Sameinað félag Regins og Eikar gæti greitt 5 til 6 milljarða í arð

Sameinað fasteignafélag Regins og Eikar ætti að geta greitt 5 til 6 milljarða króna í arð á ári eða 6,3-7,6 prósent af markaðsvirði, sagði forstjóri Regins og benti á að um væri að ræða breytingu á uppleggi varðandi samrunann. Arðgreiðslurnar væru verðtryggðar því leigusamningar væru að stofni til verðtryggðir.