Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 14:19 Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í atvinnumennskuna Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. Það var í gær sem danskir miðlar fullyrtu að Gylfi Þór myndi skrifa undir samning við Lyngby í dag að lokinni læknisskoðun hjá félaginu en leikmaðurinn hefur undanfarið æft í Danmörku og hefur þar verið undir smásjá þjálfarateymis félagsins sem vildi sjá hver staðan á Gylfa væri. Læs meget mere her: https://t.co/2YWjXUTP0T— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2023 Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Nordsjælland á sunnudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort Gylfi Þór verði í leikmannahópi liðsins þá. Hjá Lyngby hittir Gylfi Þór fyrir Frey Alexandersson sem er þjálfari liðsins og þá eru íslensku leikmennirnir Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnson og Andri Lucas Guðjohnsen nú þegar á mála hjá Lyngby. Gylfi Þór er einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og á, meðal annars, að baki feril sem spannar 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem að hann skoraði 67 mörk og gaf 50 stoðsendingar með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Gylfi Þór í leik með Everton á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinniVísir/Getty Þá hefur Gylfi Þór einnig leikið 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, skorað í þeim 26 mörk og verið hluti af gullaldarliðinu sem komst á tvo stórmót, EM 2016 og HM 2018. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Norðamaðurinn Age Hareide, hefur áður lýst yfir áhuga sínum á því að fá Gylfa Þór aftur inn í íslenska landsliðið myndi það fara svo að hann hæfi feril sinn á nýjan leik. Nú þegar staðfest hefur verið að það sé raunin verður áhugavert að sjá hvort Gylfi Þór gefi aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Danski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Sjá meira
Það var í gær sem danskir miðlar fullyrtu að Gylfi Þór myndi skrifa undir samning við Lyngby í dag að lokinni læknisskoðun hjá félaginu en leikmaðurinn hefur undanfarið æft í Danmörku og hefur þar verið undir smásjá þjálfarateymis félagsins sem vildi sjá hver staðan á Gylfa væri. Læs meget mere her: https://t.co/2YWjXUTP0T— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2023 Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Nordsjælland á sunnudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort Gylfi Þór verði í leikmannahópi liðsins þá. Hjá Lyngby hittir Gylfi Þór fyrir Frey Alexandersson sem er þjálfari liðsins og þá eru íslensku leikmennirnir Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnson og Andri Lucas Guðjohnsen nú þegar á mála hjá Lyngby. Gylfi Þór er einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og á, meðal annars, að baki feril sem spannar 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem að hann skoraði 67 mörk og gaf 50 stoðsendingar með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Gylfi Þór í leik með Everton á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinniVísir/Getty Þá hefur Gylfi Þór einnig leikið 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, skorað í þeim 26 mörk og verið hluti af gullaldarliðinu sem komst á tvo stórmót, EM 2016 og HM 2018. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Norðamaðurinn Age Hareide, hefur áður lýst yfir áhuga sínum á því að fá Gylfa Þór aftur inn í íslenska landsliðið myndi það fara svo að hann hæfi feril sinn á nýjan leik. Nú þegar staðfest hefur verið að það sé raunin verður áhugavert að sjá hvort Gylfi Þór gefi aftur kost á sér í íslenska landsliðið.
Danski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Sjá meira