Stjórnmálaflokkur kjörins forseta bannaður Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 15:36 Ljóst er að Bernardo Arévalo áorkar ekki miklu sem forseti Gvatemala ef þingmenn flokks hans fá ekki að taka sæti á þingi. Hér ræðir hann við blaðamenn í Gvatemalaborg eftir að yfirkjörstjórn staðfesti sigur hans í gær. AP/Moises Castillo Sigur Bernarndo Arévalo í forsetakosningunum í Gvatemala var staðfestur í gær. Stjórnmálaflokkur hans var hins vegar bannaður tímabundið. Arévalo segir úrskurðinn lögleysu og að flokkurinn ætli að kæra hann. Miðvinstrimaðurinn Arévalo vann afgerandi sigur í annarri umferð forsetakosninganna 20. ágúst. Hann hlaut 60,9 prósent atkvæða gegn 37,2 prósentum Söndru Torres, frambjóðanda hægri vængsins. Þrátt fyrir sigurinn ríkti óvissa um hvort að Arévalo fengi að taka við embætti forseta 14. janúar. Ríkissaksóknari sakar Fræhreyfingu hans um að misferli í söfnun undirskrifta þegar flokkurinn var stofnaður. Óháð yfirkjörstjórn landsins staðfesti sigur Arévalo í gær. Á sama tíma felldi kjörská landsins skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi í tengslum við rannsókn saksóknarans. Því er ekki ljóst hvort að þingmenn flokksins fái að taka sæti sín á þingi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Héðan í frá getur enginn stöðvað mig í að taka við embætti 14. janúar,“ sagði Arévalo á blaðamannafundi. Hann hét því að áfrýja úrskurðinum um flokkinn til yfirkjörstjórnar. Stuðningsmenn Arévalo fagna á götum Gvatemalaborgar á kosninganótt.AP/Moises Castillo Órói og svikabrigsl Spilling er landlæg í Gvatemala. Ráðastéttin þar er sökuð um að beita dómskerfinu fyrir sig til þess að koma pólitískum keppninautum sínum fyrir kattarnef. Nokkrum frambjóðendum var meinað um að bjóða sig fram í forsetakosningunum af ýmsum ástæðum. Arévalo lagði meðal annars áherslu á baráttu gegn spillingu í kosningabaráttu sinni. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum af tilraunum til þess að grafa undan úrslitum forsetakosninganna í Gvatemala. Erlend og innlend samtök hafa einnig gagnrýnt handtökuskipanir á hendur starfsmanna kjörstjórnar og húsleit í höfuðstöðvum Fræhreyfingarinnar. Torres, mótframbjóðandi Arévalo í annarri umferð kosninganna, hefur sakað hann um kosningasvik. Hún hefur enn ekki viðurkennt ósigur. Alejandi Giammattei, fráfarandi forseti og bandamaður Torres, hefur ekki tjáð sig um nýjustu vendingar. Stuðningsmenn Arévalo hafa mótmælt tilraunum til þess að reyna að halda honum frá völdum. Mannréttindanefnd Samtaka Ameríkuríkja óskaði eftir því að gvatematölsk stjórnvöld gættu öryggis Arévalo af ótta við að hann yrði ráðinn af dögum. Arévalo er sonur Juan José Arévalo, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Gvatemala. Hann fæddist í Úrúgvæ eftir að faðir hans fór í útlegð í kjölfar þess að Jacobo Árbenz, eftirmanni Arévalo, var steypt af stóli í valdaráni sem naut fulltingis bandarísku leyniþjónustunnar CIA árið 1954. Gvatemala Tengdar fréttir Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. 21. ágúst 2023 08:50 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Miðvinstrimaðurinn Arévalo vann afgerandi sigur í annarri umferð forsetakosninganna 20. ágúst. Hann hlaut 60,9 prósent atkvæða gegn 37,2 prósentum Söndru Torres, frambjóðanda hægri vængsins. Þrátt fyrir sigurinn ríkti óvissa um hvort að Arévalo fengi að taka við embætti forseta 14. janúar. Ríkissaksóknari sakar Fræhreyfingu hans um að misferli í söfnun undirskrifta þegar flokkurinn var stofnaður. Óháð yfirkjörstjórn landsins staðfesti sigur Arévalo í gær. Á sama tíma felldi kjörská landsins skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi í tengslum við rannsókn saksóknarans. Því er ekki ljóst hvort að þingmenn flokksins fái að taka sæti sín á þingi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Héðan í frá getur enginn stöðvað mig í að taka við embætti 14. janúar,“ sagði Arévalo á blaðamannafundi. Hann hét því að áfrýja úrskurðinum um flokkinn til yfirkjörstjórnar. Stuðningsmenn Arévalo fagna á götum Gvatemalaborgar á kosninganótt.AP/Moises Castillo Órói og svikabrigsl Spilling er landlæg í Gvatemala. Ráðastéttin þar er sökuð um að beita dómskerfinu fyrir sig til þess að koma pólitískum keppninautum sínum fyrir kattarnef. Nokkrum frambjóðendum var meinað um að bjóða sig fram í forsetakosningunum af ýmsum ástæðum. Arévalo lagði meðal annars áherslu á baráttu gegn spillingu í kosningabaráttu sinni. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum af tilraunum til þess að grafa undan úrslitum forsetakosninganna í Gvatemala. Erlend og innlend samtök hafa einnig gagnrýnt handtökuskipanir á hendur starfsmanna kjörstjórnar og húsleit í höfuðstöðvum Fræhreyfingarinnar. Torres, mótframbjóðandi Arévalo í annarri umferð kosninganna, hefur sakað hann um kosningasvik. Hún hefur enn ekki viðurkennt ósigur. Alejandi Giammattei, fráfarandi forseti og bandamaður Torres, hefur ekki tjáð sig um nýjustu vendingar. Stuðningsmenn Arévalo hafa mótmælt tilraunum til þess að reyna að halda honum frá völdum. Mannréttindanefnd Samtaka Ameríkuríkja óskaði eftir því að gvatematölsk stjórnvöld gættu öryggis Arévalo af ótta við að hann yrði ráðinn af dögum. Arévalo er sonur Juan José Arévalo, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Gvatemala. Hann fæddist í Úrúgvæ eftir að faðir hans fór í útlegð í kjölfar þess að Jacobo Árbenz, eftirmanni Arévalo, var steypt af stóli í valdaráni sem naut fulltingis bandarísku leyniþjónustunnar CIA árið 1954.
Gvatemala Tengdar fréttir Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. 21. ágúst 2023 08:50 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. 21. ágúst 2023 08:50
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent