Vilja sæti við borðið: „Gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 11:31 Ísak Ernir Kristinsson er formaður samningsnefndar KKDÍ. Vísir/Steingrímur Dúi Körfuboltadómarar á Íslandi hafa lagt niður störf og munu ekki dæma meistaraflokksleiki þangað til að Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, mætir launakröfum þeirra. Mikil samstaða er um málið meðal dómara en eftir um þriggja klukkustunda fund Körfknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, á föstudag var samþykkt einróma að leggja niður störf. Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar, segir ósættið að mestu stafa að því að KKÍ og félögin ákvarði laun dómara sem hafi litla rödd í slíkum viðræðum. „Við höfum verið samningslausir síðan 2014, í níu ár,“ sagði Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Þar áður höfðum við haft samninga sem við gerðum við félögin sem innihélt þessa þætti sem ég lýsti. Það er gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum að við sem verktakastétt fáum rétt bara að hafa skoðun á því hvernig laun og kjör okkar eru. En okkur er ekki hleypt að borðinu með raunverulegum hætti til að fá að semja um kaup og kjör sem munu halda til lengri tíma.“ Hafna fyrirkomulagi KKÍ Hann segir ekkert hafa breyst undanfarin misseri, þrátt fyrir ákall dómarastéttarinnar. „Fyrir einu ári síðan vorum við á nákvæmlega sama stað. Við ákváðum að fara inn í tímabilið með góðri trú að sambandið ætlaði að semja við okkur. Það var samningur á borðinu í desember árið 2022 sem innihélt ekki gjaldskrá, en allt er varðar faglegu umgjörðina.“ „Þessi samningur var felldur með öllum greiddum atkvæðum félagsmanna KKDÍ í desember. KKÍ gaf út einhliða gjaldskrá og við höfnum því að þetta fyrirkomulag verði áfram við lýði að KKÍ ákveði hver verktakalaun verktakanna eru sem vinna vinnuna.“ Vilja ekki standa í vegi fyrir sókn körfuboltans Ísak ítrekar þó að þrátt fyrir að körfuboltadómarar landsins muni ekki dæma meistaraflokksleiki á næstunni sé það ekki þeirra vilji að standa í vegi fyrir þeirri sókn sem körfubolti á Íslandi hefur verið í seinustu ár. „Við höfum sett það líka fram í okkar kröfugerð að við viljum gera greinarmun á afreksstarfi og barna- og unglingastarfi. Körfuboltinn er í sókn og við erum hluti af körfuboltafjölskyldunni. Við erum ekki þriðji aðili út í bæ líkt og við upplifum með því að fá ekki samning sem innifelur okkar kjör.“ „Við viljum stuðla að því að körfuboltinn haldi áfram í sókn. Deildin hefur blómstrað undanfarin ár og úrslitakeppnin er algjörlega mögnuð. Ég segi bara semjum um kaup og kjör, aðbúnað og aðstöðu, og byrjum,“ sagði Ísak að lokum. Klippa: Vilja sæti við borðið Körfubolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Mikil samstaða er um málið meðal dómara en eftir um þriggja klukkustunda fund Körfknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, á föstudag var samþykkt einróma að leggja niður störf. Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar, segir ósættið að mestu stafa að því að KKÍ og félögin ákvarði laun dómara sem hafi litla rödd í slíkum viðræðum. „Við höfum verið samningslausir síðan 2014, í níu ár,“ sagði Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Þar áður höfðum við haft samninga sem við gerðum við félögin sem innihélt þessa þætti sem ég lýsti. Það er gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum að við sem verktakastétt fáum rétt bara að hafa skoðun á því hvernig laun og kjör okkar eru. En okkur er ekki hleypt að borðinu með raunverulegum hætti til að fá að semja um kaup og kjör sem munu halda til lengri tíma.“ Hafna fyrirkomulagi KKÍ Hann segir ekkert hafa breyst undanfarin misseri, þrátt fyrir ákall dómarastéttarinnar. „Fyrir einu ári síðan vorum við á nákvæmlega sama stað. Við ákváðum að fara inn í tímabilið með góðri trú að sambandið ætlaði að semja við okkur. Það var samningur á borðinu í desember árið 2022 sem innihélt ekki gjaldskrá, en allt er varðar faglegu umgjörðina.“ „Þessi samningur var felldur með öllum greiddum atkvæðum félagsmanna KKDÍ í desember. KKÍ gaf út einhliða gjaldskrá og við höfnum því að þetta fyrirkomulag verði áfram við lýði að KKÍ ákveði hver verktakalaun verktakanna eru sem vinna vinnuna.“ Vilja ekki standa í vegi fyrir sókn körfuboltans Ísak ítrekar þó að þrátt fyrir að körfuboltadómarar landsins muni ekki dæma meistaraflokksleiki á næstunni sé það ekki þeirra vilji að standa í vegi fyrir þeirri sókn sem körfubolti á Íslandi hefur verið í seinustu ár. „Við höfum sett það líka fram í okkar kröfugerð að við viljum gera greinarmun á afreksstarfi og barna- og unglingastarfi. Körfuboltinn er í sókn og við erum hluti af körfuboltafjölskyldunni. Við erum ekki þriðji aðili út í bæ líkt og við upplifum með því að fá ekki samning sem innifelur okkar kjör.“ „Við viljum stuðla að því að körfuboltinn haldi áfram í sókn. Deildin hefur blómstrað undanfarin ár og úrslitakeppnin er algjörlega mögnuð. Ég segi bara semjum um kaup og kjör, aðbúnað og aðstöðu, og byrjum,“ sagði Ísak að lokum. Klippa: Vilja sæti við borðið
Körfubolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli