Tíu leikmenn AC Milan héldu út gegn Roma og liðið enn með fullt hús stiga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2023 20:46 Rafael Leao skoraði seinna mark AC Milan í kvöld. Vísir/Getty Það var Olivier Giroud sem sá til þess að gestirnir fóru með forystu inn í hálfleikinn með marki af vítapunktinum eftir tæplega tíu mínútna leik. Rafael Leao tvöfaldaði svo forystu AC Milan með marki í upphafi síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Davide Calabria, en stuttu síðar urðu gestirnir fyrir áfalli þegar Fikayo Tomori fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að hleypa lífi í leikinn á nýjan leik og það tókst loksins á annarri mínútu uppbótartíma þegar Leonardo Spinazzola kom boltanum í netið. Nær komust Rómverjar þó ekki og niðurstaðan varð því 1-2 sigur AC Milan. AC Milan er enn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í ítölsku úrvalsdeildinni, en Roma hefur farið mjög illa af stað og liðið er aðeins með eitt stig af níu mögulegum. Ítalski boltinn
Það var Olivier Giroud sem sá til þess að gestirnir fóru með forystu inn í hálfleikinn með marki af vítapunktinum eftir tæplega tíu mínútna leik. Rafael Leao tvöfaldaði svo forystu AC Milan með marki í upphafi síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Davide Calabria, en stuttu síðar urðu gestirnir fyrir áfalli þegar Fikayo Tomori fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að hleypa lífi í leikinn á nýjan leik og það tókst loksins á annarri mínútu uppbótartíma þegar Leonardo Spinazzola kom boltanum í netið. Nær komust Rómverjar þó ekki og niðurstaðan varð því 1-2 sigur AC Milan. AC Milan er enn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í ítölsku úrvalsdeildinni, en Roma hefur farið mjög illa af stað og liðið er aðeins með eitt stig af níu mögulegum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti