Á von á enn hærri sektum á næstu árum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2023 21:00 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Steingrímur Dúi Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. Metsektin sem Samkeppniseftirlitið lagði á Samskip á fimmtudag hljóðar upp á 4,2 milljarða króna. Sú hæsta fyrir það var lögð á Eimskip er félagið gerði sátt í sama máli og Samskip er sektað fyrir. Keyrðu félögin tvö upp gjöld á viðskiptavini sína með ólögmætu samráði árin 2008 til 2013. Klippa: Sektir fari hækkandi Fyrir utan sektir Eimskips og Samskipa er aðeins ein sekt í sögu eftirlitsins sem nær yfir milljarð króna eftir verðlagsleiðréttingu. Er það þegar Olís var sektað árið 2004 vegna verðsamráðs olíufélaganna á Íslandi. Lægsta sektin á topp tíu listanum hljóðar upp á tæplega sex hundruð milljónir króna. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir það hafa verið horft til ýmissa þátta við ákvörðun sektarupphæðarinnar. Meðal annars til þess hve flutningamarkaður skiptir miklu máli á eyju sem Íslandi. „Það er þannig að stjórnvaldssektir gagnvart fyrirtækjum í samkeppnismálum hafa þann tilgang að skapa varnaráhrif. Þeim er ætlað að koma skilaboðum í atvinnulífið um það að brot af þessu tagi verði ekki liðin. Sektirnar endurspegla það líka að brot af þessu tagi eru mjög alvarleg. Þau geta valdið miklu tjóni fyrir samfélög, neytendur og atvinnulífið í heild sinni,“ segir Páll. Páll á von á að fjárhæð sekta í málum sem þessu muni hækka á næstu árum líkt og er að gerast í öðrum Evrópuríkjum. „Þetta er einfaldlega sekt sem Samkeppniseftirlitið rökstyður í ákvörðuninni og er sú sekt sem eftirlitið telur við hæfi. En eins og er líka rakið, þá eru sektir að hækka í Evrópu, innan EES. Það er verið að huga að setningu nýrra reglna um ákvarðanir á sektum. Og það er líklegt að þær muni leiða til þess að sektir í málum af þessu tagi verði enn hærri en hingað til hefur verið,“ segir Páll. Rannsókn málsins tók tíu ár og segir Páll margt hafa valdið því, meðal annars röng upplýsingagjöf fyrirtækjanna tveggja. „Þetta mál fór sautján sinnum fyrir áfrýjunarnefnd og dómstóla. Það hefur áhrif á málsmeðferðina að það er búið að reyna á mjög mörk atriði undir rekstri málsins,“ segir Páll. Samskip hefur nú fjórar vikur til þess að kæra sektina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Sekta Samskip um 4,2 milljarða vegna samráðs Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða og telur fyrirtækið hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samraði við Eimskip. Samskip hafnar niðurstöðu eftirlitsins. 31. ágúst 2023 18:07 Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Metsektin sem Samkeppniseftirlitið lagði á Samskip á fimmtudag hljóðar upp á 4,2 milljarða króna. Sú hæsta fyrir það var lögð á Eimskip er félagið gerði sátt í sama máli og Samskip er sektað fyrir. Keyrðu félögin tvö upp gjöld á viðskiptavini sína með ólögmætu samráði árin 2008 til 2013. Klippa: Sektir fari hækkandi Fyrir utan sektir Eimskips og Samskipa er aðeins ein sekt í sögu eftirlitsins sem nær yfir milljarð króna eftir verðlagsleiðréttingu. Er það þegar Olís var sektað árið 2004 vegna verðsamráðs olíufélaganna á Íslandi. Lægsta sektin á topp tíu listanum hljóðar upp á tæplega sex hundruð milljónir króna. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir það hafa verið horft til ýmissa þátta við ákvörðun sektarupphæðarinnar. Meðal annars til þess hve flutningamarkaður skiptir miklu máli á eyju sem Íslandi. „Það er þannig að stjórnvaldssektir gagnvart fyrirtækjum í samkeppnismálum hafa þann tilgang að skapa varnaráhrif. Þeim er ætlað að koma skilaboðum í atvinnulífið um það að brot af þessu tagi verði ekki liðin. Sektirnar endurspegla það líka að brot af þessu tagi eru mjög alvarleg. Þau geta valdið miklu tjóni fyrir samfélög, neytendur og atvinnulífið í heild sinni,“ segir Páll. Páll á von á að fjárhæð sekta í málum sem þessu muni hækka á næstu árum líkt og er að gerast í öðrum Evrópuríkjum. „Þetta er einfaldlega sekt sem Samkeppniseftirlitið rökstyður í ákvörðuninni og er sú sekt sem eftirlitið telur við hæfi. En eins og er líka rakið, þá eru sektir að hækka í Evrópu, innan EES. Það er verið að huga að setningu nýrra reglna um ákvarðanir á sektum. Og það er líklegt að þær muni leiða til þess að sektir í málum af þessu tagi verði enn hærri en hingað til hefur verið,“ segir Páll. Rannsókn málsins tók tíu ár og segir Páll margt hafa valdið því, meðal annars röng upplýsingagjöf fyrirtækjanna tveggja. „Þetta mál fór sautján sinnum fyrir áfrýjunarnefnd og dómstóla. Það hefur áhrif á málsmeðferðina að það er búið að reyna á mjög mörk atriði undir rekstri málsins,“ segir Páll. Samskip hefur nú fjórar vikur til þess að kæra sektina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Sekta Samskip um 4,2 milljarða vegna samráðs Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða og telur fyrirtækið hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samraði við Eimskip. Samskip hafnar niðurstöðu eftirlitsins. 31. ágúst 2023 18:07 Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05
Sekta Samskip um 4,2 milljarða vegna samráðs Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða og telur fyrirtækið hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samraði við Eimskip. Samskip hafnar niðurstöðu eftirlitsins. 31. ágúst 2023 18:07
Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09