Åge ánægður með nýjustu tíðindi af Gylfa: „Mun fylgjast vel með honum“ Aron Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2023 11:28 Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands er spenntur fyrir verðandi félagsskiptum Gylfa Þórs Vísir/Getty Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024. Þar var hann meðal annars spurður út í Gylfa Þór Sigurðsson. Åge er ánægður með að nú virðist ætla stefna í að Gylfi Þór snúi aftur í atvinnumennsku en búist er við því að hann skrifi undir eins árs samning við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby í dag. Norðmaðurinn segist munu fylgjast náið með þróuninni hjá Gylfa næstu mánuðina. „Hann mun þurfa tíma,“ sagði Åge á blaðamannafundi um þróunina hjá Gylfa. „Ég veit að hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli. En hann byrjar að spila reglulega fyrir Lyngby þa mun ég fylgjast vel með honum. Åge er ánægður með þetta verðandi skref Gylfa. „Ég er mjög ánægður með þessi skipti. Hjá Lyngby mun hann spila undir stjórn góðs þjálfara, Freys Alexanderssonar. Hæfileikar Gylfa inn á knattspyrnuvellinum eru ótvíræðir ég mun fylgjast náið með honum.“ Freyr Alexandersson, þjálfari LyngbyVísir/Getty Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Nordsjælland á sunnudaginn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Åge er ánægður með að nú virðist ætla stefna í að Gylfi Þór snúi aftur í atvinnumennsku en búist er við því að hann skrifi undir eins árs samning við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby í dag. Norðmaðurinn segist munu fylgjast náið með þróuninni hjá Gylfa næstu mánuðina. „Hann mun þurfa tíma,“ sagði Åge á blaðamannafundi um þróunina hjá Gylfa. „Ég veit að hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli. En hann byrjar að spila reglulega fyrir Lyngby þa mun ég fylgjast vel með honum. Åge er ánægður með þetta verðandi skref Gylfa. „Ég er mjög ánægður með þessi skipti. Hjá Lyngby mun hann spila undir stjórn góðs þjálfara, Freys Alexanderssonar. Hæfileikar Gylfa inn á knattspyrnuvellinum eru ótvíræðir ég mun fylgjast náið með honum.“ Freyr Alexandersson, þjálfari LyngbyVísir/Getty Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Nordsjælland á sunnudaginn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira