Valgeir Lunddal í Evrópudeildina á meðan Hákon Arnar fer í Sambandsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 21:31 Hákon Arnar Haraldsson í leik með Lille. Vísir/Getty Í kvöld kom í ljós hvaða lið komust í riðlakeppni Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Fyrr í kvöld tryggði Breiðablik sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en nú er öllum leikjum kvöldsins lokið. Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Häcken þegar liðið lagði Aberdeen 3-1 í Skotlandi. Undir var sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og Häcken vann því einvígið 5-3. Valgeir Lunddal var tekinn af velli á 62. mínútu en hann fékk gult spjald þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. @europaleague #bkhäcken pic.twitter.com/0qpOJDHir4— BK Häcken (@bkhackenofcl) August 31, 2023 Hákon Arnar Haraldsson hóf leik á varamannabekk Lille þegar franska félagið sótti Rijeka heim í Króatíu. Hann kom inn af bekknum á 87. mínútu en þá var staðan 1-0 Rijeka í vil og staðan jöfn 1-1 í einvíginu. Staðan var 1-0 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar skoraði Jonathan David og tryggði Lille sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. David hafði skorað í venjulegum leiktíma en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Full-time. After a hard fought battle against @NKRijeka we've qualified for the @europacnfleague! We'll be back tomorrow with the draw! 1-1 | #HNKRLOSC pic.twitter.com/PhBQlBHXzW— LOSC (@LOSC_EN) August 31, 2023 Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Midtjylland sem sótti Legia frá Póllandi heim. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli og því þurftu Sverrir Ingi og félagar á sigri að halda til að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli og því þurfti að framlengja. Sverrir Ingi var tekinn af velli í upphafi framlengingar. Þar sem hvorugu liðinu tókst að skora þurfti að útkljá einvígið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Legia betur og er því komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Alfons Sampsted lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Twente tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Fenerbahçe í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir frá Tyrklandi unnu fyrri leik liðanna 5-1 og því einvígið svo gott sem búið þegar flautað var til leiks í kvöld. KÍ Klaksvík fer í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir tap gegn Sheriff Tiraspol í kvöld. Lokatölur leiksins 2-1 Sheriff í vil sem þýðir að Sheriff vann einvígið 3-2 og fer í Evrópudeildina. Luc Kassi skoraði mark Klaksvíkur eftir stoðsendingu frá Árna Fredriksberg. It's been a fun (and long) run... and we're not done! https://t.co/Q9zq2MWIHO— KÍ (@KI_Klaksvik) August 31, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Häcken þegar liðið lagði Aberdeen 3-1 í Skotlandi. Undir var sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og Häcken vann því einvígið 5-3. Valgeir Lunddal var tekinn af velli á 62. mínútu en hann fékk gult spjald þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. @europaleague #bkhäcken pic.twitter.com/0qpOJDHir4— BK Häcken (@bkhackenofcl) August 31, 2023 Hákon Arnar Haraldsson hóf leik á varamannabekk Lille þegar franska félagið sótti Rijeka heim í Króatíu. Hann kom inn af bekknum á 87. mínútu en þá var staðan 1-0 Rijeka í vil og staðan jöfn 1-1 í einvíginu. Staðan var 1-0 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar skoraði Jonathan David og tryggði Lille sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. David hafði skorað í venjulegum leiktíma en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Full-time. After a hard fought battle against @NKRijeka we've qualified for the @europacnfleague! We'll be back tomorrow with the draw! 1-1 | #HNKRLOSC pic.twitter.com/PhBQlBHXzW— LOSC (@LOSC_EN) August 31, 2023 Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Midtjylland sem sótti Legia frá Póllandi heim. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli og því þurftu Sverrir Ingi og félagar á sigri að halda til að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli og því þurfti að framlengja. Sverrir Ingi var tekinn af velli í upphafi framlengingar. Þar sem hvorugu liðinu tókst að skora þurfti að útkljá einvígið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Legia betur og er því komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Alfons Sampsted lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Twente tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Fenerbahçe í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir frá Tyrklandi unnu fyrri leik liðanna 5-1 og því einvígið svo gott sem búið þegar flautað var til leiks í kvöld. KÍ Klaksvík fer í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir tap gegn Sheriff Tiraspol í kvöld. Lokatölur leiksins 2-1 Sheriff í vil sem þýðir að Sheriff vann einvígið 3-2 og fer í Evrópudeildina. Luc Kassi skoraði mark Klaksvíkur eftir stoðsendingu frá Árna Fredriksberg. It's been a fun (and long) run... and we're not done! https://t.co/Q9zq2MWIHO— KÍ (@KI_Klaksvik) August 31, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira