Segir dómarastéttina ósátta með sýndarmennsku KSÍ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2023 07:01 Það er alltaf líf og fjör þegar Víkingur og Breiðablik mætast. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands fór nýverið af stað með herferð þar sem markmiðið er að þjálfarar, leikmenn og stuðningsfólk beri meiri virðingu fyrir dómurum landsins. Það virðist ekki sem sú herferð sé að ganga nægilega vel. Á dögunum birtist viðtal á vef Mannlífs við ónefndan dómara sem dæmir í Bestu deild karla á Íslandi. Sá vandar ekki KSÍ, Arnari Gunnlaugssyni - þjálfara toppliði Víkings sem og félögum landsins kveðjurnar. „Þessu var hent af stað einhverjum tveimur vikum fyrir leikinn fræga í Kópavogi og búnir til einhverjir bolir og eitthvað dót sem allir áttu að hita upp í. Rosa fínt og flott. Svo er ekkert gert í þessu,“ segir áður ónefndur dómari í viðtalinu sem birt var á vef Mannlífs. Leikurinn sem um er ræðir er viðureign Breiðabliks og Víkings þar sem Arnar ákvað að láta dómara leiksins, Ívar Orra Kristjánsson, heyra það að leik loknum. „Síðan þá hefur enginn farið í þennan bol,“ bætir téður dómari við. Þar sem Arnari var ekki refsað fyrir athæfi sitt þá telur dómarinn að þarna sé „búið að opna einhverja ormagryfju.“ Í viðalinu er þó tekið fram að flestir þjálfarar í efstu deild karla séu toppmenn sem eru með það eina markmið að vinna knattspyrnuleiki. Þeir eru að sinna vinnu sinni „og partur af því er að láta heyra í sér.“ Þá veltir hann fyrir sér ef varamannabekkur eyðir tæpum tíu mínútum í að úthúða dómara í hverjum leik. Hver er þá fókusinn á leikinn og leikmenn liðsins? „Ef þú eyðir 30 til 40 prósent af púðrinu í að öskra á dómara þá skilur þú ekki eftir nema 60 til 70 prósent fyrir leikinn.“ Takk dómarar!https://t.co/3SscPtuOov#Ekkitapa #Takkdómarar pic.twitter.com/FgLXWwmcgx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 2, 2023 Að endingu sagði áður ónefndur dómari að nýliðun í dómarastéttinni mætti vera betri þar sem alltaf sé verið að fjölga leikjum. Þá lét hann lið landsins heyra það fyrir að búa ekki til nýja dómara fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Víkingarnir hans Arnars verða í sviðsljósinu í dag líkt og önnur lið Bestu deildar karla þegar 22. umferð fer fram í heild sinni klukkan 14.00. Víkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þó svo enn séu fimm umferðir eftir í úrslitakeppninni. Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3) Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Á dögunum birtist viðtal á vef Mannlífs við ónefndan dómara sem dæmir í Bestu deild karla á Íslandi. Sá vandar ekki KSÍ, Arnari Gunnlaugssyni - þjálfara toppliði Víkings sem og félögum landsins kveðjurnar. „Þessu var hent af stað einhverjum tveimur vikum fyrir leikinn fræga í Kópavogi og búnir til einhverjir bolir og eitthvað dót sem allir áttu að hita upp í. Rosa fínt og flott. Svo er ekkert gert í þessu,“ segir áður ónefndur dómari í viðtalinu sem birt var á vef Mannlífs. Leikurinn sem um er ræðir er viðureign Breiðabliks og Víkings þar sem Arnar ákvað að láta dómara leiksins, Ívar Orra Kristjánsson, heyra það að leik loknum. „Síðan þá hefur enginn farið í þennan bol,“ bætir téður dómari við. Þar sem Arnari var ekki refsað fyrir athæfi sitt þá telur dómarinn að þarna sé „búið að opna einhverja ormagryfju.“ Í viðalinu er þó tekið fram að flestir þjálfarar í efstu deild karla séu toppmenn sem eru með það eina markmið að vinna knattspyrnuleiki. Þeir eru að sinna vinnu sinni „og partur af því er að láta heyra í sér.“ Þá veltir hann fyrir sér ef varamannabekkur eyðir tæpum tíu mínútum í að úthúða dómara í hverjum leik. Hver er þá fókusinn á leikinn og leikmenn liðsins? „Ef þú eyðir 30 til 40 prósent af púðrinu í að öskra á dómara þá skilur þú ekki eftir nema 60 til 70 prósent fyrir leikinn.“ Takk dómarar!https://t.co/3SscPtuOov#Ekkitapa #Takkdómarar pic.twitter.com/FgLXWwmcgx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 2, 2023 Að endingu sagði áður ónefndur dómari að nýliðun í dómarastéttinni mætti vera betri þar sem alltaf sé verið að fjölga leikjum. Þá lét hann lið landsins heyra það fyrir að búa ekki til nýja dómara fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Víkingarnir hans Arnars verða í sviðsljósinu í dag líkt og önnur lið Bestu deildar karla þegar 22. umferð fer fram í heild sinni klukkan 14.00. Víkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þó svo enn séu fimm umferðir eftir í úrslitakeppninni. Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira