Alls segjast 29 prósent nú vera hlutlausir þegar kemur að hvalveiðum, samanborið við 32 prósent 2022, og 29 prósent segjast hlynnt hvalveiðum, samanborið við 33 prósent áður.

Athygli vekur að á sama tíma og stuðningur við hvalveiðar hefur minnkað um 10 prósent meðal karla hefur hann aukist um 2 prósent meðal kvenna. Breytingin hjá konum er innan skekkjumarka.
48 prósent karla sögðust hlynntir hvalveiðum árið 2022 en 38 prósent nú. Þá sögðust 17 prósent kvenna hlynntar hvalveiðum árið 2022 en 19 prósent nú.
Stuðningur við hvalveiðar eykst með aldri en aðeins 15 prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 29 ára segjast fylgjandi hvalveiðum, á meðan 47 prósent 60 ára og eldri eru hlynnt veiðunum.
Stuðningurinn er lang mestur meðal kjósenda Miðflokksins en minnstur meðal kjósenda Pírata.