Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2023 13:44 Frá verðlaunaathöfninni í Stokkhólmi í fyrra. AP/Pontus Lundahl Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð. Þó nokkrir sænskir þingmenn sögðust ekki ætla að mæta þetta árið og vísuðu þeir til innrásar Rússa í Úkraínu og mannréttabrota klerkastjórnar Írans. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafði sagt að ef hann hefði völ á því myndi hann meina erindrekum Rússlands að sækja verðlaunaafhendinguna. Í yfirlýsingu frá Nóbelsstofnuninni segir að mikil viðbrögð við ákvörðuninni í Svíþjóð, hafi skyggt á skilaboðin sem ákvörðuninni hafi verið ætlað og senda. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga boðin til baka. Sendiherrum ríkjanna var ekki heldur boðið í fyrra. Þetta á þó bara við verðlaunaafhendinguna í Stokkhólmi og ekki við afhendingu Friðarverðlaunanna, sem fer fram í Osló. Öllum sendiherrum í Svíþjóð og Noregi verður boðið þá. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Vidar Helgesen að þó ákveðið hafi verið að hætta við að bjóða sendiherrunum teldi hann samt að upprunalega ákvörðunin hefði verið rétt. Hann sagðist meðvitaður um að verðlaunin sjálf ættu að vera í aðalhlutverki og ákvörðunin hafi verið tekin svo athyglin yrði ekki tekin af þeim. Hverjir hljóta Nóbelsverðlaunin þetta árið verður tilkynnt í október og fara verðlaunaafhendingarnar fram í desember. Athafnirnar fara svo fram þann 10. desember. Yfirvöld í Úkraínu höfðu fordæmt upprunalegu ákvörðun Nóbelsnefndarinnar en hafa fagnað því að sú ákvörðun hafi verið dregin til baka. Settu friðarverðlaunahafa á mikið notaðan lista Yfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Dmitry Muratov, rússneskur blaðamaður sem vann Friðarverðlaun Nóbels árið 2021, væri kominn á lista yfir „útsendara erlendra aðila“. Það er listi sem Kreml hefur notað gegn alþjóðlegum samtökum og fjölmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Hann seldi verðlaun sín á uppboði í fyrra fyrir 103,5 milljónir dala eða 13,5 milljarða króna, eins og gengið var það. Féð átti að renna til UNICEF til að aðstoða börn sem flúið höfðu heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Sjá einnig: Nóbelsmedalía Muratov slegin á þrettán milljarða króna Það að Muratov hafi verið settur á þennan lista felur meðal annars í sér að merkja þarf allar greinar hans og skrif sem skrif útsendarar annars ríkis. Miðill Muratovs, Novaya Gazeta, var bannaður í Rússlandi í fyrra, eins og nánast allir aðrir frjálsir fjölmiðlar þar í landi. Margir af blaðamönnum hans fóru til Lettlands, þar sem þau hafa haldið áfram að skrifa fréttir fyrir nýjan miðil sem heitir Novaya Gazeta Europe. Nóbelsverðlaun Svíþjóð Noregur Rússland Íran Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Þó nokkrir sænskir þingmenn sögðust ekki ætla að mæta þetta árið og vísuðu þeir til innrásar Rússa í Úkraínu og mannréttabrota klerkastjórnar Írans. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafði sagt að ef hann hefði völ á því myndi hann meina erindrekum Rússlands að sækja verðlaunaafhendinguna. Í yfirlýsingu frá Nóbelsstofnuninni segir að mikil viðbrögð við ákvörðuninni í Svíþjóð, hafi skyggt á skilaboðin sem ákvörðuninni hafi verið ætlað og senda. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga boðin til baka. Sendiherrum ríkjanna var ekki heldur boðið í fyrra. Þetta á þó bara við verðlaunaafhendinguna í Stokkhólmi og ekki við afhendingu Friðarverðlaunanna, sem fer fram í Osló. Öllum sendiherrum í Svíþjóð og Noregi verður boðið þá. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Vidar Helgesen að þó ákveðið hafi verið að hætta við að bjóða sendiherrunum teldi hann samt að upprunalega ákvörðunin hefði verið rétt. Hann sagðist meðvitaður um að verðlaunin sjálf ættu að vera í aðalhlutverki og ákvörðunin hafi verið tekin svo athyglin yrði ekki tekin af þeim. Hverjir hljóta Nóbelsverðlaunin þetta árið verður tilkynnt í október og fara verðlaunaafhendingarnar fram í desember. Athafnirnar fara svo fram þann 10. desember. Yfirvöld í Úkraínu höfðu fordæmt upprunalegu ákvörðun Nóbelsnefndarinnar en hafa fagnað því að sú ákvörðun hafi verið dregin til baka. Settu friðarverðlaunahafa á mikið notaðan lista Yfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Dmitry Muratov, rússneskur blaðamaður sem vann Friðarverðlaun Nóbels árið 2021, væri kominn á lista yfir „útsendara erlendra aðila“. Það er listi sem Kreml hefur notað gegn alþjóðlegum samtökum og fjölmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Hann seldi verðlaun sín á uppboði í fyrra fyrir 103,5 milljónir dala eða 13,5 milljarða króna, eins og gengið var það. Féð átti að renna til UNICEF til að aðstoða börn sem flúið höfðu heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Sjá einnig: Nóbelsmedalía Muratov slegin á þrettán milljarða króna Það að Muratov hafi verið settur á þennan lista felur meðal annars í sér að merkja þarf allar greinar hans og skrif sem skrif útsendarar annars ríkis. Miðill Muratovs, Novaya Gazeta, var bannaður í Rússlandi í fyrra, eins og nánast allir aðrir frjálsir fjölmiðlar þar í landi. Margir af blaðamönnum hans fóru til Lettlands, þar sem þau hafa haldið áfram að skrifa fréttir fyrir nýjan miðil sem heitir Novaya Gazeta Europe.
Nóbelsverðlaun Svíþjóð Noregur Rússland Íran Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira