Taktu skrefið María Rún Bjarnadóttir skrifar 30. ágúst 2023 12:30 Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar. Kynferðislegt efni af börnum er barnaníðsefni. Það er níðingsháttur gegn barni að sýna það eða skoða á kynferðislegan hátt og það gildir hvort sem áhorfandinn þekkir barnið eða ekki, og hvort sem níðingsskapurinn á sér stað stafrænt eða ekki. Þessi hegðun er bæði ólögleg og refsiverð á Íslandi og í fjölmörgum öðrum ríkjum heims. Landamæraleysi og nafnleysi sem internetið býður uppá hefur stuðlað frekar að útbreiðslu barnaníðsefnis og annars konar kynferðisbrotum gegn börnum. Þó að þessi hörmung hafi fylgt internetinu lengi, er það hins vegar ekkert náttúrulögmál að barnaníð og kynferðislega samskipti við börn eigi sér þar stað. Það er hægt að breyta þessari þróun, en til þess þarf að breyta háttsemi og hegðun þeirra sem nýta netið með þessum skaðlega hætti. Barnaníðsefni er aðgengilegt á almennum og opnum svæðum á netinu og gengur líka kaupum og sölum á lokuðum svæðum og á djúpvefnum. Fullorðið fólk á samskipti við börn á samfélagsmiðlum og í gegnum tölvuleiki í kynferðislegum tilgangi. Allt þetta er að eiga sér stað á meðal okkar í daglegu lífi án þess að sum okkar viti af. Önnur eru með aðeins hraðari hjartslátt vegna þess að þau vita ekki bara af þessum veruleika heldur taka jafnvel þátt í honum sjálf. Einhver þessara einstaklinga eru fullmeðvituð um alvarleika háttsemi sinnar á meðan önnur telja sér trú um að efnið sem þau eru að skoða í kynferðislegum tilgangi sé bara klám, en ekki barnaníð. Öll þurfa þau að átta sig á vandanum og breyta háttsemi sinni. Á 112.is eru aðgengilegar upplýsingar og sjálfspróf fyrir þau sem hafa áhyggjur af eigin hegðun. Þar er að finna ráð um næstu skref og á taktuskrefid.is er hægt að fá aðstoð sérfræðinga við að breyta hegðunarmynsti sínu. Rannsóknir sýna að fullorðið fólk sem er í kynferðislegum samskiptum við börn eða skoðar kynferðislegt efni af börnum á netinu er almennt það sem kallað er „venjulegt fólk“. Það býr við hliðina á okkur, við förum með þeim í hádegismat og spilum við þau fótbolta. Þau eru ekki sjálfkrafa vont eða hræðilegt fólk, en það sem þau eru að gera er skaðlegt börnum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau sjálf og þeirra nánustu. Með nýrri vitundarvakningarherferð undir merkjum 112.is og Taktu Skrefið er athygli fólks vakin á að þau geti leitað sér aðstoðar til þess að breyta hegðun sinni þannig að þau skaði ekki börn og brjóti ekki af sér með tilheyrandi afleiðingum. Til þess að svo verði þarf þó að taka skrefið og leita sér aðstoðar. Höfundur er verkefnisstjóri netöryggis hjá ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar. Kynferðislegt efni af börnum er barnaníðsefni. Það er níðingsháttur gegn barni að sýna það eða skoða á kynferðislegan hátt og það gildir hvort sem áhorfandinn þekkir barnið eða ekki, og hvort sem níðingsskapurinn á sér stað stafrænt eða ekki. Þessi hegðun er bæði ólögleg og refsiverð á Íslandi og í fjölmörgum öðrum ríkjum heims. Landamæraleysi og nafnleysi sem internetið býður uppá hefur stuðlað frekar að útbreiðslu barnaníðsefnis og annars konar kynferðisbrotum gegn börnum. Þó að þessi hörmung hafi fylgt internetinu lengi, er það hins vegar ekkert náttúrulögmál að barnaníð og kynferðislega samskipti við börn eigi sér þar stað. Það er hægt að breyta þessari þróun, en til þess þarf að breyta háttsemi og hegðun þeirra sem nýta netið með þessum skaðlega hætti. Barnaníðsefni er aðgengilegt á almennum og opnum svæðum á netinu og gengur líka kaupum og sölum á lokuðum svæðum og á djúpvefnum. Fullorðið fólk á samskipti við börn á samfélagsmiðlum og í gegnum tölvuleiki í kynferðislegum tilgangi. Allt þetta er að eiga sér stað á meðal okkar í daglegu lífi án þess að sum okkar viti af. Önnur eru með aðeins hraðari hjartslátt vegna þess að þau vita ekki bara af þessum veruleika heldur taka jafnvel þátt í honum sjálf. Einhver þessara einstaklinga eru fullmeðvituð um alvarleika háttsemi sinnar á meðan önnur telja sér trú um að efnið sem þau eru að skoða í kynferðislegum tilgangi sé bara klám, en ekki barnaníð. Öll þurfa þau að átta sig á vandanum og breyta háttsemi sinni. Á 112.is eru aðgengilegar upplýsingar og sjálfspróf fyrir þau sem hafa áhyggjur af eigin hegðun. Þar er að finna ráð um næstu skref og á taktuskrefid.is er hægt að fá aðstoð sérfræðinga við að breyta hegðunarmynsti sínu. Rannsóknir sýna að fullorðið fólk sem er í kynferðislegum samskiptum við börn eða skoðar kynferðislegt efni af börnum á netinu er almennt það sem kallað er „venjulegt fólk“. Það býr við hliðina á okkur, við förum með þeim í hádegismat og spilum við þau fótbolta. Þau eru ekki sjálfkrafa vont eða hræðilegt fólk, en það sem þau eru að gera er skaðlegt börnum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau sjálf og þeirra nánustu. Með nýrri vitundarvakningarherferð undir merkjum 112.is og Taktu Skrefið er athygli fólks vakin á að þau geti leitað sér aðstoðar til þess að breyta hegðun sinni þannig að þau skaði ekki börn og brjóti ekki af sér með tilheyrandi afleiðingum. Til þess að svo verði þarf þó að taka skrefið og leita sér aðstoðar. Höfundur er verkefnisstjóri netöryggis hjá ríkislögreglustjóra.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun