Orri nýliði í landsliðinu en Aron Einar ekki með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2023 10:04 Orri Steinn Óskarsson hefur fengið æ fleiri tækifæri með aðalliði FC Kaupmannahafnar að undanförnu. vísir/hulda margrét Åge Hareide hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands í fótbolta karla fyrir leikina gegn Lúxemborg og Bosníu í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði. Einn nýliði er í hópnum, Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar. Orri, sem varð nítján ára í gær, hefur skorað 21 mark í 33 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Åge Hareide hefur valið hóp sinn fyrir komandi leiki gegn Lúxemborg og Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM 2024. Miðasala á leikinn gegn Bosníu og Hersegóvínu er í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7x https://t.co/btU5KDVas8#fyrirísland pic.twitter.com/HKwsnDCUKW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 30, 2023 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er ekki í hópnum. Hann hefur ekkert spilað með Al Arabi undanfarnar vikur. Albert Guðmundsson er ekki í landsliðshópnum en hann hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot og rannsókn á máli hans stendur yfir. Samkvæmt reglum KSÍ er landsliðsþjálfara ekki heimilt að velja leikmann meðan rannsókn á máli hans stendur yfir. Birkir Bjarnason, Arnór Sigurðsson, Þórir Jóhann Helgason og Daníel Leó Grétarsson detta einnig út frá síðasta landsliðshópi. Kristian Nökkvi Hlynsson, nítján ára leikmaður Ajax, er í hópnum eins og síðast. Hann á enn eftir að leika A-landsleik. Kolbeinn Birgir Finnsson, leikmaður Lyngby, er einnig í hópnum. Hann hefur ekki leikið með landsliðinu síðan í janúar 2019. Júlíus Magnússon, leikmaður Fredrikstad í norsku B-deildinni, er í hópnum en hann hefur ekki leikið keppnisleik fyrir landsliðið. Ísland mætir Lúxemborg í Lúxemborg 8. september og Bosníu á Laugardalsvelli þremur dögum seinna. Íslendingar eru með þrjú stig í J-riðli undankeppninnar. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Einn nýliði er í hópnum, Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar. Orri, sem varð nítján ára í gær, hefur skorað 21 mark í 33 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Åge Hareide hefur valið hóp sinn fyrir komandi leiki gegn Lúxemborg og Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM 2024. Miðasala á leikinn gegn Bosníu og Hersegóvínu er í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7x https://t.co/btU5KDVas8#fyrirísland pic.twitter.com/HKwsnDCUKW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 30, 2023 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er ekki í hópnum. Hann hefur ekkert spilað með Al Arabi undanfarnar vikur. Albert Guðmundsson er ekki í landsliðshópnum en hann hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot og rannsókn á máli hans stendur yfir. Samkvæmt reglum KSÍ er landsliðsþjálfara ekki heimilt að velja leikmann meðan rannsókn á máli hans stendur yfir. Birkir Bjarnason, Arnór Sigurðsson, Þórir Jóhann Helgason og Daníel Leó Grétarsson detta einnig út frá síðasta landsliðshópi. Kristian Nökkvi Hlynsson, nítján ára leikmaður Ajax, er í hópnum eins og síðast. Hann á enn eftir að leika A-landsleik. Kolbeinn Birgir Finnsson, leikmaður Lyngby, er einnig í hópnum. Hann hefur ekki leikið með landsliðinu síðan í janúar 2019. Júlíus Magnússon, leikmaður Fredrikstad í norsku B-deildinni, er í hópnum en hann hefur ekki leikið keppnisleik fyrir landsliðið. Ísland mætir Lúxemborg í Lúxemborg 8. september og Bosníu á Laugardalsvelli þremur dögum seinna. Íslendingar eru með þrjú stig í J-riðli undankeppninnar.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira