DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 09:02 Leonardo DiCaprio er þekktur umhverfisverndarsinni. Hann hefur meðal annars verið ötull málsvari gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Vísir Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. Í færslunni vekur DiCaprio athygli á að tímabundið bann sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lagði við hvalveiðum í júní renni út um mánaðamótin. Ráðherrann tók ákvörðunina um bannið eftir að fagráð komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd hvalveiða við landið samræmdist ekki lögum um velferð dýra. „Íslenska ríkisstjórnin ætti að styðja vilja meirihluta Íslendinga sem vill núna stöðva hvalveiðar að eilífu,“ skrifar leikarinn til milljóna fylgjenda sinna. Ákall DiCaprio til íslenskra stjórnvalda birtist í svonefndu „story“ á Instagram.Skjáskot af Instagram Vísar DiCaprio til fréttar breska blaðsins The Guardian frá því í júní. Í henni er vísað í skoðanakönnun Maskínu frá því í byrjun júní sem benti til þess að rétt rúmur meirihluti væri andsnúinn hvalveiðum. Önnur könnun Maskínu, sem var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök, sýndi að 42 prósent væru andsnúin hvalveiðum í gær. Svandís hefur ekki gefið út hvort hún ætli að framlengja bannið eða leyfa veiðar þegar tímabundna bannið rennur út á föstudag. Starfshópur, sem hún skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum í skýrslu sem var birt í gær. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Bann Svandísar hefur valdið mikilli togstreitu innan ríkisstjórnarinnar en sjálfstæðismenn hafa verið sérstaklega ósáttir við ákvörðunina. Teitur Björn Einarsson, þingmaður flokksins og fulltrúi í atvinnuveganefnd þingsins, sagði í gær að ef bannið yrði framlengt hefði það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Þá boðaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, að vantrausti yrði lýst á Svandísi ef hún sneri ekki banninu við. DiCaprio er ekki fyrsta erlenda stórstjarnan sem vekur athygli á hvalveiðimálum á Íslandi í sumar. Bandaríski leikarinn Jason Momoa hvatti fylgjendur sína til þess að mótmæla hvalveiðum Íslendinga í maí og stjórnvöld til þess að framlengja bannið nú í síðustu viku. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Hollywood Tengdar fréttir Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Í færslunni vekur DiCaprio athygli á að tímabundið bann sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lagði við hvalveiðum í júní renni út um mánaðamótin. Ráðherrann tók ákvörðunina um bannið eftir að fagráð komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd hvalveiða við landið samræmdist ekki lögum um velferð dýra. „Íslenska ríkisstjórnin ætti að styðja vilja meirihluta Íslendinga sem vill núna stöðva hvalveiðar að eilífu,“ skrifar leikarinn til milljóna fylgjenda sinna. Ákall DiCaprio til íslenskra stjórnvalda birtist í svonefndu „story“ á Instagram.Skjáskot af Instagram Vísar DiCaprio til fréttar breska blaðsins The Guardian frá því í júní. Í henni er vísað í skoðanakönnun Maskínu frá því í byrjun júní sem benti til þess að rétt rúmur meirihluti væri andsnúinn hvalveiðum. Önnur könnun Maskínu, sem var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök, sýndi að 42 prósent væru andsnúin hvalveiðum í gær. Svandís hefur ekki gefið út hvort hún ætli að framlengja bannið eða leyfa veiðar þegar tímabundna bannið rennur út á föstudag. Starfshópur, sem hún skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum í skýrslu sem var birt í gær. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Bann Svandísar hefur valdið mikilli togstreitu innan ríkisstjórnarinnar en sjálfstæðismenn hafa verið sérstaklega ósáttir við ákvörðunina. Teitur Björn Einarsson, þingmaður flokksins og fulltrúi í atvinnuveganefnd þingsins, sagði í gær að ef bannið yrði framlengt hefði það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Þá boðaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, að vantrausti yrði lýst á Svandísi ef hún sneri ekki banninu við. DiCaprio er ekki fyrsta erlenda stórstjarnan sem vekur athygli á hvalveiðimálum á Íslandi í sumar. Bandaríski leikarinn Jason Momoa hvatti fylgjendur sína til þess að mótmæla hvalveiðum Íslendinga í maí og stjórnvöld til þess að framlengja bannið nú í síðustu viku.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Hollywood Tengdar fréttir Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03