Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.

Formaður neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskipa hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjannat tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. Rætt verður við hann í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Þá fáum við að heyra frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem tilkynnti í morgun brotthvarf sitt þingi eftir sex ára þingsetu. Helga Vala segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu hen hún eigi eftir að sakna þeirra vina sem hún eignaðist á Alþingi.

Við kíkjum í Snæfellsbæ þar sem vantar vinnandi hendur vegna mikils uppgangs, ekki síst í ferðaþjónustu. Og lítum til Tenerife, þar sem miklir skógareldar hafa geisað að undanförnu. Þeir mestu í fjörutíu ár. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×