Körfuboltadómarar hafna einhliða gjaldskrá KKÍ og ætla ekki að dæma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2023 21:56 Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, hefur dæmt í efstu deildum í meira en áratug. vísir/bára Körfuboltadómarar á Íslandi munu ekki dæma í fullorðinsbolta hér á landi fyrr en Körfuknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, verður viðurkenndur mótsemjandi af Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ. Þetta staðfestir Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, í samtali við Vísi í kvöld. Fyrr á þessu ári var greint frá því að körfuboltadómarar á Íslandi hafi verið með lausan samning við Körfuknattleikssamband Íslands í níu ár. KKÍ kveðst hins vegar ekki skylt til að semja sérstaklega við verktakastétt, eitthvað sem dómarar hafa verið ósáttir við. Körfuboltatímabilið hefst með formlegum hætti þann 20. september næstkomandi þegar Valur og Haukar eigast við í Meistarakeppni kvenna áður en Valur og Tindastóll mætast í Meistarakeppni karla fjórum dögum síðar. „Við erum ekki komnir í eiginlegt verkfall þar sem við erum ekki í launþegasambandi við KKÍ. En við höfum komist að þeirri niðurstöðu að dæma ekki í fullorðinsflokkum fyrr en KKÍ tekur ákvöðrun um að semja um gjaldskrá, faglega umgjörð og ferða- og fæðiskostnað,“ sagði Ísak þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. „Við höfnum því einfaldlega að vinna eftir einhliða stefnu KKÍ,“ bætti Ísak við. Samningur við KKDÍ skuli innihalda ákvæði um gjaldskrá dómgæslu Ákvörðun þessi var tekin á félagsfundi KKDÍ sem fram fór fyrr í kvöld þar sem um 40 félagsmenn voru viðstaddir. Ísak segir að meðlimir KKDÍ séu orðnir langþreyttir á ástandinu, en í ályktun ályktun fundarins kemur meðal annars fram að það sé ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að félagið verði álitið sem samningsaðila. „Það er ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að litið verði á félagið sem samningsaðila og að gerður verði skriflegur samningur við KKDÍ sem inniheldur ákvæði um gjaldskrá fyrir dómgæslu, fyrirkomulag ferða, ferðakostnað og annað faglegt starf, sem síðan verði staðfestur af félagsfundi KKDÍ,“ segir í ályktuninni. Þá segir að meðlimir KKDÍ séu reiðubúnir að taka upp samningaviðræður um leið og KKÍ hætti að horfa á dómarasambandið sem álitsgjafa. „Samninganefnd KKDÍ er reiðubúin að taka upp samningaviðræður jafnóðum og KKÍ hættir að horfa á KKDÍ sem álitsgjafa og viðurkenni KKDÍ sem samningsaðila. KKDÍ hafnar því að KKÍ gefi einhliða út gjaldskrá.“ Alyktunin segir einnig að körfuknattleiksdómarar á Íslandi muni ekki hefja störf í fullorðinsflokki á komandi leiktímabili, enda sé enginn samningur urndirritaður við sambandið. Dómarar munu hvorki dæma í æfinga- né keppnisleikjum. Þó sé það ekki vilji körfuknattleiksdómara að hindra þátttöku barna og unglinga í íþróttaiðkun og munu þeir því áfram gefa kost á sér í verkefni í yngri flokkum. Fréttin hefur verið uppfærð. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Þetta staðfestir Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, í samtali við Vísi í kvöld. Fyrr á þessu ári var greint frá því að körfuboltadómarar á Íslandi hafi verið með lausan samning við Körfuknattleikssamband Íslands í níu ár. KKÍ kveðst hins vegar ekki skylt til að semja sérstaklega við verktakastétt, eitthvað sem dómarar hafa verið ósáttir við. Körfuboltatímabilið hefst með formlegum hætti þann 20. september næstkomandi þegar Valur og Haukar eigast við í Meistarakeppni kvenna áður en Valur og Tindastóll mætast í Meistarakeppni karla fjórum dögum síðar. „Við erum ekki komnir í eiginlegt verkfall þar sem við erum ekki í launþegasambandi við KKÍ. En við höfum komist að þeirri niðurstöðu að dæma ekki í fullorðinsflokkum fyrr en KKÍ tekur ákvöðrun um að semja um gjaldskrá, faglega umgjörð og ferða- og fæðiskostnað,“ sagði Ísak þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. „Við höfnum því einfaldlega að vinna eftir einhliða stefnu KKÍ,“ bætti Ísak við. Samningur við KKDÍ skuli innihalda ákvæði um gjaldskrá dómgæslu Ákvörðun þessi var tekin á félagsfundi KKDÍ sem fram fór fyrr í kvöld þar sem um 40 félagsmenn voru viðstaddir. Ísak segir að meðlimir KKDÍ séu orðnir langþreyttir á ástandinu, en í ályktun ályktun fundarins kemur meðal annars fram að það sé ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að félagið verði álitið sem samningsaðila. „Það er ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að litið verði á félagið sem samningsaðila og að gerður verði skriflegur samningur við KKDÍ sem inniheldur ákvæði um gjaldskrá fyrir dómgæslu, fyrirkomulag ferða, ferðakostnað og annað faglegt starf, sem síðan verði staðfestur af félagsfundi KKDÍ,“ segir í ályktuninni. Þá segir að meðlimir KKDÍ séu reiðubúnir að taka upp samningaviðræður um leið og KKÍ hætti að horfa á dómarasambandið sem álitsgjafa. „Samninganefnd KKDÍ er reiðubúin að taka upp samningaviðræður jafnóðum og KKÍ hættir að horfa á KKDÍ sem álitsgjafa og viðurkenni KKDÍ sem samningsaðila. KKDÍ hafnar því að KKÍ gefi einhliða út gjaldskrá.“ Alyktunin segir einnig að körfuknattleiksdómarar á Íslandi muni ekki hefja störf í fullorðinsflokki á komandi leiktímabili, enda sé enginn samningur urndirritaður við sambandið. Dómarar munu hvorki dæma í æfinga- né keppnisleikjum. Þó sé það ekki vilji körfuknattleiksdómara að hindra þátttöku barna og unglinga í íþróttaiðkun og munu þeir því áfram gefa kost á sér í verkefni í yngri flokkum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum