„Það styttist í gos“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 16:23 Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Þar hefur gosið síðustu þrjú ár, og líklegra en ekki þykir að eldgosin verði fleiri. Vísbendingar eru um að það styttist í næsta. Vísir/Arnar Halldórsson Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. Þetta er í fyrsta sinn sem landris mælist svo snemma eftir að eldgosi lýkur, en Morgunblaðið greindi fyrst frá því að það væri nú hafið á ný. Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands segir samtali við Vísi að sérfræðingar hafi séð merki um landris um leið og eldgosinu við Litla Hrút lauk. Gosið við Litla-Hrút hófst þann þann 10. júlí síðastliðinn og stóð yfir í rúman mánuð. Benedikt segir erfitt að túlka hvaða þýðingu það hefur að landris mælist nú svo snemma. „Það gæti þýtt auðveldara flæði inn, mögulega meira flæði, það er ómögulegt að segja til um það. En það þýðir bara að það er áframhaldandi kvikusöfnun á þessum sama stað. Við myndum telja líklegt að við fengjum annaðhvort innskot eða eldgos á næstu misserum og þá bara á mjög svipuðum slóðum og var að klárast núna.“ Ekki er hægt að segja til um hvenær „Ég get sagt að það styttist í gos, en ég get ekki verið nákvæmari en það,“ segir Benedikt. „Miðað við að það er nýbúið að gjósa finnst mér líklegra að það líði einhverjir mánuðir en það er ekki nokkur leið að fullyrða um það. Við höfum engar mælingar eða innsæi inn til að geta sagt hvenær næsta innskot byrjar, við sjáum bara að þrýstingur er að byggjast upp.“ Líkur á gosi næsta sumar eða jafnvel fyrr Aðspurður segir Benedikt að honum þyki alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga. „Miðað við hvernig þetta hefur hagað sér og er enn þá að haga sér myndi ég telja að það sé nokkuð líklegt að við fáum mjög tíð gos. Allavega á meðan þetta heldur áfram þarna myndi ég að við fáum gos næsta sumar eða jafnvel fyrr.“ Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum telur alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga.Vísir/Sigurjón Hann telur að það taki einhvern tíma, nokkra mánuði, að byggja upp þrýsting til að gos hefjist að nýju. „Það væri skemmtilegra ef það gerist að sumri, ég öfunda ekki björgunarsveitir ef þetta fer að gerast á miðjum vetri. En við stjórnum því ekki.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem landris mælist svo snemma eftir að eldgosi lýkur, en Morgunblaðið greindi fyrst frá því að það væri nú hafið á ný. Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands segir samtali við Vísi að sérfræðingar hafi séð merki um landris um leið og eldgosinu við Litla Hrút lauk. Gosið við Litla-Hrút hófst þann þann 10. júlí síðastliðinn og stóð yfir í rúman mánuð. Benedikt segir erfitt að túlka hvaða þýðingu það hefur að landris mælist nú svo snemma. „Það gæti þýtt auðveldara flæði inn, mögulega meira flæði, það er ómögulegt að segja til um það. En það þýðir bara að það er áframhaldandi kvikusöfnun á þessum sama stað. Við myndum telja líklegt að við fengjum annaðhvort innskot eða eldgos á næstu misserum og þá bara á mjög svipuðum slóðum og var að klárast núna.“ Ekki er hægt að segja til um hvenær „Ég get sagt að það styttist í gos, en ég get ekki verið nákvæmari en það,“ segir Benedikt. „Miðað við að það er nýbúið að gjósa finnst mér líklegra að það líði einhverjir mánuðir en það er ekki nokkur leið að fullyrða um það. Við höfum engar mælingar eða innsæi inn til að geta sagt hvenær næsta innskot byrjar, við sjáum bara að þrýstingur er að byggjast upp.“ Líkur á gosi næsta sumar eða jafnvel fyrr Aðspurður segir Benedikt að honum þyki alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga. „Miðað við hvernig þetta hefur hagað sér og er enn þá að haga sér myndi ég telja að það sé nokkuð líklegt að við fáum mjög tíð gos. Allavega á meðan þetta heldur áfram þarna myndi ég að við fáum gos næsta sumar eða jafnvel fyrr.“ Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum telur alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga.Vísir/Sigurjón Hann telur að það taki einhvern tíma, nokkra mánuði, að byggja upp þrýsting til að gos hefjist að nýju. „Það væri skemmtilegra ef það gerist að sumri, ég öfunda ekki björgunarsveitir ef þetta fer að gerast á miðjum vetri. En við stjórnum því ekki.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira