Óskar fyrir stórleik dagsins: „Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni“ Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 10:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks Vísir/Hulda Margrét Stærsti leikur í sögu karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, að margra mati, fer fram á Kópavogsvelli síðar í dag þegar að liðið tekur á móti FC Struga í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Breiðablik vann fyrri leikinn úti í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu og getur, með annað hvort jafntefli eða sigri í dag tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópu fyrst allra karlaliða á Íslandi. „Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni.“ „Þetta er bara blanda af mikilli eftirvæntingu og auðvitað finnur maður fyrir stærð leiksins. Það er alveg ljóst,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um tilfinningarnar sem bærast um innra með honum fyrir leiknum. „Maður finnur fyrir stressi, það er smá ótti en mest eftirvænting.“ En hvernig nálgast Óskar leikmenn sína í aðdraganda þessa stórleiks? „Maður reynir að hafa þetta eins venjulegt og þetta getur orðið, þetta er auðvitað bara fótboltaleikur sem við þurfum að vinna en í grunninn þurfum við að umvefja þá staðreynd að við erum komnir á þennan stað, í þessa stöðu og menn eru búnir að vinna fyrir því. Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni, það eru ekki allir sem fá að upplifa það og við þurfum að vera þakklátir fyrir það. Passa upp á að orkan sem við komum með inn í þennan leik sé jákvæð, að allar neikvæðu tilfinningarnar á borð við stress, ótti og allt þetta þar sem að hlutir sem þú óttast mest í heiminum að tapa eða falla á sverð. Að það dragi þig ekki niður heldur, af því að við erum meðvitaðir um það og þorum að tala um það, geti óttinn verið öflugur drifkraftur.“ Segir Óskar sem telur að innst inni séu menn að hugsa hvað gerist ef þeir klikki. „Að falla á þessari síðustu hindrun, sem er bara eðlilegasti hlutur í heimi. Við höfum áhyggjur af öllu, alltaf, alls staðar en þegar að hópurinn er saman, hópurinn er meðvitaður um það og allir í sömu stöðu, þá er auðveldara að takast á við það og nýta það sem jákvæða orku, öflugan drifkraft.“ Viðtalið við Óskar í heild sinni fyrir stórleik dagsins gegn Struga FC má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Óskar fyrir stórleikinn: Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Í beinni: Fulham - Brentford | Lundúnaslagur á Craven Cottage Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Sjá meira
Breiðablik vann fyrri leikinn úti í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu og getur, með annað hvort jafntefli eða sigri í dag tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópu fyrst allra karlaliða á Íslandi. „Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni.“ „Þetta er bara blanda af mikilli eftirvæntingu og auðvitað finnur maður fyrir stærð leiksins. Það er alveg ljóst,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um tilfinningarnar sem bærast um innra með honum fyrir leiknum. „Maður finnur fyrir stressi, það er smá ótti en mest eftirvænting.“ En hvernig nálgast Óskar leikmenn sína í aðdraganda þessa stórleiks? „Maður reynir að hafa þetta eins venjulegt og þetta getur orðið, þetta er auðvitað bara fótboltaleikur sem við þurfum að vinna en í grunninn þurfum við að umvefja þá staðreynd að við erum komnir á þennan stað, í þessa stöðu og menn eru búnir að vinna fyrir því. Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni, það eru ekki allir sem fá að upplifa það og við þurfum að vera þakklátir fyrir það. Passa upp á að orkan sem við komum með inn í þennan leik sé jákvæð, að allar neikvæðu tilfinningarnar á borð við stress, ótti og allt þetta þar sem að hlutir sem þú óttast mest í heiminum að tapa eða falla á sverð. Að það dragi þig ekki niður heldur, af því að við erum meðvitaðir um það og þorum að tala um það, geti óttinn verið öflugur drifkraftur.“ Segir Óskar sem telur að innst inni séu menn að hugsa hvað gerist ef þeir klikki. „Að falla á þessari síðustu hindrun, sem er bara eðlilegasti hlutur í heimi. Við höfum áhyggjur af öllu, alltaf, alls staðar en þegar að hópurinn er saman, hópurinn er meðvitaður um það og allir í sömu stöðu, þá er auðveldara að takast á við það og nýta það sem jákvæða orku, öflugan drifkraft.“ Viðtalið við Óskar í heild sinni fyrir stórleik dagsins gegn Struga FC má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Óskar fyrir stórleikinn: Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Í beinni: Fulham - Brentford | Lundúnaslagur á Craven Cottage Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Sjá meira