópsins, lést í flugslysi. Tilskipunin nær til allra þeirra sem taka þátt í hernaðaraðgerðum í Úkraínu, þeirra sem aðstoða rússneska herinn og þeirra sem vinna við varnarmál segir í frétt BBC. Pútín vill herða takið á Wagner Sérfræðingar telja að tilskipun Pútín sé hluti af áætlunum hans um að endurheimta vald sitt eftir uppreisn Wagner-hópsins í júní. „Pútín vill hafa þétt tak á Wagner til að tryggja það að hann lendi ekki í annarri krísu í framtíðinni,“ sagði Natia Seskuria, sérfræðingur hjá bresku hugveitunni RUSI, við BBC. Seskuria telur að þó tilskipunin muni hafa skammtímaáhrif þá muni dyggir stuðningsmenn Prígósjín ekki sverja eiðinn. Tilskipunin gæti því skapað vandræði fyrir Pútín síðar meir. Með því að sverja eiðinn lofa eiðsvarar því að fylgja öllum skipunum yfirmanna. Það sé gert til að byggja upp andlegan og siðferðilegan grunn varnar Rússa. Nokkrum vikum áður en Wagner gerði uppreisn í júní gaf rússneska varnarmálaráðuneytið málaliðahópum frest til 1. júlí til að skrifa undir samninga við herinn. Prígósjín neitaði þá að skrifa undir þar sem hann vildi ekki að Wagner heyrði undir ráðuneytið. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Pútín skrifaði undir tilskipunina í gær, tveimur dögum eftir að Jevgení Prígósjín, leiðtogi Wagner-hópsins, lést í flugslysi. Tilskipunin nær til allra þeirra sem taka þátt í hernaðaraðgerðum í Úkraínu, þeirra sem aðstoða rússneska herinn og þeirra sem vinna við varnarmál segir í frétt BBC. Pútín vill herða takið á Wagner Sérfræðingar telja að tilskipun Pútín sé hluti af áætlunum hans um að endurheimta vald sitt eftir uppreisn Wagner-hópsins í júní. „Pútín vill hafa þétt tak á Wagner til að tryggja það að hann lendi ekki í annarri krísu í framtíðinni,“ sagði Natia Seskuria, sérfræðingur hjá bresku hugveitunni RUSI, við BBC. Seskuria telur að þó tilskipunin muni hafa skammtímaáhrif þá muni dyggir stuðningsmenn Prígósjín ekki sverja eiðinn. Tilskipunin gæti því skapað vandræði fyrir Pútín síðar meir. Með því að sverja eiðinn lofa eiðsvarar því að fylgja öllum skipunum yfirmanna. Það sé gert til að byggja upp andlegan og siðferðilegan grunn varnar Rússa. Nokkrum vikum áður en Wagner gerði uppreisn í júní gaf rússneska varnarmálaráðuneytið málaliðahópum frest til 1. júlí til að skrifa undir samninga við herinn. Prígósjín neitaði þá að skrifa undir þar sem hann vildi ekki að Wagner heyrði undir ráðuneytið.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira