„Tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. ágúst 2023 15:20 Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish Framkvæmdastjóri Arctic fish segir villtum laxastofnum ekki stafa nein ógn af sjókvíaeldi. Laxveiðimenn segja stofninn ekki þola viðvarandi ágang eldislaxa. Göt á sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Patreksfirði uppgötvuðust fyrir rúmri viku. Í kjölfarið var óttast að eldislaxinn gengi upp fjölda laxveiðáa á Norðvesturlandi. Við könnun Matvælastofnunar kom í ljós að sennilega sé ekki um stóra slysasleppingu að ræða. Mismunur á fjölda fiska sem fóru í kvína og fjöldi slátraðra fiska reyndust innan skekkjumarka en mögulegt er að allt að 3,500 hafi strokið úr kvínni. Sex fiskar veiddust í net Fiskistofu í Patreksfirði vikunni. Sjá einnig: Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Veiddir í frárennsli frá virkjun Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri Arctic Fish segir götin bæði lítil og fiskinn stóran. „Við vitum líka að almennt þegar svona fiskur sleppur, þá er tilhneiging hjá fisknum til að halda sig undir kvíunum, þar sem hann er vanur að fá fóður og ekki fara neitt langt í burtu, allavega svona hratt og vel,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Áhyggjur laxveiðimanna eru fyrst og fremst af erfðablöndun eldislaxins við villta laxastofninn og er talið að með viðvarandi ágangi eldislaxins dragi það verulega úr hæfni villta laxins. Daníel telur að kerfið verndi villta laxinn eins vel og mögulegt er. „Ástæðan fyrir því að laxeldi er leyft á Vestfjörðum og Austfjörðum er fjarlægðin frá helstu laxveiðiám. Þar sem laxeldi er starfrækt eru litlar ár með litla stofna, sem hafa hingað til ekki verið skilgreindar sem laxveiðiár. Til dæmis Mjólká þar sem mest hefur veiðst af fisknum, sem er bara frárennsli frá virkjun og hefur engan sjálfstæðan laxastofn.“ Daníel segir að frá því fiskeldi hófst hafi einungis tíu staðfestir eldislaxar veiðst í ám sem skilgreindar seú sem laxveiðiár. Kerfi sem verndi villta stofninn „Svo erum við með bæði þessi burðarþol og áhættumat sem eiga að tryggja það að fiskeldið verði ekki í því magni að villtum laxi stafi ógn af. Samkvæmt MAST hafa níu tilvik komið upp frá árinu 2015 þar sem göt fundust á kvíum. Stærsta slysasleppingin átti sér stað hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi í Arnarfirði í október á síðasta ári þegar ljóst varð að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum rúmlega 81 þúsund laxa hið minnsta. Matvælastofnun lagði í kjölfarið 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið. Er ekki óviðunandi að slysasleppingar eigi sér stað nokkuð reglulega? „Ég er ekki sammála því að þetta sé að gerast reglulega. Það hafa ekki orðið nein alvarleg slepping hjá okkur fram að þessu,“ segir Daníel. „Ég get fullyrt að á Íslandi er aðeins leyfilegt að vera með besta mögulega búnað til fiskeldis.“ „Svo á kerfið auðvitað að vera þannig hannað að þegar þessi slys verða, þá eigi villta laxastofninum eigi ekki að stafa nein hætta af. Ég held að okkur hér á Íslandi hafi tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn, meðal annars með fjarlægð við villta laxastofna.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Stangveiði Tengdar fréttir Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. 25. ágúst 2023 15:45 Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19 120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Göt á sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Patreksfirði uppgötvuðust fyrir rúmri viku. Í kjölfarið var óttast að eldislaxinn gengi upp fjölda laxveiðáa á Norðvesturlandi. Við könnun Matvælastofnunar kom í ljós að sennilega sé ekki um stóra slysasleppingu að ræða. Mismunur á fjölda fiska sem fóru í kvína og fjöldi slátraðra fiska reyndust innan skekkjumarka en mögulegt er að allt að 3,500 hafi strokið úr kvínni. Sex fiskar veiddust í net Fiskistofu í Patreksfirði vikunni. Sjá einnig: Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Veiddir í frárennsli frá virkjun Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri Arctic Fish segir götin bæði lítil og fiskinn stóran. „Við vitum líka að almennt þegar svona fiskur sleppur, þá er tilhneiging hjá fisknum til að halda sig undir kvíunum, þar sem hann er vanur að fá fóður og ekki fara neitt langt í burtu, allavega svona hratt og vel,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Áhyggjur laxveiðimanna eru fyrst og fremst af erfðablöndun eldislaxins við villta laxastofninn og er talið að með viðvarandi ágangi eldislaxins dragi það verulega úr hæfni villta laxins. Daníel telur að kerfið verndi villta laxinn eins vel og mögulegt er. „Ástæðan fyrir því að laxeldi er leyft á Vestfjörðum og Austfjörðum er fjarlægðin frá helstu laxveiðiám. Þar sem laxeldi er starfrækt eru litlar ár með litla stofna, sem hafa hingað til ekki verið skilgreindar sem laxveiðiár. Til dæmis Mjólká þar sem mest hefur veiðst af fisknum, sem er bara frárennsli frá virkjun og hefur engan sjálfstæðan laxastofn.“ Daníel segir að frá því fiskeldi hófst hafi einungis tíu staðfestir eldislaxar veiðst í ám sem skilgreindar seú sem laxveiðiár. Kerfi sem verndi villta stofninn „Svo erum við með bæði þessi burðarþol og áhættumat sem eiga að tryggja það að fiskeldið verði ekki í því magni að villtum laxi stafi ógn af. Samkvæmt MAST hafa níu tilvik komið upp frá árinu 2015 þar sem göt fundust á kvíum. Stærsta slysasleppingin átti sér stað hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi í Arnarfirði í október á síðasta ári þegar ljóst varð að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum rúmlega 81 þúsund laxa hið minnsta. Matvælastofnun lagði í kjölfarið 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið. Er ekki óviðunandi að slysasleppingar eigi sér stað nokkuð reglulega? „Ég er ekki sammála því að þetta sé að gerast reglulega. Það hafa ekki orðið nein alvarleg slepping hjá okkur fram að þessu,“ segir Daníel. „Ég get fullyrt að á Íslandi er aðeins leyfilegt að vera með besta mögulega búnað til fiskeldis.“ „Svo á kerfið auðvitað að vera þannig hannað að þegar þessi slys verða, þá eigi villta laxastofninum eigi ekki að stafa nein hætta af. Ég held að okkur hér á Íslandi hafi tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn, meðal annars með fjarlægð við villta laxastofna.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Stangveiði Tengdar fréttir Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. 25. ágúst 2023 15:45 Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19 120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19
Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. 25. ágúst 2023 15:45
Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19
120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28