Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. ágúst 2023 07:00 Það er stutt í brosið hjá Fidu Abu Libdeh framkvæmdastjóra GeoSilica sem þó á ótrúlega sögu að baki; fædd í Jerúsalem þar sem allt breytist þegar Palestínumenn gera sínu fyrstu uppreisn árið 1987. Pabbi Fidu er blaðamaður og var reglulega fangelsaður vegna skrifa sinna en á endanum flúði móðir Fidu með fimm börn til Íslands. Vísir/Vilhelm „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. Fida er frá Palestínu og var sextán ára þegar hún kom þaðan með móður sinni og systkinum til að setjast að á Íslandi. Faðir hennar, palestínskur blaðamaður, varð eftir en lengi bjó fjölskyldan við það að vegna skrifa sinna var honum reglulega stungið í steininn. „Þeir gátu haldið honum í sex mánuði í senn án dóms og laga, þá var honum sleppt, en hann hélt alltaf áfram að skrifa og þá komu þeir aftur heim, handtóku hann og fóru með hann,“ segir Fida sem í viðtalinu hér á eftir útskýrir meðal annars óttann sem læsist í huga barnshugans um að verið sé að pynta pabba hennar og meiða. Fida er framkvæmdastjóri GeoSilica sem er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki framleiðir fæðubótarefni úr náttúrulegum kísilsteinefnum. Fida er orku og umhverfis tæknifræðingur, gift og þriggja barna móðir og það er oft stutt í hláturinn og brosið hjá rekstrar- og frumkvöðlakonunni sem þó hefur svo magnaða og frábrugðna sögu að segja. „Í dag eru um 70% af tekjunum okkar erlendis frá,“ segir hún stolt og alveg ljóst að hún brennur fyrir starfi GeoSilica, sem svo sannarlega ætlar sér stóra hluti úti í heimi. Þegar stríð breytir öllu Fida segir æskuárin sín framan af hafa verið ósköp venjuleg. Hún er fædd árið 1979 í Jerúsalem, var reyndar mikill fyrirburi og allt fram að 13 ára mjög veikburða. „Ég hvorki labbaði né hreyfði mig fyrr en mjög seint og var alltaf veik. Þegar ég var 13 ára kom hins vegar í ljós að þegar að ég fæddist þjáðist ég af miklum steinefnaskorti og það var ástæðan fyrir því að ég náði aldrei fullri heilsu,“ segir Fida. Nokkuð merkilegt með tilliti til starfsemi GeoSilica í dag, en steinefni fæðubótarefna GeoSilica eru unnin úr kísil á jarðhitasvæðum á Íslandi og það sem fæðubótarefnin gera er að auðvelda mannslíkamanum upptöku steinefnisins í líkamanum. Fida er næst elst fimm systkina fæddum í Palestínu en í dag á hún einnig fjögur hálfsystkini; eina hálfsystur á Íslandi sem móðir hennar á og þrjú hálfsystkini í Palestínu sem faðir hennar á. „Æskan var bara mjög skemmtileg og venjuleg. Maður fór í skóla, átti vini og lék sér. Allt þetta breytist skyndilega árið 1987 þegar fyrsta uppreisn Palestínumanna hófst. Stríð breytir öllu. Allt í einu eru takmarkanir settar á alls kyns hluti sem tengjast daglegu lífi, út um allt eru vopnaðir hermenn og maður kynnist hræðslu sem maður hafði ekki áður vitað að væri til.“ Ekki er laust við að hugurinn leiti til Úkraínu við þessa frásögn. Enda keimlík að því leytinu til að á einni svipstundu breytist allt líf venjulegs fólks frá því að vera nokkuð líkt því sem við þekkjum hér í umhverfi og ástand sem við nánast þekkjum bara úr bíómyndum eða fréttatímum. Til upprifjunar skulum við hverfa aðeins aftur til ársins 1987 þegar leiðtogi Palestínumanna, Yasser Arafat var oftar en ekki meðal andlita í fréttum dagsins. Deilan sem slík var ekki ný af nálinni því allt frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948, höfðu Palestínumenn mótmælt því að Ísrael hefði verið stofnað á palestínsku landi. Pabbi var ekki bara blaðamaður heldur líka mjög pólitískur og einn af stofnendum kommúnistaflokksins í Palestínu. Hann var mjög virtur og skrifaði mikið en ég gleymi því aldrei þegar þeir ruddust fyrst heim til okkar til að handtaka hann. Maður beið oft á milli vonar og ótta því það var mikið um sögur af því að verið væri að binda fanga og þeir pyntaðir. Og ég man hvað það var skelfileg tilhugsun að ímynda sér að það væri verið að pynta pabba.“ Svo ítrekað gerðist það þó að faðir Fidu var handtekinn að áður en varði var það orðið hluti af veruleikanum að eiga pabba í fangelsi. „Mér fannst mánudagar til dæmis alltaf svo skemmtilegir því þá máttum við heimsækja pabba í fangelsið og þá máttum við sleppa skóla,“ segir Fida og hlær. En þar sem aldrei lágu nein sönnunargögn fyrir því að faðir Fidu hefði brotið af sér, var honum aldrei haldið lengur en í þessa sex mánuði í senn. „Ég gerði mér auðvitað ekki grein fyrir því þá en geri það núna að auðvitað reyndi þetta verulega á hjónabandið. Því að pabbi hélt alltaf áfram að skrifa og sagan endurtók sig því aftur og aftur. Hann var handtekinn og fangelsaður á meðan mamma sat þá ein eftir með fimm börn.“ Móðurbróðir Fidu hafði á þessum tíma búið um árabil á Íslandi og þannig kom upp sú hugmynd að flytjast hingað. Þegar að því kom, voru foreldrar Fidu skilin. „En við yfirgáfum Palestínu á flótta. Sem var rosalega erfitt því að maður náði ekki að kveðja neinn. Að flýja heimalandið í von um betra líf er eitt. Að geta ekki kvatt það gamla er annað því að maður nær einhvern veginn ekki þessari „closure“ tilfinningu, að loka og kveðja eitthvað,“ segir Fida sem þó náði að segja bestu vinkonu sinni frá og kveðja hana. Framan af var æska Fidu ósköp venjuleg í Jerúsalem þar sem lífið gekk út á að ganga í skóla og leika við vini. En allt breyttist þegar stríðið braust út. Fida segir fyrstu árin á Íslandi hafa verið ógeðslega erfið og þá ekki síst baráttan við að reyna að vera í skóla og mennta sig, sem oftar en ekki reyndist mjög erfitt fyrir nýbúa. Ekki síst vegna krafna um dönskukennslu, framfærsluskyldu og fleira sem kerfið vildi ekki hagga. Fida lauk meistaragráðu sinni frá HR árið 2015. Þrautseigjan: Svo ógeðslega erfitt Fida segist ekkert geta dregið neitt úr því hvað fyrstu árin á Íslandi voru ógeðslega erfið. Ég er 16 ára sem þýðir að ég er líka á þeim aldri að vera óörugg með sjálfan mig sem táningsstúlka. Allt í einu er maður kominn til Íslands þar sem maður þekkti ekki fólkið, tungumálið, menninguna, fjármálin eða neitt. Klæðnaðurinn var allt öðruvísi, maður gat ekki tjáð sig og var óöruggur með húðlitinn sinn.“ Og þar sem þau höfðu flúið heimalandið var ekki einu sinni í boði að hringja í föður Fidu og láta vita að þau væru í lagi. Innflytjendamóttakan var þannig að Fida og eldri systir hennar voru settar í Austurbæjarskóla þar sem það var starfrækt nýbúadeild. „Við vorum bara svo óheppnar að þetta er þarna í kringum 1995 þegar það logaði allt í löngum kennaraverkföllum á Íslandi og þá vorum við systurnar bara eins og lokaðar heima í einangrun og gátum ekkert gert,“ segir Fida og bætir við: „Loks rættist úr verkföllunum og það gerði okkur mjög gott að vera í skólanum, kynnast öðrum krökkum, læra tungumálið og eiga í samskiptum við fólk. Gallinn var bara sá að við áttum heima í Breiðholtinu og því voru dagarnir þannig að eftir skóla fórum við heim og vorum þá aftur fastar í einangrun því að við áttum enga vini þar.“ Fida segir námið hafa gengið vel þegar rætt er um fög eins og stærðfræði og raungreinar. Annað var upp á teningnum með fög eins og íslensku eða dönsku. „Við vorum samt svo heppnar að fá að taka samræmdu prófin með undanþágu um dönskuna og íslenskuna en náðum stærðfræðinni og enskunni og vorum þar með gjaldgengar í framhaldskóla.“ En þá tók við ný hindrun. „Framhaldsskólarnir gerðu ekki ráð fyrir nýbúum og þar var enginn stuðningur í íslensku fyrir nýbúa. Grunnfögin voru föst fyrir þannig að okkur var til dæmis ætlað að læra dönsku á sama hátt og íslenskir nemendur. Við tók áralöng barátta um að móðurmál nýbúa yrði samþykkt sem þriðja eða fjórða tungumál. Þannig er það sem betur fer í dag en þessi barátta stóð yfir í mörg ár og er gott dæmi um hvað þrautaganga í réttindum fyrir innflytjendur á Íslandi hefur oft verið löng og ströng.“ Fida ákvað að fara í bifvélavirkjann í Iðnskólanum, því á þeirri braut gat hún sleppt alls konar bóklegum fögum eins og dönskunni. „Ég hef líka alltaf verið með metnað til að vera fyrst í öllu. Að verða fyrsta palestínska konan til að verða bifvélavirki féll alveg að þeirri hugsjón minni,“ segir Fida og skellihlær. GeoSilica er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki framleiðir fæðubótarefni úr náttúrulegum kísilsteinefnum. Um 70% tekna fyrirtækisins eru nú erlendis frá og fyrirséð er enn frekari vöxtur á erlendri grundu. Fida segist vel hafa gert sér grein fyrir því að það að fara í rekstur á sprotafyrirtæki þýddi mikla áhættu. Ekki síst vegna þess að hún er kona og innflytjandi í þokkabót. Gert að hætta í skóla 18 ára Eins og flestum er kunnugt úr fréttum fjölmiðla, tekur það tíma fyrir fólk að öðlast íslenskan ríkisborgararétt þótt dvalarleyfi hafi verið veitt um tíma. Móðir Fidu var því enn í því ferli að vera að sækja um ríkisborgararéttinn þegar Fida og systir hennar urðu 18 ára. „Það sem gerist þá er að börnum er gert að hætta í skóla og fara að vinna. Því að í kerfinu verðum við fullorðin þegar við verðum 18 ára og þá var okkur systrum ætlað að fara að vinna til þess að sanna að við gætum framfleytt okkur,“ segir Fida. Fida segir þetta kerfi enn svona í dag og auðvitað séu á því undantekningar ef bakland framhaldsskóla er það sterkt fjárhagslega að hægt er að sýna fram á framfærslugetu með fjárhagsstuðningi annarra. Sem þó á sjaldnast við hjá nýbúum. Yngsta systkini Fidu var aðeins 4 ára þegar þau komu til Íslands og því átti það ekki við um yngri systkini; þau fengu íslenskan rétt um leið og móðir þeirra enda yngri en 18 ára þegar að því kom. „Þetta var mjög erfitt því að við vissum að menntun er tækifæri til betra lífs og menntunin skipti okkur miklu máli. En við vorum alltaf í baráttu um að geta verið í skóla. Ef ekki vegna þess að fög eins og danska eru skyldufög heldur líka þessi staðreynd að sýna fram á framfærslugetu 18 ára til þess að öðlast ríkisborgararéttinn. Að vera ekki í skóla hafði líka þau áhrif að þá eignuðumst við síður vini eða vorum í félagsstarfi og vissum þá heldur ekkert hvað við áttum að gera.“ Næstu árin á eftir unnu systurnar hvað þær gátu hér og þar. Í fiski, í bakaríi og sambærilegum störfum. Vinnuveitandi þarf að sækja um dvalarleyfi og fyrir okkur málleysingjana var ekkert hlaupið að því að fá vinnu eða umsagnaraðila. Við gáfumst samt ekki upp. Unnum hvar við gátum og sóttum síðan kvöldskóla í FB samhliða vinnu til að reyna að komast áfram í náminu. Þetta tók alveg á. Að vinna 10-12 tíma vinnudaga og fara síðan í kvöldskóla og læra á íslensku jafnfætis íslenskum framhaldsskólanemum.“ Meðstofnandi Fidu í GeoSilica er Burkni Pálsson en upphaflega varð hugmyndin til þegar þau voru saman í háskólanámi. Fida og Burkni fengu styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís árið 2014 og nokkrum árum síðar fjármagn frá fjárfestum til að hefja sókn á erlendum mörkuðum. Fida á þrjár dætur með eiginmanni sínum Jóni Kristni Ingvasyni og segist ævinlega þakklát stuðningi hans og íslenskra kvenna á Íslandi.Vísir/Vilhelm, einkasafn Þegar lífið fór á flug Árið 2006 kynntist Fida eiginmanni sínum Jóni Kristni Ingasyni og árið 2007 opnuðust Fidu mörg tækifæri í námi þegar skötuhjúin fluttust suður með sjó og hófu nám í háskólabrú Keilis. „Þarna komst ég allt í einu í lánshæft nám þar sem undanþága var veitt um dönskuna til að klára stúdentinn. Ég kláraði því loks stúdentinn og hóf nám í orku- og umhverfisverkfræði sem ég síðar kláraði meistaranámið í frá HR,“ segir Fida. Fida og Jón eiga þrjár dætur sem allar fæddust á námsárum Fidu. Dæturnar þrjár eru: Watan Amal fædd árið 2006, Ragnheiður Tahrir fædd árið 2009 og Valgerður Asalah fædd árið 2013. „Mér fannst verða rosalega breyting við það að eignast fyrsta barn og get alveg sett þá breytingu í samhengi við ákveðni mína um að mennta mig og gefast ekki upp á náminu. Því allt í einu var komin önnur manneskja inn í líf mitt og þessi tilfinning að vilja vera börnum sínum góð fyrirmynd. Hvernig mamma ætlar þú að verða? spurði ég sjálfan mig. Ætla ég að vera mamman sem gefst upp eða mamman sem sýnir að hún gefst ekki upp.“ Fida rifjar þó upp að hafa fundið fyrir kvíða þegar hún flutti til Keflavíkur. Því það að flytja rótaði í tilfinningunum og kvíðinn sem hafði fylgt því að flýja Palestínu og hefja nýtt líf þar sem hún þekkti engan gerði vart við sig. „En Keilir var dásamlegur frá fyrsta degi. Þarna var fullt af fólki með ólíkan bakgrunn og ég man að ég hugsaði bara Vá….hingað hefði ég þurft að koma strax!“ Keilir var á þessum tíma aðeins búsetusvæði fyrir námsfólk og það var líka gaman að kynnast því samfélagi.“ Fida viðurkennir að auðvitað hafi það alveg reynt á að eignast þrjú börn samhliða því að vera í krefjandi námi. „Ég er í háskólanáminu þegar við eignumst okkar annað barn og þá var ég að hlaupa heim í hádeginu til að gefa barninu á brjóst, sem þótti ekkert endilega mjög eðlilegt í orku- og umhverfisfræðinni því að sá geiri er mjög karllægur og við vorum bara tvær stelpurnar í náminu.“ Árið 2012 útskrifaðist Fida úr háskólanáminu og árið 2015 með meistagráðuna. „Meistarnámið í HR var sett þannig upp að það var kennt aðra hvora helgi frá fimmtudegi til sunnudags. Ég eignaðist yngsta barnið okkar um fríhelgi í skólanum en var mætt þangað viku síðar,“ segir Fida og hlær. Fida segist oft horfa til þess að fyrirtæki eins og Controlant og Keresics hafi náð sínum frábæra árangri á um tuttugu árum. Hún segir nýsköpun mikla þrautseigju en hefur mikla ástríðu fyrir GioSilica og er ánægð með að vinna að því að láta draumana rætast. Fida segist reyna að vera virkur þátttakandi í samfélagi fólks af erlendum uppruna og fyrirmynd sem kona af erlendum uppruna. Vísir/Vilhelm, einkasafn GeoSilica: Að láta drauminn rætast Meðstofnandi Fidu að GeoSilica er Burkni Pálssin en aðdragandi fyrirtækisins er sá að verkefnið hófst sem rannsóknarverkefni í háskólanum. Fida og Burkni ákváðu snemma að fylgja verkefninu eftir, stofnuðu fyrirtæki og árið 2014 hlutu þau þriggja ára styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís. „Þetta var ekkert sjálfgefið og ég hefði aldrei getað þetta nema vegna þess að maðurinn minn hefur stutt mig frá fyrsta degi. Ég man að hann sagði við mig; Ég skil reyndar varla um hvað þú ert að tala en styð þig í að fylgja þessu eftir þannig að láttu bara vaða,“ segir Fida og skellihlær. Jón tók tvívegis fæðingarorlof með börnunum en saman voru þau dugleg að afla sér aukatekna með námi og smátt og smátt fór að fjölskyldulífið að taka á sig mynd. „Við vissum samt að þetta var áhætta því að nýsköpun er áhætta í eðli sínu og fæðubótarefni GeoSilica eru einstök og byltingarkennd á heimsvísu. Í ofanálag er ég kona og til að bæta um enn betur innflytjandi!“ segir Fida og hlær. Því þekkt breyta í heimi nýsköpunar er að aðeins 2% fjármagns til nýsköpunar rennur til kventeyma. f Þá er orkugeirinn þekktur fyrir að vera mjög karllægur. Styrkur Tækniþróunarsjóðs gafst vel og árið 2019 fékk fyrirtækið utanaðkomandi fjármagn með um 180 milljónir króna. „Það fjármagn kom frá englafjárfestum og sjóðum og ég er líka stolt að segja frá því að í fyrsta sinn í sögu Lífeyrissjóðs verkfræðinga fjárfesti sá sjóður í nýsköpun með fjárfestingu sinni í GeoSilica, sem þó er að hluta til stofnað og rekið af konu.“ Fida segir áhersluna í dag fyrst og fremst vera á Evrópumarkað, þaðan sem 70% tekna komi í dag. „En auðvitað fóru fyrstu árin bara í að vinna í GeoSilica samhliða öðru því sjaldnast geta sprotafyrirtæki greitt nein laun að ráði fyrstu árin. Við Burkni meðeigandi minn vorum því frekar skapandi fyrstu árin í því að afla okkur sjálfum tekna, enda styrkur Tækniþróunarsjóðs eingöngu ætlað að fara í rannsóknir og þróun.“ Fida segir daga frumkvöðla geta verið langa og stranga. Að vinna 8-10 tíma fyrir nýsköpunarfyrirtækið og fara síðan í aukavinnu til að afla tekna, samhliða því að vera með heimili og börn. „En ég horfi líka oft á þessi fyrirtæki eins og Controlant eða Keresics sem eru að gera frábæra hluti í dag. En það tók líka tuttugu ár!“ segir Fida og útskýrir að þegar fólk fer í nýsköpun þá einfaldlega þurfi að muna að nýsköpun kallar á mikla þrautseigju. Framtíðarmarkmið Fidu er að vinna að frekari vexti GeoSilica, allt þar til færi gefst á að exit-era eins og sagt er. „Ég reyni líka að vera virkur þátttakandi í samfélagi fólks af erlendum uppruna og fyrirmynd sem kona af erlendum uppruna. Mér finnst mikilvægt að samfélagið skilji hversu dýrmætt það er að hlusta á og heyra sjónarhorn fólks af erlendum uppruna, segir Fida og bætir við: „En ég verð líka ævinlega þakklát öðrum konum á Íslandi því að oft hef ég hugsað til þess að ég hefði aldrei komist á þann stað sem ég er, nema fyrir stuðning kvenna. Sem námsmaður, sem móðir að eignast börnin mín samhliða námi og vinnu, sem kona í nýsköpun eða kona í rekstri. Hvar sem mér hefur borið niður kynnist ég alltaf neti kvenna sem eru tilbúnar til að styðja og styrkja.“ Starfsframi Nýsköpun Innflytjendamál Skóla - og menntamál Íslensk tunga Tengdar fréttir „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01 Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Fida er frá Palestínu og var sextán ára þegar hún kom þaðan með móður sinni og systkinum til að setjast að á Íslandi. Faðir hennar, palestínskur blaðamaður, varð eftir en lengi bjó fjölskyldan við það að vegna skrifa sinna var honum reglulega stungið í steininn. „Þeir gátu haldið honum í sex mánuði í senn án dóms og laga, þá var honum sleppt, en hann hélt alltaf áfram að skrifa og þá komu þeir aftur heim, handtóku hann og fóru með hann,“ segir Fida sem í viðtalinu hér á eftir útskýrir meðal annars óttann sem læsist í huga barnshugans um að verið sé að pynta pabba hennar og meiða. Fida er framkvæmdastjóri GeoSilica sem er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki framleiðir fæðubótarefni úr náttúrulegum kísilsteinefnum. Fida er orku og umhverfis tæknifræðingur, gift og þriggja barna móðir og það er oft stutt í hláturinn og brosið hjá rekstrar- og frumkvöðlakonunni sem þó hefur svo magnaða og frábrugðna sögu að segja. „Í dag eru um 70% af tekjunum okkar erlendis frá,“ segir hún stolt og alveg ljóst að hún brennur fyrir starfi GeoSilica, sem svo sannarlega ætlar sér stóra hluti úti í heimi. Þegar stríð breytir öllu Fida segir æskuárin sín framan af hafa verið ósköp venjuleg. Hún er fædd árið 1979 í Jerúsalem, var reyndar mikill fyrirburi og allt fram að 13 ára mjög veikburða. „Ég hvorki labbaði né hreyfði mig fyrr en mjög seint og var alltaf veik. Þegar ég var 13 ára kom hins vegar í ljós að þegar að ég fæddist þjáðist ég af miklum steinefnaskorti og það var ástæðan fyrir því að ég náði aldrei fullri heilsu,“ segir Fida. Nokkuð merkilegt með tilliti til starfsemi GeoSilica í dag, en steinefni fæðubótarefna GeoSilica eru unnin úr kísil á jarðhitasvæðum á Íslandi og það sem fæðubótarefnin gera er að auðvelda mannslíkamanum upptöku steinefnisins í líkamanum. Fida er næst elst fimm systkina fæddum í Palestínu en í dag á hún einnig fjögur hálfsystkini; eina hálfsystur á Íslandi sem móðir hennar á og þrjú hálfsystkini í Palestínu sem faðir hennar á. „Æskan var bara mjög skemmtileg og venjuleg. Maður fór í skóla, átti vini og lék sér. Allt þetta breytist skyndilega árið 1987 þegar fyrsta uppreisn Palestínumanna hófst. Stríð breytir öllu. Allt í einu eru takmarkanir settar á alls kyns hluti sem tengjast daglegu lífi, út um allt eru vopnaðir hermenn og maður kynnist hræðslu sem maður hafði ekki áður vitað að væri til.“ Ekki er laust við að hugurinn leiti til Úkraínu við þessa frásögn. Enda keimlík að því leytinu til að á einni svipstundu breytist allt líf venjulegs fólks frá því að vera nokkuð líkt því sem við þekkjum hér í umhverfi og ástand sem við nánast þekkjum bara úr bíómyndum eða fréttatímum. Til upprifjunar skulum við hverfa aðeins aftur til ársins 1987 þegar leiðtogi Palestínumanna, Yasser Arafat var oftar en ekki meðal andlita í fréttum dagsins. Deilan sem slík var ekki ný af nálinni því allt frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948, höfðu Palestínumenn mótmælt því að Ísrael hefði verið stofnað á palestínsku landi. Pabbi var ekki bara blaðamaður heldur líka mjög pólitískur og einn af stofnendum kommúnistaflokksins í Palestínu. Hann var mjög virtur og skrifaði mikið en ég gleymi því aldrei þegar þeir ruddust fyrst heim til okkar til að handtaka hann. Maður beið oft á milli vonar og ótta því það var mikið um sögur af því að verið væri að binda fanga og þeir pyntaðir. Og ég man hvað það var skelfileg tilhugsun að ímynda sér að það væri verið að pynta pabba.“ Svo ítrekað gerðist það þó að faðir Fidu var handtekinn að áður en varði var það orðið hluti af veruleikanum að eiga pabba í fangelsi. „Mér fannst mánudagar til dæmis alltaf svo skemmtilegir því þá máttum við heimsækja pabba í fangelsið og þá máttum við sleppa skóla,“ segir Fida og hlær. En þar sem aldrei lágu nein sönnunargögn fyrir því að faðir Fidu hefði brotið af sér, var honum aldrei haldið lengur en í þessa sex mánuði í senn. „Ég gerði mér auðvitað ekki grein fyrir því þá en geri það núna að auðvitað reyndi þetta verulega á hjónabandið. Því að pabbi hélt alltaf áfram að skrifa og sagan endurtók sig því aftur og aftur. Hann var handtekinn og fangelsaður á meðan mamma sat þá ein eftir með fimm börn.“ Móðurbróðir Fidu hafði á þessum tíma búið um árabil á Íslandi og þannig kom upp sú hugmynd að flytjast hingað. Þegar að því kom, voru foreldrar Fidu skilin. „En við yfirgáfum Palestínu á flótta. Sem var rosalega erfitt því að maður náði ekki að kveðja neinn. Að flýja heimalandið í von um betra líf er eitt. Að geta ekki kvatt það gamla er annað því að maður nær einhvern veginn ekki þessari „closure“ tilfinningu, að loka og kveðja eitthvað,“ segir Fida sem þó náði að segja bestu vinkonu sinni frá og kveðja hana. Framan af var æska Fidu ósköp venjuleg í Jerúsalem þar sem lífið gekk út á að ganga í skóla og leika við vini. En allt breyttist þegar stríðið braust út. Fida segir fyrstu árin á Íslandi hafa verið ógeðslega erfið og þá ekki síst baráttan við að reyna að vera í skóla og mennta sig, sem oftar en ekki reyndist mjög erfitt fyrir nýbúa. Ekki síst vegna krafna um dönskukennslu, framfærsluskyldu og fleira sem kerfið vildi ekki hagga. Fida lauk meistaragráðu sinni frá HR árið 2015. Þrautseigjan: Svo ógeðslega erfitt Fida segist ekkert geta dregið neitt úr því hvað fyrstu árin á Íslandi voru ógeðslega erfið. Ég er 16 ára sem þýðir að ég er líka á þeim aldri að vera óörugg með sjálfan mig sem táningsstúlka. Allt í einu er maður kominn til Íslands þar sem maður þekkti ekki fólkið, tungumálið, menninguna, fjármálin eða neitt. Klæðnaðurinn var allt öðruvísi, maður gat ekki tjáð sig og var óöruggur með húðlitinn sinn.“ Og þar sem þau höfðu flúið heimalandið var ekki einu sinni í boði að hringja í föður Fidu og láta vita að þau væru í lagi. Innflytjendamóttakan var þannig að Fida og eldri systir hennar voru settar í Austurbæjarskóla þar sem það var starfrækt nýbúadeild. „Við vorum bara svo óheppnar að þetta er þarna í kringum 1995 þegar það logaði allt í löngum kennaraverkföllum á Íslandi og þá vorum við systurnar bara eins og lokaðar heima í einangrun og gátum ekkert gert,“ segir Fida og bætir við: „Loks rættist úr verkföllunum og það gerði okkur mjög gott að vera í skólanum, kynnast öðrum krökkum, læra tungumálið og eiga í samskiptum við fólk. Gallinn var bara sá að við áttum heima í Breiðholtinu og því voru dagarnir þannig að eftir skóla fórum við heim og vorum þá aftur fastar í einangrun því að við áttum enga vini þar.“ Fida segir námið hafa gengið vel þegar rætt er um fög eins og stærðfræði og raungreinar. Annað var upp á teningnum með fög eins og íslensku eða dönsku. „Við vorum samt svo heppnar að fá að taka samræmdu prófin með undanþágu um dönskuna og íslenskuna en náðum stærðfræðinni og enskunni og vorum þar með gjaldgengar í framhaldskóla.“ En þá tók við ný hindrun. „Framhaldsskólarnir gerðu ekki ráð fyrir nýbúum og þar var enginn stuðningur í íslensku fyrir nýbúa. Grunnfögin voru föst fyrir þannig að okkur var til dæmis ætlað að læra dönsku á sama hátt og íslenskir nemendur. Við tók áralöng barátta um að móðurmál nýbúa yrði samþykkt sem þriðja eða fjórða tungumál. Þannig er það sem betur fer í dag en þessi barátta stóð yfir í mörg ár og er gott dæmi um hvað þrautaganga í réttindum fyrir innflytjendur á Íslandi hefur oft verið löng og ströng.“ Fida ákvað að fara í bifvélavirkjann í Iðnskólanum, því á þeirri braut gat hún sleppt alls konar bóklegum fögum eins og dönskunni. „Ég hef líka alltaf verið með metnað til að vera fyrst í öllu. Að verða fyrsta palestínska konan til að verða bifvélavirki féll alveg að þeirri hugsjón minni,“ segir Fida og skellihlær. GeoSilica er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki framleiðir fæðubótarefni úr náttúrulegum kísilsteinefnum. Um 70% tekna fyrirtækisins eru nú erlendis frá og fyrirséð er enn frekari vöxtur á erlendri grundu. Fida segist vel hafa gert sér grein fyrir því að það að fara í rekstur á sprotafyrirtæki þýddi mikla áhættu. Ekki síst vegna þess að hún er kona og innflytjandi í þokkabót. Gert að hætta í skóla 18 ára Eins og flestum er kunnugt úr fréttum fjölmiðla, tekur það tíma fyrir fólk að öðlast íslenskan ríkisborgararétt þótt dvalarleyfi hafi verið veitt um tíma. Móðir Fidu var því enn í því ferli að vera að sækja um ríkisborgararéttinn þegar Fida og systir hennar urðu 18 ára. „Það sem gerist þá er að börnum er gert að hætta í skóla og fara að vinna. Því að í kerfinu verðum við fullorðin þegar við verðum 18 ára og þá var okkur systrum ætlað að fara að vinna til þess að sanna að við gætum framfleytt okkur,“ segir Fida. Fida segir þetta kerfi enn svona í dag og auðvitað séu á því undantekningar ef bakland framhaldsskóla er það sterkt fjárhagslega að hægt er að sýna fram á framfærslugetu með fjárhagsstuðningi annarra. Sem þó á sjaldnast við hjá nýbúum. Yngsta systkini Fidu var aðeins 4 ára þegar þau komu til Íslands og því átti það ekki við um yngri systkini; þau fengu íslenskan rétt um leið og móðir þeirra enda yngri en 18 ára þegar að því kom. „Þetta var mjög erfitt því að við vissum að menntun er tækifæri til betra lífs og menntunin skipti okkur miklu máli. En við vorum alltaf í baráttu um að geta verið í skóla. Ef ekki vegna þess að fög eins og danska eru skyldufög heldur líka þessi staðreynd að sýna fram á framfærslugetu 18 ára til þess að öðlast ríkisborgararéttinn. Að vera ekki í skóla hafði líka þau áhrif að þá eignuðumst við síður vini eða vorum í félagsstarfi og vissum þá heldur ekkert hvað við áttum að gera.“ Næstu árin á eftir unnu systurnar hvað þær gátu hér og þar. Í fiski, í bakaríi og sambærilegum störfum. Vinnuveitandi þarf að sækja um dvalarleyfi og fyrir okkur málleysingjana var ekkert hlaupið að því að fá vinnu eða umsagnaraðila. Við gáfumst samt ekki upp. Unnum hvar við gátum og sóttum síðan kvöldskóla í FB samhliða vinnu til að reyna að komast áfram í náminu. Þetta tók alveg á. Að vinna 10-12 tíma vinnudaga og fara síðan í kvöldskóla og læra á íslensku jafnfætis íslenskum framhaldsskólanemum.“ Meðstofnandi Fidu í GeoSilica er Burkni Pálsson en upphaflega varð hugmyndin til þegar þau voru saman í háskólanámi. Fida og Burkni fengu styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís árið 2014 og nokkrum árum síðar fjármagn frá fjárfestum til að hefja sókn á erlendum mörkuðum. Fida á þrjár dætur með eiginmanni sínum Jóni Kristni Ingvasyni og segist ævinlega þakklát stuðningi hans og íslenskra kvenna á Íslandi.Vísir/Vilhelm, einkasafn Þegar lífið fór á flug Árið 2006 kynntist Fida eiginmanni sínum Jóni Kristni Ingasyni og árið 2007 opnuðust Fidu mörg tækifæri í námi þegar skötuhjúin fluttust suður með sjó og hófu nám í háskólabrú Keilis. „Þarna komst ég allt í einu í lánshæft nám þar sem undanþága var veitt um dönskuna til að klára stúdentinn. Ég kláraði því loks stúdentinn og hóf nám í orku- og umhverfisverkfræði sem ég síðar kláraði meistaranámið í frá HR,“ segir Fida. Fida og Jón eiga þrjár dætur sem allar fæddust á námsárum Fidu. Dæturnar þrjár eru: Watan Amal fædd árið 2006, Ragnheiður Tahrir fædd árið 2009 og Valgerður Asalah fædd árið 2013. „Mér fannst verða rosalega breyting við það að eignast fyrsta barn og get alveg sett þá breytingu í samhengi við ákveðni mína um að mennta mig og gefast ekki upp á náminu. Því allt í einu var komin önnur manneskja inn í líf mitt og þessi tilfinning að vilja vera börnum sínum góð fyrirmynd. Hvernig mamma ætlar þú að verða? spurði ég sjálfan mig. Ætla ég að vera mamman sem gefst upp eða mamman sem sýnir að hún gefst ekki upp.“ Fida rifjar þó upp að hafa fundið fyrir kvíða þegar hún flutti til Keflavíkur. Því það að flytja rótaði í tilfinningunum og kvíðinn sem hafði fylgt því að flýja Palestínu og hefja nýtt líf þar sem hún þekkti engan gerði vart við sig. „En Keilir var dásamlegur frá fyrsta degi. Þarna var fullt af fólki með ólíkan bakgrunn og ég man að ég hugsaði bara Vá….hingað hefði ég þurft að koma strax!“ Keilir var á þessum tíma aðeins búsetusvæði fyrir námsfólk og það var líka gaman að kynnast því samfélagi.“ Fida viðurkennir að auðvitað hafi það alveg reynt á að eignast þrjú börn samhliða því að vera í krefjandi námi. „Ég er í háskólanáminu þegar við eignumst okkar annað barn og þá var ég að hlaupa heim í hádeginu til að gefa barninu á brjóst, sem þótti ekkert endilega mjög eðlilegt í orku- og umhverfisfræðinni því að sá geiri er mjög karllægur og við vorum bara tvær stelpurnar í náminu.“ Árið 2012 útskrifaðist Fida úr háskólanáminu og árið 2015 með meistagráðuna. „Meistarnámið í HR var sett þannig upp að það var kennt aðra hvora helgi frá fimmtudegi til sunnudags. Ég eignaðist yngsta barnið okkar um fríhelgi í skólanum en var mætt þangað viku síðar,“ segir Fida og hlær. Fida segist oft horfa til þess að fyrirtæki eins og Controlant og Keresics hafi náð sínum frábæra árangri á um tuttugu árum. Hún segir nýsköpun mikla þrautseigju en hefur mikla ástríðu fyrir GioSilica og er ánægð með að vinna að því að láta draumana rætast. Fida segist reyna að vera virkur þátttakandi í samfélagi fólks af erlendum uppruna og fyrirmynd sem kona af erlendum uppruna. Vísir/Vilhelm, einkasafn GeoSilica: Að láta drauminn rætast Meðstofnandi Fidu að GeoSilica er Burkni Pálssin en aðdragandi fyrirtækisins er sá að verkefnið hófst sem rannsóknarverkefni í háskólanum. Fida og Burkni ákváðu snemma að fylgja verkefninu eftir, stofnuðu fyrirtæki og árið 2014 hlutu þau þriggja ára styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís. „Þetta var ekkert sjálfgefið og ég hefði aldrei getað þetta nema vegna þess að maðurinn minn hefur stutt mig frá fyrsta degi. Ég man að hann sagði við mig; Ég skil reyndar varla um hvað þú ert að tala en styð þig í að fylgja þessu eftir þannig að láttu bara vaða,“ segir Fida og skellihlær. Jón tók tvívegis fæðingarorlof með börnunum en saman voru þau dugleg að afla sér aukatekna með námi og smátt og smátt fór að fjölskyldulífið að taka á sig mynd. „Við vissum samt að þetta var áhætta því að nýsköpun er áhætta í eðli sínu og fæðubótarefni GeoSilica eru einstök og byltingarkennd á heimsvísu. Í ofanálag er ég kona og til að bæta um enn betur innflytjandi!“ segir Fida og hlær. Því þekkt breyta í heimi nýsköpunar er að aðeins 2% fjármagns til nýsköpunar rennur til kventeyma. f Þá er orkugeirinn þekktur fyrir að vera mjög karllægur. Styrkur Tækniþróunarsjóðs gafst vel og árið 2019 fékk fyrirtækið utanaðkomandi fjármagn með um 180 milljónir króna. „Það fjármagn kom frá englafjárfestum og sjóðum og ég er líka stolt að segja frá því að í fyrsta sinn í sögu Lífeyrissjóðs verkfræðinga fjárfesti sá sjóður í nýsköpun með fjárfestingu sinni í GeoSilica, sem þó er að hluta til stofnað og rekið af konu.“ Fida segir áhersluna í dag fyrst og fremst vera á Evrópumarkað, þaðan sem 70% tekna komi í dag. „En auðvitað fóru fyrstu árin bara í að vinna í GeoSilica samhliða öðru því sjaldnast geta sprotafyrirtæki greitt nein laun að ráði fyrstu árin. Við Burkni meðeigandi minn vorum því frekar skapandi fyrstu árin í því að afla okkur sjálfum tekna, enda styrkur Tækniþróunarsjóðs eingöngu ætlað að fara í rannsóknir og þróun.“ Fida segir daga frumkvöðla geta verið langa og stranga. Að vinna 8-10 tíma fyrir nýsköpunarfyrirtækið og fara síðan í aukavinnu til að afla tekna, samhliða því að vera með heimili og börn. „En ég horfi líka oft á þessi fyrirtæki eins og Controlant eða Keresics sem eru að gera frábæra hluti í dag. En það tók líka tuttugu ár!“ segir Fida og útskýrir að þegar fólk fer í nýsköpun þá einfaldlega þurfi að muna að nýsköpun kallar á mikla þrautseigju. Framtíðarmarkmið Fidu er að vinna að frekari vexti GeoSilica, allt þar til færi gefst á að exit-era eins og sagt er. „Ég reyni líka að vera virkur þátttakandi í samfélagi fólks af erlendum uppruna og fyrirmynd sem kona af erlendum uppruna. Mér finnst mikilvægt að samfélagið skilji hversu dýrmætt það er að hlusta á og heyra sjónarhorn fólks af erlendum uppruna, segir Fida og bætir við: „En ég verð líka ævinlega þakklát öðrum konum á Íslandi því að oft hef ég hugsað til þess að ég hefði aldrei komist á þann stað sem ég er, nema fyrir stuðning kvenna. Sem námsmaður, sem móðir að eignast börnin mín samhliða námi og vinnu, sem kona í nýsköpun eða kona í rekstri. Hvar sem mér hefur borið niður kynnist ég alltaf neti kvenna sem eru tilbúnar til að styðja og styrkja.“
Starfsframi Nýsköpun Innflytjendamál Skóla - og menntamál Íslensk tunga Tengdar fréttir „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01 Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00
Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01
Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00