Svara ekki hvort starfsfólki ráðuneyta fækki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. ágúst 2023 14:32 Ráðherrar hafa aldrei verið fleiri og allir eru með tvo aðstoðarmenn. Vísir/Vilhelm Óvíst er hvort að starfsfólki ráðuneyta fækki í niðurskurðaráætlunum ríkisstjórnarinnar. Rúmlega 700 manns starfa nú í ráðuneytunum, sem hafa aldrei verið fleiri og allir ráðherrar komnir með tvo aðstoðarmenn. „Á næstu vikum munu ráðuneyti og stofnanir vinna að útfærslu aðgerða þannig að sett markmið um afkomu ríkisins fái staðist,“ er svarið sem sex upplýsingafulltrúar ráðuneyta svöruðu við fyrirspurn Vísis um hvort að stöðugildum yrði fækkað í ráðuneytunum og ef svo um hversu mörg. Einnig er ekki gefið upp hver aðhaldskrafan sé á hvaða stofnun sem heyri undir ráðuneytin. Samkvæmt upplýsingafulltrúunum ríkir trúnaður um þetta fram að framlagningu fjárlagafrumvarps, þann 12. september næstkomandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur tilkynnt um 17 milljarða króna aðhald og niðurskurð ríkisins. Þar af á að skera niður um 5 milljarða í launakostnað. Ekki er tilgreint hvar niðurskurðarhnífurinn á að lenda, nema að framlínustarfsfólki verði hlíft. Óvíst er hvort ráðherrarnir skeri niður á skrifstofum sínum, sem hafa bólgnað á undanförnum árum, meðal annars vegna fjölgunar pólitískra aðstoðarmanna. Ráðuneytin bólgnað Við talningu í vor kom í ljós að 724 manns starfa nú í ráðuneytunum. Hefur þeim fjölgað töluvert í tíð núverandi ríkisstjórnar og stjórnarinnar þar á undan. Árið 2012 störfuðu 532 í ráðuneytunum. Þetta er fjölgun um 36 prósent. Mesta fjölgunin hefur verið í utanríkisráðuneytinu á undanförnum árum. Árið 2017 störfuðu þar 105 en nú 141, fjölgun um 36 starfsmenn. Þá hefur einnig verið mikil fjölgun í dómsmálaráðuneytinu, úr 45 í 56 starfsmenn. Allir með tvo aðstoðarmenn Fyrir um tólf árum síðan var ráðherrum heimilt að hafa tvo aðstoðarmenn og nú er svo komið að allir ráðherrar velja sér að nýta þá heimild. Bjarni Benediktsson, var um tíma með einn aðstoðarmann en hann bætti öðrum við á þessu ári. Eftir síðustu kosningar, árið 2021, var ráðuneytunum fjölgað og eru þau nú jafn mörg og þau voru á hrunárunum, það er tólf. Eftir hrun var þeim fækkað úr tólf í níu. Ástæða fjölgunarinnar var talin vera til þess að meðal annars auka vægi Framsóknarflokksins eftir kosningasigur. Hinir flokkarnir hafi ekki viljað gefa eftir ráðherrastóla. Kostnaðurinn við breytinguna hljóp á hundruð milljónum króna. Stjórnsýsla Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. 25. ágúst 2023 12:14 Ríflega sjö hundruð manns starfa í ráðuneytunum Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum. 6. maí 2023 16:39 Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
„Á næstu vikum munu ráðuneyti og stofnanir vinna að útfærslu aðgerða þannig að sett markmið um afkomu ríkisins fái staðist,“ er svarið sem sex upplýsingafulltrúar ráðuneyta svöruðu við fyrirspurn Vísis um hvort að stöðugildum yrði fækkað í ráðuneytunum og ef svo um hversu mörg. Einnig er ekki gefið upp hver aðhaldskrafan sé á hvaða stofnun sem heyri undir ráðuneytin. Samkvæmt upplýsingafulltrúunum ríkir trúnaður um þetta fram að framlagningu fjárlagafrumvarps, þann 12. september næstkomandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur tilkynnt um 17 milljarða króna aðhald og niðurskurð ríkisins. Þar af á að skera niður um 5 milljarða í launakostnað. Ekki er tilgreint hvar niðurskurðarhnífurinn á að lenda, nema að framlínustarfsfólki verði hlíft. Óvíst er hvort ráðherrarnir skeri niður á skrifstofum sínum, sem hafa bólgnað á undanförnum árum, meðal annars vegna fjölgunar pólitískra aðstoðarmanna. Ráðuneytin bólgnað Við talningu í vor kom í ljós að 724 manns starfa nú í ráðuneytunum. Hefur þeim fjölgað töluvert í tíð núverandi ríkisstjórnar og stjórnarinnar þar á undan. Árið 2012 störfuðu 532 í ráðuneytunum. Þetta er fjölgun um 36 prósent. Mesta fjölgunin hefur verið í utanríkisráðuneytinu á undanförnum árum. Árið 2017 störfuðu þar 105 en nú 141, fjölgun um 36 starfsmenn. Þá hefur einnig verið mikil fjölgun í dómsmálaráðuneytinu, úr 45 í 56 starfsmenn. Allir með tvo aðstoðarmenn Fyrir um tólf árum síðan var ráðherrum heimilt að hafa tvo aðstoðarmenn og nú er svo komið að allir ráðherrar velja sér að nýta þá heimild. Bjarni Benediktsson, var um tíma með einn aðstoðarmann en hann bætti öðrum við á þessu ári. Eftir síðustu kosningar, árið 2021, var ráðuneytunum fjölgað og eru þau nú jafn mörg og þau voru á hrunárunum, það er tólf. Eftir hrun var þeim fækkað úr tólf í níu. Ástæða fjölgunarinnar var talin vera til þess að meðal annars auka vægi Framsóknarflokksins eftir kosningasigur. Hinir flokkarnir hafi ekki viljað gefa eftir ráðherrastóla. Kostnaðurinn við breytinguna hljóp á hundruð milljónum króna.
Stjórnsýsla Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. 25. ágúst 2023 12:14 Ríflega sjö hundruð manns starfa í ráðuneytunum Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum. 6. maí 2023 16:39 Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. 25. ágúst 2023 12:14
Ríflega sjö hundruð manns starfa í ráðuneytunum Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum. 6. maí 2023 16:39
Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19