Erlent

Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Úkraínskir slökkviliðsmenn að störfum í Kænugarði í morgun. 
Úkraínskir slökkviliðsmenn að störfum í Kænugarði í morgun.  AP Photo/Efrem Lukatsky

Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu.

 Rússar halda því fram að þeim hafi tekist að skjóta niður dróna í Bryansk, Kaluga, Oryol og í Ryazan héraði en Úkraínumenn hafa í auknum mæli beitt drónum á rússnesku landsvæði. Á sama tíma gerður rússar eldflaugaárás á höfuðborgina Kænugarð og einnig drónaárásir í austurhluta Úkraínu.

Í Kænugarði létust tveir í árásunum og annar er særður að sögn borgarstjórans Vitaly Klitschko. Hann segir að rúmlega tuttugu drónar hafi verið eyðilagðir af loftvarnasveitum í borginni en árásin mun hafa verið sú víðamesta frá því í vor.

Þá halda Rússar því einnig fram að þeir hafi sökkt úkraínskum herbátum á Svartahafi þar sem tugir úkraínska sjóliða hafi farist.


Tengdar fréttir

Segj­a klas­a­sprengj­urn­ar nýt­ast vel gegn Rúss­um

Úkraínskir hermenn segja klasasprengjur hafa nýst vel gegn Rússum á undanförnum vikum. Þær nýtist sérstaklega vel til að stöðva árásir Rússa í austurhluta landsins, á meðan Úkraínumenn reyna að sækja fram í suðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×