Náttúran, næringin og endurgjöfin Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 28. ágúst 2023 10:01 Nýlega las ég úr hvaða frumefnum mannslíkaminn er gerður. Ég hafði lengi vitað að við erum að mestum hluta úr vatni, en ekki pælt mikið meira í þessu. Líkaminn er að mestu byggður upp af súrefni (O), eða um 65%, kolefni (C) 18.5 %, vetni (H) 9.5% og nítur (N) 3.2%, en þetta er um 96% af líkamanum, og svo koma kalk, fosfór, kalín og brennisteinn og fleiri efni og snefilefni. Líkaminn okkar er algjörlega háður því að fá þessi frumefni reglulega. Mest þurfum við af súrefni, vetni og kolefni yfir allan líftímann. Náttúran í kringum okkur gefur okkur þessi efni á hverju degi í ríkum mæli, og oftast án þess að við gefum því mikinn gaum. Talið er að við öndum inn um 500 lítrum af hreinu súrefni á hverjum degi. Við erum með súrefni, vatn og gjöfulla næringu allt í kringum okkur, jörðin er fullkominn staður fyrir okkur. Á Íslandi erum við meira segja svo heppin að við erum með bæði heitt vatn til þess að baða okkur í og ískalt ferskt drykkjarvatn. Vatnið er lífæðin okkar eins og súrefnið. Kolefnið fáum við í gegnum matinn okkar, sem væri ekki til nema fyrir sólina, vatnið og jarðveginn, sem er stútfullur af öllum þeim næringarefnum og snefilefnum sem við erum gerð úr og við þurfum á að halda. Við erum algjörlega háð náttúrunni. Við erum órjúfanlegur hluti af henni. Bæði er náttúran allt í kringum okkur að gefa okkur lífsnauðsynlega líkamlega næringu, en náttúran er líka endalaust að færa okkur andlega næringu, hvíld og styrk. Við finnum fyrir sterkri tengingunni. Samfélagsmiðlar iða af skælbrosandi fólki á fallegum stöðum úti í náttúrunni að nærast, hvílast og styrkjast. Náttúran er endalaust að gefa. En því miður hættir maður stundum að taka eftir því. Þetta verður einhvern veginn allt að sjálfsögðum hlut og svo krefst maður meira og meira. Við erum dugleg við að finnur upp nýjar og nýjar þarfir sem þarf að uppfylla, og alltaf höldum við áfram að fá. Eftir áratuga ofneyslu er komið á ójafnvægi. Það hefur verið tekið of mikið of hratt og endurgjöfin takmörkuð. Loftslagið og vistkerfin raskast, og næringin okkar mengast, og takmarkast. Lífæðin okkar. Líkamlega og andlega næringin er í hættu. Ísland hefur orðið ríkt land á nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á stórfengleg fiskimið sem gefa af sér dásamlega næringu. Við erum með einstaklega fallegt land sem fólk ferðast langar leiðir til þess að sjá. Það er náttúran sem hefur og er að gefa okkur auðinn, líkamlegan, andlegan og veraldlegan. Sjáum við það? Það er náttúran sem kallar núna á okkur. Biður okkur um að opna augun og sjá og skynja að núna er kominn tími til þess að stoppa, staldra við og endurhugsa framkomu okkar. Það er kominn tími til þess að hugsa um náttúru-, loftslags- og umhverfisvernd sem sjálfsagða, náttúrulega og lífsnauðsynlega vernd og endurgjöf. Við þurfum á heilbrigðri náttúru að halda til þess að lifa, við erum að fá allt frá náttúrunni. Við þurfum að hugsa um hvað getum við gert fyrir náttúruna? Hvernig lágmörkum við neikvæð áhrif og hámörkum jákvæð áhrif á náttúruna? Þetta ættu að vera spurningarnar sem við spyrjum okkur reglulega með djúpri auðmýkt, virðingu og þakklæti fyrir allt sem við erum að fá, sem er svo stórkostlegt. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nýlega las ég úr hvaða frumefnum mannslíkaminn er gerður. Ég hafði lengi vitað að við erum að mestum hluta úr vatni, en ekki pælt mikið meira í þessu. Líkaminn er að mestu byggður upp af súrefni (O), eða um 65%, kolefni (C) 18.5 %, vetni (H) 9.5% og nítur (N) 3.2%, en þetta er um 96% af líkamanum, og svo koma kalk, fosfór, kalín og brennisteinn og fleiri efni og snefilefni. Líkaminn okkar er algjörlega háður því að fá þessi frumefni reglulega. Mest þurfum við af súrefni, vetni og kolefni yfir allan líftímann. Náttúran í kringum okkur gefur okkur þessi efni á hverju degi í ríkum mæli, og oftast án þess að við gefum því mikinn gaum. Talið er að við öndum inn um 500 lítrum af hreinu súrefni á hverjum degi. Við erum með súrefni, vatn og gjöfulla næringu allt í kringum okkur, jörðin er fullkominn staður fyrir okkur. Á Íslandi erum við meira segja svo heppin að við erum með bæði heitt vatn til þess að baða okkur í og ískalt ferskt drykkjarvatn. Vatnið er lífæðin okkar eins og súrefnið. Kolefnið fáum við í gegnum matinn okkar, sem væri ekki til nema fyrir sólina, vatnið og jarðveginn, sem er stútfullur af öllum þeim næringarefnum og snefilefnum sem við erum gerð úr og við þurfum á að halda. Við erum algjörlega háð náttúrunni. Við erum órjúfanlegur hluti af henni. Bæði er náttúran allt í kringum okkur að gefa okkur lífsnauðsynlega líkamlega næringu, en náttúran er líka endalaust að færa okkur andlega næringu, hvíld og styrk. Við finnum fyrir sterkri tengingunni. Samfélagsmiðlar iða af skælbrosandi fólki á fallegum stöðum úti í náttúrunni að nærast, hvílast og styrkjast. Náttúran er endalaust að gefa. En því miður hættir maður stundum að taka eftir því. Þetta verður einhvern veginn allt að sjálfsögðum hlut og svo krefst maður meira og meira. Við erum dugleg við að finnur upp nýjar og nýjar þarfir sem þarf að uppfylla, og alltaf höldum við áfram að fá. Eftir áratuga ofneyslu er komið á ójafnvægi. Það hefur verið tekið of mikið of hratt og endurgjöfin takmörkuð. Loftslagið og vistkerfin raskast, og næringin okkar mengast, og takmarkast. Lífæðin okkar. Líkamlega og andlega næringin er í hættu. Ísland hefur orðið ríkt land á nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á stórfengleg fiskimið sem gefa af sér dásamlega næringu. Við erum með einstaklega fallegt land sem fólk ferðast langar leiðir til þess að sjá. Það er náttúran sem hefur og er að gefa okkur auðinn, líkamlegan, andlegan og veraldlegan. Sjáum við það? Það er náttúran sem kallar núna á okkur. Biður okkur um að opna augun og sjá og skynja að núna er kominn tími til þess að stoppa, staldra við og endurhugsa framkomu okkar. Það er kominn tími til þess að hugsa um náttúru-, loftslags- og umhverfisvernd sem sjálfsagða, náttúrulega og lífsnauðsynlega vernd og endurgjöf. Við þurfum á heilbrigðri náttúru að halda til þess að lifa, við erum að fá allt frá náttúrunni. Við þurfum að hugsa um hvað getum við gert fyrir náttúruna? Hvernig lágmörkum við neikvæð áhrif og hámörkum jákvæð áhrif á náttúruna? Þetta ættu að vera spurningarnar sem við spyrjum okkur reglulega með djúpri auðmýkt, virðingu og þakklæti fyrir allt sem við erum að fá, sem er svo stórkostlegt. Höfundur er verkfræðingur.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun