Enski boltinn

Ten Hag: „Áttum meira skilið úr þessum leik“

Siggeir Ævarsson skrifar
Ten Hag var ekki sáttur með úrslit dagsins.
Ten Hag var ekki sáttur með úrslit dagsins. Vísir/Getty

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var vonsvikinn með úrslit dagsins gegn Arsenal en hann sagði sína menn hafa spilað vel og átt skilið að fá meira út úr leiknum.

„Þú færð ekki alltaf þau úrslit sem þú átt skilið og mér finnst leikurinn í dag vera einn af þeim leikjum. Frammistaðan var góð en við fengum ekki þau úrslit sem við áttum skilið.“

Hann sagði að það væri vissulega hægt að taka einhverja jákvæða punkta út úr leiknum.

„Hraðinn og vinnusemin var góð og verður alltaf að vera til staðar. Við mættum góðu Arsenal liði í dag og þeir eru mjög öruggir á boltann og mér fannst við ná að draga þá svolítið út úr sínum þægindaramma. Við vörðumst vel og vorum þéttir fyrir.“

Hinn tvítugi Rasmus Højlund spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir United í dag þegar hann kom inn á á 67. mínútu. Ten Hag sagði að hann hefði haft mjög jákvæð áhrif á liðið með hraða sínum og áræðni.

„Hann hafði mikil áhrif á leikinn en það er það sem þú reiknar með frá varamönnum. Martial átti líka góðan leik og liðið heilt yfir var að spila vel og ég er mjög ánægður með frammistöðuna hjá liðinu.“

Viðtalið við ten Hag má sjá í heild hér að neðan.


Tengdar fréttir

Arsenal lögðu United með tveimur mörkum í uppbótartíma

Fornir fjendur áttust við í fjórðu um­ferð ensku úr­vals­deildarinnar í dag þegar að Arsenal tók á móti Manchester United á Emira­tes leik­vanginum. Allt stefndi í jafntefli þar til Declan Rice opnaði markareikning sinn í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×