„Upplifði hliðar á Gylfa sem ég hafði ekki séð áður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2023 08:01 Freyr Alexandersson er þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby. Lars Ronbog/Getty Images Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, kveðst stoltur af Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni liðsins. Hann og félagið muni aðstoða Gylfa Þór við að komast aftur inn í rytmann sem fylgir atvinnumennsku í fótbolta eftir tveggja ára útlegð hans frá íþróttinni. Gylfi samdi við Lyngby í gær en hann hefur æft með félaginu um nokkurt skeið. Freyr segir Gylfa vera á fínum stað líkamlega og bæti sig með hverjum deginum en hann meiddist lítillega þegar hann æfði með Val hér heima fyrr í sumar. „Hver dagur er fram á við og litlir sigrar á hverjum degi. Gylfi er náttúrulega mjög vel byggður og í góðu standi. Það er ekkert mikið áhyggjuefni. Þetta snýst um smá leiðindameiðsli á hæl sem hann þarf að díla við, sem hefur gengið mjög vel,“ segir Freyr Alexandersson, nýr þjálfari Gylfa hjá Lyngby. Gylfi hafi æft af miklum móð síðustu daga. „Hann er búinn að vera að æfa sex til sjö tíma á dag, bæði í meðhöndlun og líkamlegri þjálfun. Í dag æfði hann í fyrsta skipti á grasi með okkur, hann var ekki alveg á fullu með okkur, en á grasi og það er bara flott skref fram á við. Svo bætum við í dag frá degi,“ segir Freyr. Ekki spilað í rúm tvö ár Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Andlega hliðin jafn mikilvæg þeirri líkamlegu Freyr segir mikilvægt að hlúa að andlegri hlið Gylfa eftir þessar raunir. Hann kveðst stoltur af því hvernig Gylfi hefur tæklað aðstæður. „Það er eins með Gylfa og alla aðra að maður þarf sem þjálfari alltaf að passa upp á manneskjuna og bera virðingu fyrir því hvar þeir eru staddir í lífinu hverju sinni. Ég hef átt góð samtöl við Gylfa og er afar stoltur af honum og hvernig hann hefur unnið í sínum málum af ótrúlegri auðmýkt og æðruleysi,“ segir Freyr. „Þegar ég átti mitt samtal við hann þá upplifði ég hliðar á honum sem ég hafði ekki upplifað áður, á jákvæðan hátt. Hann hefur nýtt þennan tíma eins vel og kostur er á, unnið vel í sjálfum sér og er í góðu jafnvægi,“ segir Freyr sem segir hann og félagið aðstoða Gylfa við að aðlagast það sem kemst nær lífi hans fyrir handtökuna á ný. „Við erum meðvitaðir um að nú kemur nýtt áreiti inn í líf hans aftur og áreiti sem hann þekkir. Við þurfum að undirbúa hann undir það og hjálpa honum að komast inn í hlutina aftur, alla þessa athygli sem fylgir þessu,“ segir Freyr. Sjá má ummæli Freys í spilaranum að neðan. Danski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Gylfi samdi við Lyngby í gær en hann hefur æft með félaginu um nokkurt skeið. Freyr segir Gylfa vera á fínum stað líkamlega og bæti sig með hverjum deginum en hann meiddist lítillega þegar hann æfði með Val hér heima fyrr í sumar. „Hver dagur er fram á við og litlir sigrar á hverjum degi. Gylfi er náttúrulega mjög vel byggður og í góðu standi. Það er ekkert mikið áhyggjuefni. Þetta snýst um smá leiðindameiðsli á hæl sem hann þarf að díla við, sem hefur gengið mjög vel,“ segir Freyr Alexandersson, nýr þjálfari Gylfa hjá Lyngby. Gylfi hafi æft af miklum móð síðustu daga. „Hann er búinn að vera að æfa sex til sjö tíma á dag, bæði í meðhöndlun og líkamlegri þjálfun. Í dag æfði hann í fyrsta skipti á grasi með okkur, hann var ekki alveg á fullu með okkur, en á grasi og það er bara flott skref fram á við. Svo bætum við í dag frá degi,“ segir Freyr. Ekki spilað í rúm tvö ár Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Andlega hliðin jafn mikilvæg þeirri líkamlegu Freyr segir mikilvægt að hlúa að andlegri hlið Gylfa eftir þessar raunir. Hann kveðst stoltur af því hvernig Gylfi hefur tæklað aðstæður. „Það er eins með Gylfa og alla aðra að maður þarf sem þjálfari alltaf að passa upp á manneskjuna og bera virðingu fyrir því hvar þeir eru staddir í lífinu hverju sinni. Ég hef átt góð samtöl við Gylfa og er afar stoltur af honum og hvernig hann hefur unnið í sínum málum af ótrúlegri auðmýkt og æðruleysi,“ segir Freyr. „Þegar ég átti mitt samtal við hann þá upplifði ég hliðar á honum sem ég hafði ekki upplifað áður, á jákvæðan hátt. Hann hefur nýtt þennan tíma eins vel og kostur er á, unnið vel í sjálfum sér og er í góðu jafnvægi,“ segir Freyr sem segir hann og félagið aðstoða Gylfa við að aðlagast það sem kemst nær lífi hans fyrir handtökuna á ný. „Við erum meðvitaðir um að nú kemur nýtt áreiti inn í líf hans aftur og áreiti sem hann þekkir. Við þurfum að undirbúa hann undir það og hjálpa honum að komast inn í hlutina aftur, alla þessa athygli sem fylgir þessu,“ segir Freyr. Sjá má ummæli Freys í spilaranum að neðan.
Danski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira