Hvorki pirraður nágranni né hrekkjóttur unglingur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2023 16:37 Curver (til vinstri) og Einar í góðum gír eftir að búið var að finna út úr stóra hátalaravíramálinu, ef svo má að orði komast. Cuver Thoroddsen Listamaðurinn Curver Thoroddsen hefur eignast nýjan vin eftir leystist farsællega úr óvæntri uppákomu á Hamraborgarhátíðinni í Kópavogi. Það sem talið var hafa verið skemmdarverk pirraðs nágranna reyndist hafa verið umsjónarmaður húsnæðisins að vinna vinnuna sína. Hamraborg Festival 2023 lýkur í dag en meðal verka á sýningunni er hljóðinnsetning Curvers í bílakjallara í Hamraborginni. Þema hátíðarinnar í ár er pönk og Curver tefldi fram verkinu Andskotans hávaði. Verkið samanstendur af tíu hátölurum sem eru dreifðir um rýmið. Í hverjum hátalara hljómar eitt gítarriff úr íslensku pönklagi síendurtekið. Saman mynda riffin „andskotans hávaða“ sem er frasi sem oft hefur verið notaður af fólki til að lýsa pönktónlist með neikvæðum hætti. Curver brá í brún þegar hann tók eftir því á mánudaginn að klippt hafði verið á víra hátalaranna í kjallaranum. Mbl greindi frá og ræddi við Curver sem sagði pönkara hafa hangið í bílakjallaranum í gamla daga. Hann taldi líklegast að ósáttur nágranni eða einhver sem kunni ekki að meta pönk hefði í pirringskasti klippt á vírana. Svo reyndist ekki vera heldur var um að ræða Einar nokkurn sem vill svo til að er umsjónarmaður húsnæðisins. Curver segir frá á Facebook-síðu sinni. Leystur út með konfekti „Ég fékk símtal seint í gær frá Einari, kurteisum eldri manni sem að klippti á víranna. Hann er umsjónarmaður húsnæðisins í Hamraborg og þetta var alls ekki gert í illu eða pirringi. Heldur höfðu skilaboðin um hátíðina greinilega ekki náð alla leið inn til umsjónarmannsins sem hafði engar upplýsingar um af hverju þetta væri þarna,“ segir Curver. „Hann hélt að þetta væri einhver hrekkur gerður af unglingum. Klippti á einn hátalara sem að hann fann og skildi ekki afhverju hljóðið hélt áfram. Fann þá annan og klippti á hann og svo framvegis. Hann heyrir illa og átti erfitt með að skynja hvaðan allur þessi hávaði var að koma. Var alveg hissa yfir því hvað þetta væru margir hátalarar,“ segir Curver á léttum nótum. Allt er gott sem endar vel. „Þannig að allt er í góðu og mér er bara mjög létt að þetta hafi ekki verið gert í einhverjum illindum og pirring,“ segir Curver. Hann nefnir að viðgerð á verkinu hafi ekki reynst erfitt verk og allir séu sáttir. „Ég gaf Einari konfekt og allir aðilar eru sáttir.“ Kópavogur Tónlist Menning Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Hamraborg Festival 2023 lýkur í dag en meðal verka á sýningunni er hljóðinnsetning Curvers í bílakjallara í Hamraborginni. Þema hátíðarinnar í ár er pönk og Curver tefldi fram verkinu Andskotans hávaði. Verkið samanstendur af tíu hátölurum sem eru dreifðir um rýmið. Í hverjum hátalara hljómar eitt gítarriff úr íslensku pönklagi síendurtekið. Saman mynda riffin „andskotans hávaða“ sem er frasi sem oft hefur verið notaður af fólki til að lýsa pönktónlist með neikvæðum hætti. Curver brá í brún þegar hann tók eftir því á mánudaginn að klippt hafði verið á víra hátalaranna í kjallaranum. Mbl greindi frá og ræddi við Curver sem sagði pönkara hafa hangið í bílakjallaranum í gamla daga. Hann taldi líklegast að ósáttur nágranni eða einhver sem kunni ekki að meta pönk hefði í pirringskasti klippt á vírana. Svo reyndist ekki vera heldur var um að ræða Einar nokkurn sem vill svo til að er umsjónarmaður húsnæðisins. Curver segir frá á Facebook-síðu sinni. Leystur út með konfekti „Ég fékk símtal seint í gær frá Einari, kurteisum eldri manni sem að klippti á víranna. Hann er umsjónarmaður húsnæðisins í Hamraborg og þetta var alls ekki gert í illu eða pirringi. Heldur höfðu skilaboðin um hátíðina greinilega ekki náð alla leið inn til umsjónarmannsins sem hafði engar upplýsingar um af hverju þetta væri þarna,“ segir Curver. „Hann hélt að þetta væri einhver hrekkur gerður af unglingum. Klippti á einn hátalara sem að hann fann og skildi ekki afhverju hljóðið hélt áfram. Fann þá annan og klippti á hann og svo framvegis. Hann heyrir illa og átti erfitt með að skynja hvaðan allur þessi hávaði var að koma. Var alveg hissa yfir því hvað þetta væru margir hátalarar,“ segir Curver á léttum nótum. Allt er gott sem endar vel. „Þannig að allt er í góðu og mér er bara mjög létt að þetta hafi ekki verið gert í einhverjum illindum og pirring,“ segir Curver. Hann nefnir að viðgerð á verkinu hafi ekki reynst erfitt verk og allir séu sáttir. „Ég gaf Einari konfekt og allir aðilar eru sáttir.“
Kópavogur Tónlist Menning Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira