„Þau verða bara að tala saman“ Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. ágúst 2023 14:29 Atvinnuveganefnd Alþingis kemur saman á fundi klukkan ellefu í dag þar sem fjallað verður um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún ætli að viðhalda veiðibanni á stórhvölum. Hún segist stefna á að taka ákvörðun sem fyrst en starfsmenn ráðuneytis hennar séu að vinna úr skýrslu sem birt var í gær um frávik við veiðar á hvölum. Hún segist eiga von á að fá minnisblað með tillögum á næstu sólarhringum. Eins og frægt er stöðvaði Svandís hvalaveiðar tímabundið í sumar og skipaði hún starfshóp sem meta á leiðir til að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Sá hópur skilaði skýrslu sem birt var í gær. Sjá einnig: Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif á árangur hvalveiða Ákvörðun ráðherrans féll ekki í kramið hjá mörgum innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem eru með Vinstri grænum í ríkisstjórn. Meðlimir flokkanna hafa sagt að áframhaldandi hvalveiðibann gæti haft alvarleg áhrif á stjórnarsamstarfið. Svandís segir það ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku sína. „Eins og alltaf í þessum málaflokki, og öðrum málaflokkum, byggi ég mínar ákvarðanir á faglegu mati, á lögmætum grunni og góðri stjórnsýslu. Það mun ég gera hér eftir sem hingað til,“ sagði Svandís. Aðspurð um þann málflutning á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina þar sem því var haldið fram að Svandís hefði brotið stjórnsýslulög, sagðist hún ekki ætla að tjá sig um innanflokksmál Sjálfstæðisflokksins. „Þau verða bara að tala saman,“ sagði Svandís um gagnrýnina frá meðlimum Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðimenn reru á miðin Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í morgun. 29. ágúst 2023 13:55 Leggja til auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fínpússun á veiðigjaldi Kvótakerfinu verður viðhaldið og veiðigjald verður að miklu leyti óbreytt fari stjórnvöld að tillögum starfshóps sem matvælaráðherra fól að gaumgæfa stöðu sjávarútvegarins. Hópurinn leggur til að sameign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni verði lögfest í stjórnarskrá. 29. ágúst 2023 13:16 Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21 Segist voða lítið í „ef“ spurningum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. 29. ágúst 2023 12:18 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Hún segist eiga von á að fá minnisblað með tillögum á næstu sólarhringum. Eins og frægt er stöðvaði Svandís hvalaveiðar tímabundið í sumar og skipaði hún starfshóp sem meta á leiðir til að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Sá hópur skilaði skýrslu sem birt var í gær. Sjá einnig: Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif á árangur hvalveiða Ákvörðun ráðherrans féll ekki í kramið hjá mörgum innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem eru með Vinstri grænum í ríkisstjórn. Meðlimir flokkanna hafa sagt að áframhaldandi hvalveiðibann gæti haft alvarleg áhrif á stjórnarsamstarfið. Svandís segir það ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku sína. „Eins og alltaf í þessum málaflokki, og öðrum málaflokkum, byggi ég mínar ákvarðanir á faglegu mati, á lögmætum grunni og góðri stjórnsýslu. Það mun ég gera hér eftir sem hingað til,“ sagði Svandís. Aðspurð um þann málflutning á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina þar sem því var haldið fram að Svandís hefði brotið stjórnsýslulög, sagðist hún ekki ætla að tjá sig um innanflokksmál Sjálfstæðisflokksins. „Þau verða bara að tala saman,“ sagði Svandís um gagnrýnina frá meðlimum Sjálfstæðisflokksins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðimenn reru á miðin Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í morgun. 29. ágúst 2023 13:55 Leggja til auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fínpússun á veiðigjaldi Kvótakerfinu verður viðhaldið og veiðigjald verður að miklu leyti óbreytt fari stjórnvöld að tillögum starfshóps sem matvælaráðherra fól að gaumgæfa stöðu sjávarútvegarins. Hópurinn leggur til að sameign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni verði lögfest í stjórnarskrá. 29. ágúst 2023 13:16 Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21 Segist voða lítið í „ef“ spurningum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. 29. ágúst 2023 12:18 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Hvalveiðimenn reru á miðin Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í morgun. 29. ágúst 2023 13:55
Leggja til auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fínpússun á veiðigjaldi Kvótakerfinu verður viðhaldið og veiðigjald verður að miklu leyti óbreytt fari stjórnvöld að tillögum starfshóps sem matvælaráðherra fól að gaumgæfa stöðu sjávarútvegarins. Hópurinn leggur til að sameign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni verði lögfest í stjórnarskrá. 29. ágúst 2023 13:16
Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21
Segist voða lítið í „ef“ spurningum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. 29. ágúst 2023 12:18