Litáen skellti Bandaríkjunum í lokaleik J-riðils Siggeir Ævarsson skrifar 3. september 2023 22:11 Jonas Valanciunas fór fyrir sínum mönnum í dag Vísir/EPA Litáen lagði Bandaríkin nokkuð örugglega í lokaleik J-riðils á Heimsmeistaramótinu í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Bandaríkjanna í riðlakeppni á HM síðan 2002. Sigur Litáen var nokkuð öruggur en undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 52-31 þeim í vil. Steve Kerr, þjálfari Bandaríkjanna, náði greinilega að stilla sína menn betur af í hálfleik og Bandaríkjamenn mættu mun einbeittari til leiks, þá sérstaklega varnarlega þar sem Litár skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Staðan 71-65 fyrir síðustu tíu mínúturnar en góður fjórði leikhluti hjá Litán tryggði þeim að lokum 110-104 sigur. Kazys Maksvytis, þjálfari Litáen, var búinn að spara sína bestu menn fyrir lokaátökin þar sem enginn hafði spilað meira en 18 mínútur. SHOWTIME LIETUVA #FIBAWC pic.twitter.com/EA0PEFIY1W— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 3, 2023 Miðherjarnir Jonas Valanciunas og Donatas Motiejunas voru traustir í teignum hjá Litáen á báðum endum vallarins en sóknarfráköstin voru drjúg fyrir liðið í dag. Liðið setti niður fyrstu níu þriggjastiga skot sín í leiknum en þegar þau fóru að klikka hreinsuðu þeir einfaldlega upp sóknarfráköstin. 18 sóknarfráköst skiluðu þeim 17 stigum úr annarri tilraun meðan Bandaríkin náðu aðeins að skora eina körfu eftir sóknarfrákast. Valanciunas var að lokum valinn maður leiksins fyrir sína frammistöðu. Anthony Edwards fór fyrir sóknarleik Bandaríkjanna og skoraði 35 stig. Hann hefði eflaust þegið meiri hjálp frá samherjum sínum en næstu menn voru aðeins með 14 stig. Litár hafa á stundum reynst Bandaríkjamönnum óþægur ljár í þúfu á HM en þetta var þriðji sigur þeirra gegn Bandaríkjunum. Litáen vann Bandaríkin 1998, 2004 og nú árið 2023 í þriðja sinn, og verða að teljast líklegir til að ná langt á mótinu í ár. Bandaríkin hafa ekki lokið leik þrátt fyrir tapið og mæta Ítalíu í 8-liða úrslitum en Litáen mætir Serbíu. Báðir leikirnir fara fram 5. september. Þann 6. september mætast svo Þýskaland og Lettland annars vegar og Kanada og Slóvenía hins vegar. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr leiknum. HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Sigur Litáen var nokkuð öruggur en undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 52-31 þeim í vil. Steve Kerr, þjálfari Bandaríkjanna, náði greinilega að stilla sína menn betur af í hálfleik og Bandaríkjamenn mættu mun einbeittari til leiks, þá sérstaklega varnarlega þar sem Litár skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Staðan 71-65 fyrir síðustu tíu mínúturnar en góður fjórði leikhluti hjá Litán tryggði þeim að lokum 110-104 sigur. Kazys Maksvytis, þjálfari Litáen, var búinn að spara sína bestu menn fyrir lokaátökin þar sem enginn hafði spilað meira en 18 mínútur. SHOWTIME LIETUVA #FIBAWC pic.twitter.com/EA0PEFIY1W— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 3, 2023 Miðherjarnir Jonas Valanciunas og Donatas Motiejunas voru traustir í teignum hjá Litáen á báðum endum vallarins en sóknarfráköstin voru drjúg fyrir liðið í dag. Liðið setti niður fyrstu níu þriggjastiga skot sín í leiknum en þegar þau fóru að klikka hreinsuðu þeir einfaldlega upp sóknarfráköstin. 18 sóknarfráköst skiluðu þeim 17 stigum úr annarri tilraun meðan Bandaríkin náðu aðeins að skora eina körfu eftir sóknarfrákast. Valanciunas var að lokum valinn maður leiksins fyrir sína frammistöðu. Anthony Edwards fór fyrir sóknarleik Bandaríkjanna og skoraði 35 stig. Hann hefði eflaust þegið meiri hjálp frá samherjum sínum en næstu menn voru aðeins með 14 stig. Litár hafa á stundum reynst Bandaríkjamönnum óþægur ljár í þúfu á HM en þetta var þriðji sigur þeirra gegn Bandaríkjunum. Litáen vann Bandaríkin 1998, 2004 og nú árið 2023 í þriðja sinn, og verða að teljast líklegir til að ná langt á mótinu í ár. Bandaríkin hafa ekki lokið leik þrátt fyrir tapið og mæta Ítalíu í 8-liða úrslitum en Litáen mætir Serbíu. Báðir leikirnir fara fram 5. september. Þann 6. september mætast svo Þýskaland og Lettland annars vegar og Kanada og Slóvenía hins vegar. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr leiknum.
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira